Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.03.1960, Blaðsíða 32
ingar og nýjar slysafregnir: „Sjórinn beljar inn í vélarúmið! Slagsíða á bakborða! Skipið brennur!" Klukkan var 10,18, þegar sjöunda skothríðin frá „Admiral Hipper“ Iiitti Onslow. Þá liafði skorsteinninn fallið og sprengjubrotum hafði rignt yfir allan aftari liluta brúarinnar. Yfirbyggingin að framan og þil- farið yfir messanum var í ljósum loga. Fallbyssurnar að framan voru ekki lengur nothæfar. Margir af áhöfninni voru dauðir og enn fleiri voru særðir. Þegar 8. skothríðin lenti á skipinu var tjónið orðið svo mikið, að það gat varla orðið meira. En þó lentu nokkur skot í véla- rúmið, svo að sjórinn streymdi þar inn í skipið. Hraðinn minnkaði um 15 sjómílur og skipið hallaðist um 15 gráður. Tjón á straumnet- inu orsakaði einnig, að fallbyssurnar afturá urðu ónothæfar. Onslow var orðinn varnarlaus gegn hinum voldugu skeytum „Hippers“. Skipherrann, sem var mikið særður og hafði misst annað augað, lá enn í brúnni. Nokkrir liðsforingjar og undirforingjar krupu hjá hon- um. Úr leifunum af hinum fallna skorsteini gaus svartur olíureykur. Slökkviliðsmennirnir höfðu þó að eyða honum. Niðri í skipinu voru sjóliðar að reyna að stöðva lekann. George Robinson beit á jaxlinn og sendi sjálfur skipanir Sherbrookes áfram til hinna tundurspillanna: Til Orwell, sem var alltaf nærri On- slow, og til Obedient og Obdurate, sem voru stjórnborðsmegin við Onslow á leið til flutningaskipanna. „Lofið mér að vera hér!“ sagði skipherrann við lækninn, sem vildi flytja liann undir þiljur. „Stjórnborða 10! Hafa skipanir verið sendar?" „Stjórnborða 10!“ hrópaði liðsforinginn, sem v'ar á verði, gegnum talrörið í stýrishúsinu undir brúnni. „Skipanirnar hafa verið sendar,“ kallaði Robinson um leið og hann með miklum erfiðismunum hélt áfram að binda um handlegginn á sér. Vinur hans, bátsmaðurinn, var fyrir löngu horfinn af brúnni og aðstoðaði nú við viðgerðir hér og hvar um skipið. Læknirinn sagði, að úti væri um skipherrann. En hann vildi ekki leggja niður völdin, fyrr en næstelzti skipherra, sem hét Kinloch, og var skipherra á HMS Obedient, hefði tekið við stjórn skipaflotans. Enn liélt Admiar Hipper áfram að skjóta. Til allrar hamingju hafði fjar- lægðin milli skipanna orðið heldur meiri, en ekki hefði þurft nema eitt gott skot til að gera út af við tundurspillinn. Klukkan var nú 10,20. Onslow hélt í suðurátt. Orwell, sem nú var 82 Nýt.f S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.