Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 5

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 5
Fimmtíu apar áttu sök á því, að Antonio Sohst, skipstjóri frá Ham- borg lenti í alvarlegum erfiðleikum í öndverðri styrjöldinni milli Bret- lands og Frakklands annarsvegar og Þýzkalands hinsvegar. Hann var þá skipstjóri á „Bahia Blanca“. Hefði hann fylgt fyrirmælum umboðs- manns skipafélagsins og hafnað „velmeintum ráðleggingum" portúgalska hafnarlæknisins, þá hefði hann ásamt skipshöfn sinni verið kyrrsettur strax í stríðsbyrjun. „Bahia Blanca'1 eldri var smíðuð 1918. Skipið var 8558 brúttótonn. Um miðjan ágústmánuð 1939 var það sent frá Hamborg til Rio de Jan- eiro og Santos. Útlitið í Evrópu var þrungið spennu. I Þýzkalandi var styrjaldar- undirbúningur í fullum gangi og hafði verið lengi. Það fór ekki leynt, að þýzku kafbátarnir voru þegar dreifðir um höfin, hver á sínurn stað, ef til alvarlegra tíðinda kynni að draga. Þýzk skip, sem komin voru í heimahöfn, höfðu erlend blöð meðferðis, þar á meðal brezk. Þar var um það rætt fullum fetum, að stríð hlyti að brjótast út, Bretland og Frakkland mundu koma Pólverjum til hjálpar, ef Hitler réðist á þá. Blöðin sögðu og, að vandamál hinna þýzkættuðu minnihluta væri ekki annað en átylla ein. Þýzku útgerðarfélögin höfðu ekki enn sem komið var fengið nein- ar aðvaranir eða fyrirskipanir frá stjórninni. Skipin sigldu eins og ekk- ert væri í aðsigi. Ætli þetta jafnaði sig ekki eins og svo oft áður. Bahia Blanca var því búin til ferðar eins og önnur skip og ferðinni var heitið til Suður-Ameríku. Farmurinn var 10 þús. tonn af verðmætum stykkjavarningi. Öpunum var komið fyrir í litlum básum í hlýju farmrúmi. Þetta voru 50 apar, sem léku sér eftir því sem kostur var á. Aparnir komu frá uppeldisstöð í Hamborg. Þar voru þeir bólusettir og nú átti að fara fram athugun á því, hvaða áhrif hitabeltisloftslagið hefði á þá. Skömmu fyrirbrottför kom fulltrúi uppeldisstöðvarinnar enn einu sinni að máli við skipstjórann. Hann bað skipstjórann að brýna fyrir mönnum sínum að gæta þess vel, að verða ekki fyrir neinum skrámum af öpunum, því það gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar. „Segið áhöfn yðar þetta, skipstjóri. Takið aðvörun mína alvarlega og lítið sjálfur eftir því, að ekki verði leikið við apana þó þeir þyki skemmtilegir leikfélagar. Þeir eru alveg óútreiknanlegir.“ Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.