Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Blaðsíða 9
„Nei, mig vantar ekkert. Eg hélt ,að ekkert lægi á,“ svaraði Portú- galinn með tvíræðu brosi. „Auðvitað gat ég hafið aðgerðina strax. En hvers vegna liggur yður svona mikið á, skipstjóri?" Svo bætti hann við lágum rómi: „Þér eruð vel geymdur hér, eins og allt er í pottinn búið. Þér eruð hér meðal góðra vina! Eg veit ekki, hvers vegna þér eruð svona óð- fús að sigla beint í fangið á Bretanum!“ „Nú, það er þá svo, að þið ætlið að halda mér hérna sem fanga,“ hugsaði Sohst skipstjóri, en upphátt sagði hann: „Hvenær ætlið þér þá að gera þessa aðgerð á manninum?" „Maðurinn er alls ekki í neinni lífshættu, skipstjóri. Hví liggur þessi ósköp á?“ „Það er gott að heyra,“ svaraði Sohst rólega. En nú er hann ekki í vafa um, að nú muni uppi ráðabrugg um, að Bretarnir kyrrsetji skip hans og það strax næsta dag. En hann má ekki láta neitt uppskátt um þennan grun sinn. Hann seg- ir nú með talsverðri áherzlu: „Eg þarf á manninum að halda, læknir. U Nýtt S 0 S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.