Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 25

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Side 25
ekki heldur hægt að kaupa vetrarklæðnað. Og þó fengist hefðu mundi óvarlegt að kaupa, því það gat vakið vissar grunsemdir. „Það er ekkert við þessu að gera,“ sögðu þeir í sendiráðinu. Skipverjar hafa tínt til flestar þær spjarir, sem þeim eru tiltækar, er þeir fara á vakt: Tvenn eða jafnvel þrenn nærföt eru tekin upp úr pokanum, þrjú til fjögur pör af sokkum, allar skyrtur, sem til eru og tvennar til þrennar buxur. Samt var þeim kalt í úrsvölu vetrarloftinu á norðurslóðum. Ferðin gekk snurðulaust unz komið var móts við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Nú er ekki Golfstraumurinn lengur ríkjandi, heldur hinn svokallaði Labradorstraumur. Þó loftið hafi verið svalt fram að þessu, verður nú mikil breyting á, það er nú orðið ískalt. Það munar minnstu, að húðin flettist af hönd- unum, ef þeir snerta járnstigana, sem liggja upp í varðstaðina. Sohst verður að skipta um vaktir á hálftíma fresti. Heil klukkustund í einu er helzt til mikið. Nú stafar ekki hættan einungis frá brezkum herskipum, sem eiga að hremma þýzk skip á þessum slóðum, heldur engu að síður frá ísnum, sem víða leynist á norðurslóðum. Hvorki Sohst skipstjóri né aðrir yfirmenn á Bahia Blanca, hafa nokkra minnstu reynslu í íshafssiglingum, því þeir hafa ávallt siglt um hin suðlægari höf. En þetta er skipun, og henni verður að hlýða. Jæja, Þeir hafa þó að minnsta kosti sjókort af leiðinni. Þá er hálfur vandinn leystur. Þó getur enginn í raun réttri gert sér grein fyrir þeirri hættu, sem er á þessum slóðum, enda allir óvanir að sigla þessa leið. Sumir aðrir voru þó verr settir. Þeir urðu að notast við ófullnægjandi sjókort, kort, sem voru klippt út skólalandakortum eða ferðapésum. — □ — Það er 10. janúar. Sohst skipstjóri hefur skipað svo fyrir, að sveigt skuli nokkru nær Grænlandi. „Því nær, sem við erum ísnum, því minni hætta er á, að brezku beiti- skipin verði á leið okkar.“ Njtt S O S 25

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.