Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 30

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 30
hjálpar, enda komst á beint loftskeytasamband rnilli hans og Þjóðverj- anna. Solist skipstjóri æskti þá ekki aðstoðar fleiri skipa. Hafsteinn þurfti nú að sigla 50 sjómílur til Baliia Blanca. Halldór Jónsson, loftskeytamaður á Hafsteini, hafði samband við Bahia Blanca öðru hvoru og fóru þær sendingar fram á þýzku. Þjóðvernarnir kváðust mundti skjóta flugeldum öðru hvoru, svo auðveldara yrði að finna skip þeirra. Togaramenn sáu flugeldana er jreir áttu eftir kfukkustundar siglingu að skipinu. Kom Hafsteinn að Bahia Blanca klukkan hálffjögur um morguninn. Var þ;i haugasjór, mikil rigning, en veður annars gott, hægur kalcli. Skipstjóri á Hafsteini var Ólafur Ófeigsson. Spurði hann Sohst skip- stjóra, hvort hann héldi, að hægt væri að draga skipið til liafnar. Skip- stjórinn svaraði, að tilgangslaust væri að reyna slíkt, því skipið væri að sökkva. Spurði hann Ólaf skipstjóra, hvort hann gæti ekki tekið á rnóti 61 manni, en þó voru skipverjar á Bahia Blanca alls 62. Mikill sjór var í skipinu, einkum hásetaklefum og framlest og það var mjög sigið að framan. Skipverjum á Bahia Blanca gekk erfiðlega að koma björgunarbátun- um á flot vegna sjógangsins. Og er þeir loks voru komnir niður og átti að leggja frá skipshliðinni, sló þeim jafnharðan að henni aftur. Var þá hellt olíu í sjóinn til þess að slæva ölduganginn. Loks náðu bátarnir sér frá skipshliðinni. Hafsteinn lagði svo að bát- unum, en togaramenn helltu lýsi í sjóinn. í fyrsta bátnum voru sautján manns. Voru meðal hinna fyrstu tveir unglingar, annar 14 ára, hinn 15 ára. Dimmviðri var mikið, svo björgunarbátarnir höfðu ljós uppi. Allt gekk slysalaust, þótt aðstaða væri erfið. Komust allir Baliia Blanca- menn um borð í togarann heilu og höldnu. Síðastur fór Solist skip- stjóri frá borði. Togarinn tók einn björgunarbátinn með til Hafnar- fjarðar, en hinir voru látnir sigla sinn sjó. Hásetar á Bahia Blanca voru klæddir vinnufötum, en yfirmenn voru einkennisklæddir. Höfðu skipverjar smápinkla meðferðis og mun mest- megnis hafa verið í þeim tóbak og ýmsir smáhlutir. Þá höfðu þeir með sér tvo ketti og létu sér annt um þá. Skipbrotsmenn fengu hinar beztu viðtökur um borð í Hafsteini. Nokkru eftir að björgun var lokið slokknuðu öll ljós á Bahia Blanca. Ekki var unnt að ganga úr skugga um, hvort það stal'aði af því, að skipið sökk eða ljósabúnaður þess hefði bilað. Var þó talið nokkurn- Sf> Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.