Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 36

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Page 36
í íslenzkum blöðum frá þessum tíma er hvergi á það minnzt, að brezkt herskip hafi komið þarna við sögu. — Voruð þið þá aldrei njósnarar og fimmtu herdeildarmenn eins og sumir héldu? spyr blaðamaðurinn. — Auðvitað ekki, svarar Wiliam Spitz. — Við vorum bara ósköp venju- 'legir farmenn. — Auðvitað voru nazistar í hópnum, enda mikil hrifning á Hitler á þessurn árum. Þó held ég, að nazisminn hafi verið minni meðal þýzkra farmanna en flestra annarra stétta, fyrir þá sök, að við kynntumst umheiminum betur. — Hvernig líkaði ykkur dvölin í Reykjavík? spyr blaðamaðurinn. — Hún var alveg ógleymanleg. Við bjugguin á tveimur hótelum og Herkastalanum. Við höfðum ekkert annað fyrir stafni en að skemmta okkur og láta okkur líða vel. — Þið voruð sigursælir hjá kvenfólkinu. — Já, blessað íslenzka kvenfólkið, það lét okkur aldrei í friði. Við fórum á dansleik á hverju kvöldi, oftast á Hótel ísland. Þegar ég kom nú til Reykjavíkur og fór upp í bæinn, gekk ég fyrst að Hótel ísland, þaðan átti ég rnargar sælar endurminningar. En hvað var þetta, húsið var ekki lengur til og mér var sagt, að það hefði brunn- ið. Sama tilfinningin og þegar fangar komu heim til Þýzkalands eftir stríðið og ætluðu að fara að rifja upp endurminningar sínar á gömlum slóðum. Þá lágu húsin í rústum, eyða og tóm yfir öllu. Já, það var skemmtilegt í gamla daga á Hótel ísland. Þá voru uppá- haldslögin Ramóna og Paris durch dein Herz. Þau voru leikin á Hótel ísland. — Hvað er skemmtilegasta endurminningin úr gömlu Reykjavík? — Eg get ekki sagt frá henni. Hún er leyndarmá tveggja, aðeins tveggja. En ég get sagt frá leiðinlegustu endurminningunni. Við vor- um einu sinni góðglaðir nokkrir sjómennirnir og gengum syngjandi um Austurstræti. Þá kom lögreglan og stakk okkur í sandkassann. — Hvaða sandkassa? — Jú, við kölluðum það sandkassa í Þýzkalandi. Það er það sama og þið kallið kjallara. , — Ykkur hefur brugðið ægilega í brún, þegar Bretarnir komu? — Já, það var skelfilegt. — Annars var ég ekki í bænum þá. Við Þjóð- verjarnir höfðum farið allmargir saman austur í Rangárvallasýslu. Við 36 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.