Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 37

Nýtt S.O.S. - 01.04.1960, Qupperneq 37
klifum Heklutind. Svo vorum við á leiðinni í bæinn og gistum í Skíða- skálanum aðfaranótt 10. maí. Við vorum að snæða morgunverðinn, þegar herbíll kom að Skíða- skálanum og einkennisbúnir menn stigu út úr honum og ætluðu að fá sér kaffi í skálanum. Þetta kom okkur mjög á óvart og allt gerðist í svo skjótri svipan, að við vissum ekki fyrr en Bretarnir voru setztir við næsta borð og farnir að panta kaffi. Þá fóru þeir að huga að okkur og skildist, að við mundum ekki vera íslendingar. „Germans!“ (Þjóðverjar) hrópuðu þeir og einn liðsforingjanna dró upp skammbyssu og hrópaði: „Hands up!“ (Upp með hendurnar) og þar með vorum við teknir til fanga. — Fangavistin hefur verið löng og ströng hjá ykkur frá 1940 til 1945? — Nei, okkur leið ágætlega í fangabúðunum. Við vorum fluttir héð- an með beitiskipinu Berwick til Englands, sama skipið og áður kom við sögu. Síðan vorum við fluttir til Kanada og lifðum þar herramanns- lífi í næstum fimm ár. Mér hefur aldrei liðið eins vel og í fangabúðun- um. — í Genfarsamþykktinni segir, að borgaralega fanga megi ekki skylda til að vinna. Við vorum borgaralegir fangar og Kanadamenn efndu full- komlega ákvæði Genfarsamþykktarinnar. Lýkur þá þessum þætti um einn mest umtalaða atburð á íslandi í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari.

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.