Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 5
Mótorskipið „Flavia“ er eitt á meðal hinna mörgu glæsilegu flutn- ingaskipa þýzka verzlunarflotans. Og auk þess er skipið nýtt af nálinni. Skipið var smíðað í Bremerhaven árið 1958. Það var 5326 brúttólestir að stærð. „Flavia“ var nýgræðingur á heimshöfunum. í fyrradag. „Flaviá“ var bara eitt skip af mörgum; það var varla vitað, að hún væri til, það stóð enginn frægðarljómi af nafni þessa skips, eins og t. d. „Queen Elisabeth", „Tina Onassis", „United States" eða þá hinu nýja „Bremen“. „Flavia“ var byggð fyrir „Triton“-skipafélagið í Bremen, sem Hermann Danelsberg veitir forstöðu. Burðarmagn skipsins var 7390 tonn. Og hún skilar þessu magni af ýmsum vörum með sóma til ákvörðunar- hafnar, líkt og púlshestur dregur herfi yfir akur upp í sveit. Flavía plægir hafið samkvæmt ákvörðun útgerðarfélagsins og reykháfs- merkið gefur til kynna, hver eigandinn er. Reykháfurinn á Flaviu er brúngulur. í miðju hans er gulur flötur með hvítum hring. Utan til í hringnum eru dregin blá strik, en í miðju hans kemur hvítur reitur. Og inni í þessum reit er svo stórt T. Ekkert annað. Flagg skipafélagsins er nákvæmlega eins og reykháfsmerkið. Systurskipin, sem sigla undir sama merki eru „Clivia" (5397 brúttól.), „Marivia" (4090 brúttól.), „Octavia" (5331 brúttól.) og „Silvia" (5130 brúttól.).* Jæja, sem sagt, Flavia er ekkert óvenjulegt skip. Það er ekkert sérstakt við byggingu skipsins. Hún er nýtízku skip, eins og öll þýzk kaupskip, sem voru byggð eftir styrjaldarlokin. Hún er útlitsfalleg hið ytra, gang- hraðinn er 14,3 hnútar; hún er hraðskreiðari en mörg hinna eldri flutn- ingaskipa annarra þjóða. í gœr . . . Allt í einu skaut flutningaskipinu frá Bremen upp úr kafi nafnleysis- ins eins og spútnik, sem sendur er upp í himinhvolfið. — Á einni nóttu varð Flavia brennidepill heimsviðburðanna. * „Clivia“, „Flavia" og „Silvia“ eru eign Triton-félagsins en hin skip- in sigla undir firmamerki Hermans Ranielsberg, Bremen, og i merki skipa hans stendur D í stað T. Nýtt S O S 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.