Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 17
„Callard, fljótur nú, hringdu viðvörunarbjöllunni!“ Á sömu stundu hljómuðu þessir óhugnanlegu, ýlfrandi tónar bjöllunn- ar um allt skipið, — um ganga, borðsal, káetur og þilfar — um allt skipið stafna á milli. Eldur um borð! Eldur um borð! Allir voru kvaddir til starfa, að bjarga því, sem bjargað yrði. Eldur um borð þýðir í flestum tilfellum beina hættu fyrir skip og skipshöfn. Og sjaldnast verður skipi bjargað, ef verulegur eldur er laus. Þetta veit hver einasti sjómaður, og því er það, að ekkert óttast sjó- maðurinn eins og skipsbruna. Þegar svo stendur á, er ekki tími til að klæðast. Hver mínútan er dýrmæt, og hver hönd verður að taka til starfa. Klæðlitlir hlaupa skipverjarnir til að leita upptaka eldsins og munu freista þess að slökkva hann. Bjartir logar benda til þess, hvar upptak- anna muni vera að leita. Eldurinn hefur komið upp í vélarrúminu. Þar logar þegar mikið bál. í hátalara skipsins glymur skerandi rödd með annarlegu málmhljóði. „Frá vélasal á stjórnpall! Frá vélasal á stjórnpall! \7élarúmið stendur í björtu báli. Allar sökkvitilraunir árangurslausar! Allar vélar eru stopp! Við verðum að yfirgefa vélarúmið!“ í sama bili splundast sentimeters þykkt glerið í ljóranum yfir vélarúm- inu, og þykkur, svartur reykurinn gýs upp. Og brátt bera eldblossarnir við himin. Skipstjórinn, kemur hlaupandi upp í brúna, skyrtan er flakandi, skeggið er rautt eins og eldurinn. Á meðan fyrsti stýrimaður segir honum í fáum orðum, hvað skeð hef- ur, athugar þessi tæplega fertugi skipstjóri hvað nú muni helzt til ráða skipi og skipshöfn til bjargar. Þá er hringt til vaktaskipta. Orðsendingar berast skipstjórnarmönnum hver af annarri. „Brunaslöngurnar eru brunnar í sundur!" „Kolsýuslökkvitækin eru ónothæf!" „Dælumar eru óvirkar!" „Slökkvistarf óframkvæmanlegt án hjálma!" Andlit skipstjórans er eins og gríma. Hann kiprar augun og horfir Nýtt. S O S 17

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.