Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 11
Flavia var á heimleið til Hamborgar frá Havana á Kúbu. Eftir þrjá sólarhringa má vænta þess, að skipið nái sinni heimahöfn. Það er mikið annríki í loftskeytakytrunni á Flavia. Skipstjórinn og útgerðarstjórnin eru í stöðugu loftskeytasambandi til þess að ráða ráðum sínum um væntanlega umhleðslu skipsins og hvern- ig hún gangi fljótast fyrir sig. Þá koma til sögunnar mikill fjöldi skeyta skipverja til ættingja og vina, sem þeim gefst kostur á að hitta eftir nokkurra vikna eða mánaða aðskilnað, en þó aðeins tiltölulega stutta stund. Margir verða að leggja á sig langt ferðalag til þess að geta verið með vinum og vandamönnum nokkrar klukkustundir. Þá er hver mínútan dýrmæt. Tíminn er peningar! Svo hljóðar kjörorð hins erilssama nútímamanns. Kuhs loftskeytamaður vefur sér sígarettu með vinstri hendi, en með þeirri hægri skrifar hann skeytin, sem berast. Hann telur orðin og reikn- ar verðið. Þá verður hann var við eitthvert þrusk að baki sér. Að baki hans opnast dyrnar að kortaklefanum. Quapp, sem er þriðji stýrimaður á skipinu, kemur inn. Hann heldur á könnu með rjúkandi kaffi og hann lokar hurðinni hljóðlega á eftir sér. Hann hlær, er hann lítur spyrjandi augu loftskeytamannsins. „Fáðu þér smáhlé — fáðu þér þetta indæla Hagkaffi.*) Góðlátlegt háð' liggur í orðum stýrimannsins. Allir um borð vita, að enda þótt loftskeytamaðurinn kunni vel að meta vín og vindla, þá segir hann baunakaffi hinn óhollusta drykk, sem enginn ætti að leggja sér til munns. Þess vegna drekkur hann bara Hagkaffi. Menn brosa að þessu og segja, að allir séu smáskrýtnir á einhvern hátt. Loftskeytamenn hafa það orð á sér, bæði þeir, sem eru á kaupskipaflot- anum og í hernum, að þeir séu undarlegustu fuglarnir um borð. Kannski orsakast þetta af því, að þeir hugsa mikið á einverustundum og ábyrgð starfsins leggst þungt á þá suma. En vissulega nýtur starf loftskeytamannsins virðingar, ekki aðeins vegna þess, að þeir vita um margskonar leyndarmál vegna starfa síns, og atburði, sem öðrum eru huldir, heldur vegna þess, að ef slys ber að höndum á hafinu, þá eiga sjómennirnir i mörgum tilfellum líf sitt loftskeytamann- inum að launa, ef hann er dugandi maður og hugrakkur. *) Sérlega góð kaffitegund og vel þekkt i Þýzkalandi. j 1 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.