Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 15
Á brezka skipinu ríkti kyrrð næturinnar eftir langan og strangan vinnudag. Vaktir voru skipaðar að venju á þessu skipi, sem hafði alveg sérstöku hlutverki að gegna á hafinu. Skipið var ekki brezkt að uppruna, heldur þýzkt. Þetta skip, sem var 4534 brúttósmálestir að stærð var afhent Breturn árið 1948 upp í stríðsskaðabætur. í Bretlandi komst skipið í eigu Submarine Cables Ltd., í London. Þetta félag lét breyta skipinu úr flutningaskipi í sæsímaskip. Að fjórum vikum liðnum var þetta orðið nýtízku sæsímaskip. Síðan hefur Ocean Layer, eins og skipið var skírt, lagt mörg þúsund rnetra af sæsímaþræði víðsvegar um höfin. Vikum saman hefur skipið verið að leggja sæsíma frá Nýfundnalandi til Frakklands ásamt brezka sæsímaskipinu „Monarch“. Þetta er ný gerð sæ- síma, lagðir tveir þræðir samtímis. Þessi sími á að tengja saman Frakkland og Bandaríkin, og verkinu á að vera lokið samkvæmt samningi í árslok 1959. Þegar þetta talsamband er komið á milli nýja og gamla heimsins, geta farið fram 36 símtöl samtímis. Þetta er mikið framfaraspor og mun örva margháttuð samskipti Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópu. Um borð í Ocean Layer eru, auk venjulegrar áhafnar og símamanna, 12 sérfræðingar frá ameríska og franska símafélaginu. Þeir vaka yfir því, að lagningin sé framkvæmd á réttan hátt, og umfram allt, að hann verði ekki fyrir skemmdum á leið sinni úr lestunum unz hann loks rennur af vindunum niður í hafið. Eins og fyrr er sagt, var kyrrð og ró um borð nóttina 15. júní. Allt hafði gengið vel um daginn, engin óhöpp komið fyrir. Auk þeirra, sem vakt áttu, var aðeins einn maður á ferli um borð. Það var Jack, messadrengurinn. Um miðnóttina fór hann upp í brú með fulla tekönnu handa þeim, sem þar voru á vakt. Jack hefur verið að störfum tíu klukkustundir eða lengur. Síðasta verk- efni hans er, að færa brúarvaktinni teið um lágnættið. Þegar því er lokið getur hann loks tekið á sig náðir. Inni í kortaklefanum lætur hann sykur og mjólk í bollana með rjúk- andi teinu. Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.