Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Blaðsíða 18
inn í þessa vítisglæður, sem teygja sig aftur eftir skipinu, þar sem fjór- ir björgunarbátar hanga í uglunum! Þá virðast örlögin ráðin, ef eldurinn lokar þessari leið til björgunar. „Allir í bátana! Allir í bátana!“ skipar skipstjórinn. Rödd hans er hvell, en ekki kennir æsings í henni. „Verið bara rólegir! Gleymið engu!“ Þá rífur liann upp hurðina að loftskeytaklefanum: „Sendið neyðarkall, Cannon! S O S tafarlaust! Staðan er 48,26 n. 19,03 v. Skipið brennur! Við förum í bátana! Sjáðu um, að þessi tilkynn- ing berist út! Við megum engan tíma missa. Varla hafa liðið nema tíu mínútur frá því aðvörunarmerki var gefið þangað til skipstjórinn hefur skipað svo fyrir, að bátarnir skuli settir á flot og skipið yfirgefið. Gamalreyndir sjómenn, sem voru á olíuskipum í síðari heimsstyrjöld- inni, er þýzkir kafbátar sprengdu í loft upp, minntust þess ekki, að eld- ur hefði nokkru sinni fyrr gripið svo fljótt um sig. Það er ekki að ófyrirsynju, að skipverjar hraða sér að bátunum, því á hverri stundu getur eldurinn læst sig í þá 100.000 lítra af eldsneyti, sem er í framskipinu, og þá er ekki að sökum að spyrja. Við talningu hjá bátunum kemur í ljós, að fjóra menn vantar af þeim, sem vinna í vélarrúmi. Þeir áttu þó frívakt og hljóta að hafa verið í hásetaklefa um þessar mundir. Vélstjóri og tveir sjálfboðaliðar hlaupa í áttina að hásetaklefa, þar sem smyrjarar sváfu. Þeir snúa frá með hryllingi. Gangurinn er eins og eldgýgur. Skilrúm og veggir eru hvítglóandi. Björgun er algerlega útilokuð. Engum dauðlegum manni er fært að brjótast niður til þeirra félaga. Var þá virkilega engin leið til þess að bjarga hinum innilokuðu mönn- um? N eyðar útgangur inn 1 Verkfræðingi símans kom þessi leið allt í einu í hug. Eins fljótt og reykmettað loftið leyfir, þjóta þeir upp á efra þilfar. . . í sama bili er lokinu hrundið upp, og sá fyrsti þrengir sér upp um opið. Og nú kemur sá næsti. 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.