Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 9
Henninger sá í daufu skini eins og glitrandi band, fljótið, sem rann í bugðum um Suður-írland. „Shannon-fljótið breikkar er nær dregur ósunum og verður breiðast fimm kílómetrar. En það er ekki mjög djúpt og við útfallið eru sand- grynningar. Það er sem sagt ekki skipgengt, þrátt fyrir breiddina. Við flugvöllinn er fljótið yfir að líta eins og stöðuvatn.“ „Hve lengi stönzum við þar?“ spurði Henninger. „Um það bil hálfa klukkustund. Það er nóg til þess að fá sér einn gráan á flugvallarhótelinu.“ Á meðan þetta samtal fór fram, gerði Viruly flugstjóri ýmsar athug- anir á mælaborðinu og allt reyndist í góðu lagi. Flugið frá Amsterdam var í engu frábrugðið því venjulega, en nú var lengsti áfanginn eftir. „Vonandi helzt góða veðrið,“ muldarði hann fyrir munni sér. Hann átti mörg ár að baki sem flugmaður og hafði oft hreppt storma yfir Atlantshafinu. Hann var einn reyndasti flugmaður hjá KLM og hafði farið margar ferðirnar yfir hafið, þegar flugtæknin var miklu ófull- komnari en nú. Þá þekktust varla miðanir, sem nú eru svo sjálfsagðar í sambandi við allt áætlunarflug. Honum varð hugsað til þess, er hann varð að nauðlenda fyrir tuttugu og fimm árum úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Það var í miklum stormi og þá var hann á póstflugvél með einum hreyfli. Það fór ónota- tilfinning um hann, er honum varð hugsað til þessa atburðar. Flugvélin sökk samstundis. Hann átti það sundbeltinu að þakka, að hann hélt líf- inu. Sex klukkustundir velktist hann á hafinu áður en eftirlitsskip frá sjóhernum fann hann. En það var líka á síðustu stundu. Undarlegt, að honum hvarf þessi löngu liðni atburður varla úr huga einmitt í dag. Var þetta hugboð? Allt í einu sló hann þrisvar í mælaborðið og hló við. Annar flug- maður, van Braake, hrökk við og leit undrandi á flugstjórann. Viruly skellihló, er honum varð litið á Braake, sem horfði á hann spyrjandi augnaráði, svo sagði hann aðeins: „Hjátrú, Braake, bara flug- manns hjátrúl" Litlu síðar voru farþegarnir ávarpaðir í hátalara flugvélarinnar: „Athygli,. athyglil Við lendum nú á Shannon. Þetta er síðasta lend- Nýtt S O S 9

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.