Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 20
inu. Viruly lét rétta sér vasaljósið, svo óð hann eftir endilöngu farþega- rýminu. Tíu látnir, taldi hann. Átta farþegar og tveir af áhöfninni. Dauðaorsök benzíngufa eða druknkun. Látizt af hjartaslagi, eða troð- izt undir-----“ Nokkra stund horfði Viruly á þessa ímynd hryllings og dauða. Allt í einu byrgir hann andlitið í höndum sér. Nú fyrst fær hann ráð- rúm til þess að leiða hugann að því, hvernig komið er. Og hann finnur enga skýringu. Bara eitt veit hann með vissu: Hæðarmælirinn hafði sýnt áttatíu metra. Hvernig mátti annað eins og þetta ske? 80 metrar — 80 metrar! Þessi tala getur ekki vikið úr huga Virulys. En þetta einkennilega hljóð í vinstri hreyflunum? En ekki er þó neitt samband milli hreyflanna og hæðarmælisins? Og hafði hann ekki dregið að sér stýrisstöngina? Samt féll flugvélin! Viruly fær ekkert svar við þessum áleitnu spurningum. Hann sér bara flakið og þá látnu —. Viruly lítur enn í kringum sig í þessum ömurlega stað eyðileggingar- innar. Farþegarýmið er næstum fullt af vatni, en stjórnklefinn liggur hærra og það er ekki flætt inn í hann nema til hálfs. Viruly óð þangað og lýsti á mælaborðið. Hann lítur á hæðarmælinn og horfir á hann lengi sem steini lostinn. Hann starir á hann hverja mínútuna af annarri. Mælirinn stendur enn á örlagatölunni 80. Hann hafði stöðvazt á henni við áreksturinn. Þessi tala sannar honum — og síðar dómstólunum og öllum heimi — að hinn trausti og gætni flugstjóri átti enga sök á þessu slysi. Titrandi hendi greip hann leiðarbókina og flugskjölin og stakk hvoru- tveggja inn undir óhreinan einkennisjakkann. Skyndilega hlustaði hann ákaft — hafði hann heyrt flugvélardyn? — Nei, það hlýtur að hafa verið misheyrn. — En þeir hljóta að koma á hverri stundu, íhugar Viruly. Sambandið við þá rofið allt í einu og loftsiglingaljósin horfin — þeir hljóta meira að segja að hafa séð frá flugturninum þegar slysið varð. Loftskeytatækin eru biluð, rafleiðslur hanga niður úr loftinu. Flest öll tæki eru ónýt. Það er útilokað að flýta björgunarstarfinu með því að reyna að ná sambandi við flugvöllinn með þessum tækjum. Enn hlustar Viruly ákaft, en hann heyrir ekki annað en nið Shannon- 20 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.