Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 10

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 10
I ing áður en við leggjum a£ stað vestur yfir hafið. Farþegar eru beðnir að vera viðbúnir með skilríki sín varðandi tollskoðun. Gjörið svo vel að spenna beltin . . .“ KLUKKAN 2,05. Flugumferðastjórinn, sem var á vakt á Shannon-flugvelli, Desmond Eglinton, lagði pípuna sína til hliðar og lét kveikja á ljósunum, sem lýstu upp völlinn. Maður getur stillt klukkuna sína eftir Triton, svo að varla skeikar sekúndu,“ sagði hann við Drews Birthley aðstoðarmann sinn og hægri hönd. „Viruly flýgur henni ennþá?“ sagði Birthley og drakk síðustu lögg- ina af teinu sínu úr japönskum bolla. „Auðvitað, hann er einn af helztu Atlantshafs-flugmönnunum. En hann fer nú bráðum að setjast í helgan stein.“ Svo greip Eglinton bláu derhúfuna sína af snaganum og gekk út. Þá var klukkan nákvæmlega 2,05. Fáeinum augnablikum seinna lenti Triton á flugbraut IV. Viruley heilsaði Eglinton innilega. „Hvernig verður veðrið vestur yfir pollinn?" spurði Viruly. „Það gæti ekki verið betra. — Hérna er veðurkortið.“ Viruly leit sem snöggvast á kortið og kinkaði kolli ánægður á svipinn. Þá ræddust þessir gömlu kunningjar við um daginn og veginn. En þessi samvizkusami flugstjóri hafði samt ekki augun af flugvélinni og fylgd- ist vel með athugun, sem gerð var á henni. Nokkrir flugvirkjar skoðuðu hreyflana í birtunni af sterkum ljósköst- urum. Á nokkrum stöðum var smurt og borið á olía. Það heyrðist dimmt suð í dælum tankbílanna, sem dældu nokkrum þúsundum lítra af benz- íni í skrokkinn á þessari tignarlegu Super-Constellation-flugvél. Komið var með póstpoka og tekið á móti öðrum. Öðru hvoru heyrðust hamarshögg. Tveir tollverðir unnu starf sitt af kostgæfni, en gerðu sér samt far um, að valda hálfsofandi farþegunum sem minnstum óþægindum. Flestir farþeganna héldu kyrrir fyrir inni í flugvélinni, aðrir horfðu á starfsmenn vallarins, þar sem þeir létu hendur standa fram úr ermum 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.