Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 31
Farþegarnir hlusta með athygli og von þeirra eykst. Nú hverfa þeir Viruly og Sypkens niður í flakið til þess að ná í bátinn. Óhugnanleg sjón blasti við þeim. Vasaljós flugstjórans lýsti nú mjög dauflega. Þeir brjótast áfram með fyllstu varkárni í vatni og leðju — framhjá hinum látnu. Vatn — leðja — benzínstybba. Áfram — skref fyrir skref. Nu loks eru þeir komnir að björgunarbátnum og vaða nú með hann til baka og rétta hann upp á flakið. Henninger tekur á móti honum og hjálpar þeim báðum upp. Aftur standa þeir uppi á flakinu og hrista af sér vatn og eðju. Með hryllingi hugsa þeir til þess, er þeir sáu, í þessari dauðra manna gröf. Henninger dró gúmmíbátinn út á vinstra vænginn, en Viruly opnar báfinn. Gúmmíbáturinn fyllist lofti með nokkrum hvin. Þeir binda bátinn við hliðarstýrið, en verða að fara að öllu með mestu gætni, svo straumurinn hrífi hann ekki úr höndum þeirra. „Konur og börn fara fyrst í bátinn!“ skipaði Viruly, en varla hefur hann lokið þessum fáu orðum, er nær allir farþegarnir ætluðu að ryðj- ast í bátinn, og munaði minnstu að honum hvolfdi. Mátti því segja, að spá Virulys rættist allt of vel. Flugstjórinn hrópaði hástöfum og Sypkens reynir að hafa hemil á þeim, sem reyna að ryðjast ofaní bátinn, en eiga ekki rétt á því. „Farið gætilega! Hægt! Hver á eftir öðrum!“ hrópaði Viruly og kom Sypkens til hjálpar, en sumir sóttu nú allfast að honum. Tveir eða þrír urðu undir í þessu harki, féllu í fljótið. Þar létu þeir líf sitt, en straum- urinn bar andvana líkama þeirra til sjávar. Loks heppnast að koma vitinu fyrir fólkið og það fór í bátinn sam- kvæmt settum reglum. Aðrir ríghalda sér í kaðalinn, sem báturinn var bundinn við, eða klifra aftur upp á flakið. Nú er flætt yfir grynningarnar, svo þar er hvergi afdrep að fá. Von fólksins um skjóta hjálp er nú orðin ærið dauf. Fullt skelfingar sér það, að þak flugvélarflaksins er smátt og smátt að færast í kaf. Viruly, Sypkens og þýzki farþeginn Henninger athuga nú sameiginlega allar aðstæður. „Eftir tvær klukkustundir er alveg flætt yfir flakið, og það þýðir enda- Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.