Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 25
Flugumferðarstjórinn varð að taka á öllu sínu til þess að missa ekki þolinmæðina, er maðurinn svaraði einungis einsatkvæðisorðum. „Og hvers vegna hafið þér ekki látið vita af þessu tafarlaust? Segið frá, maður, og látið ekki toga hvert orð út úr yður!“ „Nú, ég hafði þetta svona á tilfinningunni, bara grunur en ekki vissa.“ „Jæja, segið frá því, er þér urðuð vísari!“ „Tja,“ sagði Baxter og var enn hinn rólegasti og starði fram fyrir sig. „Þegar vélin lyftist frá jörðu, þá var hljóðið svo einkennilegt í hreyflun- um. Hef ekki heyrt það áður í Constellation . . . “ „En Baxter," greip Birthley fram í, „þér eruð tollvörður, en ekki starfsmaður flugvallarins. Ef starfsmenn vallarins með sína tæknilegu þekkingu, hafa ekki orðið neins varir, hvernig stendur þá á því, að þér hafið svo næmt eyra fyrir þessháttar hlutum?" Baxter þagði um hríð, eins og hann væri að leita að orðum til þess að gera öðrum og sér sjálfum þetta skiljanlegt. Loks svaraði hann hægt: „Þegar maður hefur séð flugvélar lenda og taka sig upp árum saman, þá þekkir maður fuglinn af röddinni. Eg þekki söng allra hreyfla. Núna átti ég næturvakt og tollafgreiddi farþegana á Triton. Og þegar vélin fór, tók ég eftir óvenjulegu hljóði í hreyflum Constellation-vélar- innar. Eg hef ekki heyrt svoleiðis hljóð fyrr. Það var hvellt málmhljóð. Eg sagði við Corman, félaga minn: Sannaðu til, þessi dettur áreiðanlega í Atlantshafið! Og þessa sögu hefur Corman sagt í matsalnum og þaðan er hún komin til yðar.“ „En hvers vegna hafið þér ekki sagt frá þessu strax, þegar þér vissuð, að flugvélarinnar var saknað?" „Sir, þér sögðuð áðan sjálfur — og það sama sagði ég við sjálfan mig — að skólagengnir starfsmenn flugvallarins vita meira um þessa hluti en ég, gamall tollvörður. Eg hélt, að það yrði bara hlegið að mér. Og líklega hlægið þér að mér líka —“ „Nei, Baxter. Þetta hefur einmitt mjög mikla þýðingu. Því er ver, að þér sögðuð ekki frá þessu fyrr. Þakka yður fyrir!“ Eglinton var sýnilega miður sín. Hinn hlédrægi tollvörður gekk út hljóðlega, en Eglinton snéri sér að félögum sínum: „Eg er ekki í nokkrum vafa lengur. Það þýðir ekki að vísa upplýsing- um Baxters á bug. Við verðum að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir!" „Eg veit ekki,“ sagði Birthley, „hvort það er rétt að fara að gera svo umfangsmiklar ráðstafanir bara út af orðum þessa gamla tollvarðar — Nýtt S O S 25

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.