Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 37

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 37
þegar, sem freistuðu þess að ná landi og jafnmargir voru eftir við flak- ið. Hinir eru allir látnir. Mennirnir eru á víð og dreif í fljótinu. Þeir dugmestu eru komnir hálfa leið, sumir ekki nema 200 metra. Sumir steypast í vatnsflauminn og koma ekki upp aftur. Aðrir missa meðvitund og berast með straumnum. Nokkrir seiglast áfram, metra eftir metra í þykkri sandeðjunni. Svo synda þeir yfir næsta ál og brölta upp á næstu eyri. Henninger, þýzki farþeginn, náði loks landi eftir mikla hrakninga. Rennvotur frá hvirfli til ilja og óþekkjanlegur af aur og leðju, birtist hann um klukkan 5,35, inni í hinu glæsilega flugvallarhóteli, — ná- kvæmlega á sömu stundu og sírenurnar hófu öskur sitt í þriðja sinn. Nokkrum mínútum síðar hefur Henninger verið búin hvíla og þá segir hann Desmond Eglinton hvernig slysið hafi borið að höndum. KLUKKAN 5,38. Var þetta draumur eða veruleiki? Rakettur — flugvélar — drunur í lofti — 1 jósfallhlífar yfir Shannon — staður dauðans er allur í björtu ljósi eins og um hádag væri — koptar svífa yfir flakinu 'af Triton. — En nú eru mennirnir í fljótinu ekki lengur færir um að fagna frelsun sinni. Þeir bara stara sljóum augum á það, sem er að gerast umhverfis þá. Mennirnir, sem standa upp í rnitti í aur og leðju, rneira dauðir en lifandi berjast þeir gegn ægivaldi dauðans. Þeir sjá, hvar koma einskonar láðs og lagarbátar, en komast lítið á- fram vegna straumhörku, stundum er eins og þeim ætli að hvolfa. Aðr- ir stærri og þyngri bátar reyna líka að komast að flakinu. Nú birtir óðum af degi. Kðalstigar eru látnir síga niður frá koptun- um. En enginn hefur þrótt til að feta sig upp eftir stigunum. Loks hefur vélbátur komizt alla leið að flakinu. Farþegarnir eru born- ir eða dregnir um borð. Viruly og Sypkens hjálpa til af veikum mætti. Maður í leðurjakka, með bláa derhúfu á höfði, gengur vel fram í björgunarstarfinu. Maðurinn er Desmond Eglinton. Hann veður að gúmmíbátnum til þess að ná fólkinu sem í honum er upp í vélbátinn. Björgun manna af flakinu tók um hálfa klukkustund og á meðan fóru aðrir bátar og björguðu þeim upp úr ánni, sem höfðu árætt að freista þess að vaða og synda til lands. Sypkens fer um borð í vélbátinn. Síðastur fer Viruly. Þegjandi réttir Nýtt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.