Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 13
Nokkrir farþeganna brutu glugga, en það hefði verið betur ógert, því nú rann vatnið líka inn um hann. „Gjörið svo vel að. vera róleg, og hlýta fyllsta aga!“ mælti Viruly flugstjóri. „Fyrir alla muni gerið ekkert uppþot. Það er engin hætta á ferðum. við höfum lent á sandgrynningum á Shannon-fljóti, um þrjá kílómetra frá flugvellinum! Gjörði svo vel að framfylgja skipunum okk- ar! Það er engin hætta á ferðum, ef allt fer fram með röð og reglu!“ Þá hrópar einhver; „Benzín! Benzínið rennur út!“ Viruly beinir vasaljósi sínu að benzíngeymunum. Það var ekki um að villast, þessi eldfimi vökvi rann inn í farþegarýmið og blandaðist vatn- inu. Þá mynduðust eitraðar gufur, sem þrengdu sér niður í lungu hinna örvæntingarfullu farþega. Allt í einu slær Sypkens loftskeytamaður vindla- kveikjara úr hendi ungs rnanns, sem ætlaði að fara að kveikja í vindl- ingi. „Öxina! komið hingað með öxina!“ kallaði Viruly til Braake, sem þegar í stað óð inn í stjórnklefann, til þess að komast að verkfærakass- anum. Deyfandi benzínstybban og vatnið, sem óx jafnt og þétt, olli því, að far- þegarnir gerðust ærið órólegir, þá bætti ekki úr skák, að hvorki var út- komu auðið um glugga eða dyr flugvélarinnar. Konur hrópa á börn sín, eiginmenn hrópa til kvenna sinna. Fólkið rekst á í myrkrinu, renn- ur eða fellur ofan í vatnið, leitar í myrkrinu að útgöngudyrunum, sem engar fyrirfinnast. Rödd Virulys heyrist tæpast lengur. Hann hrópar og hrópar — en það er ekki hlustað á hann lengur. Það er að verða alvarlegt uppþot — og í kjölfar þess fylgir dauðinn. — Flugstjórinn kallar til manna sinna. Loks kemur van Braake með öx- ina. Hinir eru líka komnir, Sypkens loftskeytamaður, Taack vélamaður og Hildgaard flugþerna, sem heldur á barni í fanginu, sem hún hafði bjargað frá drukknun. Viruly grípur í handlegg van Braake og bendir þegjandi upp í loftið. Braake skilur þegar í stað, hvað flugstjórinn á við. Mitt í allri ringul- reiðinni reynir hann að brjóta gat á loftið. Hann verður að gæta þess vel, að hann skaði engan, er hann beitir öxinni. Loks heppnast honum að koma gatinu á. Farþegarnir, sem óttinn nær meiri og meiri tökum á, ætla að ryðjast Nýtt S O S »3

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.