Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 28

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 28
væri saknað, og Triton hefur svarað: Loftskeytatæki okkar biluðu, en nú er allt í lagi um borð. Loftskeytamaðurinn tilkynnti flugstjóranum eftirfarandi: „Halló, þetta með Triton er sennilega upplýst!" Svo las hann fyrir honum þau brot, sem hann hafði náð í og sagði svo: „Þetta er að vísu ekki hundrað prósent öruggt!“ Forstjórinn á Ocean svaraði: „Nú, því þá það? Hér ætti ekki að vera nokkur efi á ferðinni. Látið þá í Shannon vita um þetta.“ „Því þá það? Eg held, að Triton muni sjálfur láta vita af sér, úr því að loftskeytatækin virðast aftur komin í lag. Auk þess hlýtur Atlan- tic að senda tilkynningu um þetta til Shannon.“ „En þér sögðuð áðan, að báðar flugvélarnar væru langt í burtu. Eg er hræddur um, að þær geti ekki komið boðum til Shannon." Princton féllst á þetta og sendi svolátandi loftskeyti: „HÖFUM HEYRT LOFTSKEYTASAMTAL MILLI TWA-AT- LANTIC OG KLM-TRITON - STOP - SAMKVÆMT ÞVÍ HAFA LOFTSKEYTATÆKIN í TRITON BILAÐ UM STUND - STOP - ÖLLUM UM BORÐ í TRITON LÍÐUR VEL - STOP - SENNI- LEGA OF MIKIL FJARLÆGÐ TIL ÞESS AÐ HAFA BEINT SAM- BAND VIÐ SHANNON - STOP - Princton - HF 2311 - OCEAN.“ Og það var einmitt þetta skeyti, sem Desmond Eglinton hélt á, þegar hann var í þann veginn að heimila fyrstu leitarflugvélinni flugtak. Þrisvar, fjórum sinnum las flugumferðarstjórinn þessi óskiljanlegu orðsendingu. Þá klappaði hann loftskeytamanninum á herðarnar og hló hátt og glaðlega: „Meiri gleðitíðindi hefðuð þér ekki getað flutt mér! Hérna, Birthley, lesið þetta sjálfur!" Þungum steini var létt af báðum og gleði þeirra brauzt enn út í hlátri. „Þá hefur Baker radarmaðurinn þrátt fyrir allt haft rétt fyrir sér með ljósendurskinið sitt!“ sagði Birthley, og Eglinton svaraði: „Og hin næma heyrn tollvarðarins hefur brugðizt að þessu sinni!“ Enn hlógu þeir allir þrír meðan leitarflugvélarnar biðu flugtaksheim- ildar úti á vellinum. í annað sinn þessa sömu nótt lét Desmond Eglinton hætta við björg- nnaraðgerðir. Og nú var hann harla glaður, og sannfærður um, að nú væru allar frekari ráðstafanir óþarfar. „Menn hljóta að halda, að við séum ekki með öllum mjalla,“ sagði 28 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.