Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 33
hæð. Farþegarýmið er upplýst og það má glöggt sjá farþegana út við gluggana. Viruly veifar næstum útbrunnu vasaljósinu, og aðrir veifa jökkum og klútum, sem þó er gjörsamlega út í hött, því það er myrkt af nóttu og tunglskinslaust að heita má. Farþegaflugvélin beygir inn á flugvöllinn, dregur úr hraðanum og lendir. Þetta er flugvélin Atlantic TWA, sem er að koma frá New York. KLUKKAN 5,05. Desmond Eglinton beið komu þessarar flugvélar með mikilli óþreyju. Hann gerði loftskeytamanninum þau boð, að hann væri beðinn að koma í flugturninn strax eftir lendingu og hafa loftferðabókina meðferðis. Atlantic — það var einmitt flugvélin, sem átti samtal við Triton fyrir um það bil klukkustundu, samkvæmt loftskeytinu frá Ocean. Eglinton vildi sjá það svart á hvítu, hvað hafði farið á milli Triton og Atlantic og taka afrit af orðaskiptum þeirra. Þá mundi hann ekki þurfa að hafa snefil af áhyggjum lengur, enda mál komið eftir erfiða nótt að fá örlitla hvíld. Nokkrum mínútum eftir lendingu kom loftskeytamaðurinn á Atlantic inn í flugturninn og var með loftferðabókina sína undir hendinni. „Sælir, Mr. Eglinton!" heilsaði loftskeytamaðurinn, ungur maður grann vaxinn, í hæsta lagi 25 ára, eða því sem næst. „Sælir, Mr. Millian!" svaraði Eglinton hjartanlega o gþeir tókust inni- lega í hendur. „Jæja, hvernig gekk ferðin yfir hafið? Gott veður? Líður öllum vel um borð?“ „Já, Sir! En þér hafið staðið í ströngu, skilst mér?“ „Jú, að vísu. Það er allt út af Triton. Það var sannarlega ægileg tauga- spenna.“ Loftskeytamaðurinn tók sér sæti. „Vindil?" „Já, þakka yður fyrir!“ Eglinton kveikti í vindlinum hjá gesti sínum, sem spurði svo blátt áfram: Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.