Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 33

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Side 33
hæð. Farþegarýmið er upplýst og það má glöggt sjá farþegana út við gluggana. Viruly veifar næstum útbrunnu vasaljósinu, og aðrir veifa jökkum og klútum, sem þó er gjörsamlega út í hött, því það er myrkt af nóttu og tunglskinslaust að heita má. Farþegaflugvélin beygir inn á flugvöllinn, dregur úr hraðanum og lendir. Þetta er flugvélin Atlantic TWA, sem er að koma frá New York. KLUKKAN 5,05. Desmond Eglinton beið komu þessarar flugvélar með mikilli óþreyju. Hann gerði loftskeytamanninum þau boð, að hann væri beðinn að koma í flugturninn strax eftir lendingu og hafa loftferðabókina meðferðis. Atlantic — það var einmitt flugvélin, sem átti samtal við Triton fyrir um það bil klukkustundu, samkvæmt loftskeytinu frá Ocean. Eglinton vildi sjá það svart á hvítu, hvað hafði farið á milli Triton og Atlantic og taka afrit af orðaskiptum þeirra. Þá mundi hann ekki þurfa að hafa snefil af áhyggjum lengur, enda mál komið eftir erfiða nótt að fá örlitla hvíld. Nokkrum mínútum eftir lendingu kom loftskeytamaðurinn á Atlantic inn í flugturninn og var með loftferðabókina sína undir hendinni. „Sælir, Mr. Eglinton!" heilsaði loftskeytamaðurinn, ungur maður grann vaxinn, í hæsta lagi 25 ára, eða því sem næst. „Sælir, Mr. Millian!" svaraði Eglinton hjartanlega o gþeir tókust inni- lega í hendur. „Jæja, hvernig gekk ferðin yfir hafið? Gott veður? Líður öllum vel um borð?“ „Já, Sir! En þér hafið staðið í ströngu, skilst mér?“ „Jú, að vísu. Það er allt út af Triton. Það var sannarlega ægileg tauga- spenna.“ Loftskeytamaðurinn tók sér sæti. „Vindil?" „Já, þakka yður fyrir!“ Eglinton kveikti í vindlinum hjá gesti sínum, sem spurði svo blátt áfram: Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.