Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.09.1960, Blaðsíða 17
hafa á hendi leitarstjórn. Leitarleiðangursmenn skyldu hafa meðferðis nægilegt af ljóskúlum og ljósfallhlífum. Birthley skundaði upp í flugturninn. John Ellis hamraði stöðugt á morslykilinn. Eglinton vék ekki frá símanum. Hann var í þann veginn að ná tal- sambandi við Webster skipstjóra um tilhögun leitarinnar, þegar allt í einu heyrðist suð í heyrnartækinu. Þriðja röddin kom inn í sambandið: „Halló, Eglinton, af hverju er allur þessi fyrirgangur? Er ekki allt í lagi?“ „Hvað eigið þér við? Hver er sá, sem talar?“ „Æ, fyrirgefið! Það er Baker, sem talar — radarstöðin. En sem sagt, það er engin ástæða til ótta, ég hef Triton hérna á radarskífunni!“ „Ef svo er, þá ættum við að geta náð sambandi við flugvélina!" svar- aði Eglinton argur. „Nú, haldið þér þá í alvöru, að Triton fljúgi vestur án þess að hafa loftskeytatækin í lagi?“ spurði Baker hinn rólegasti. „Nei! Og einmitt þessvegna treysti ég ekki tilkynningu yðar!“ Þeir þráttuðu enn um þetta góða stund. Þá hljóp Eglinton sjálfur til radarstöðvarinnar. Richard Baker tók á móti honum sigri hrósandi: „Komið þér nú og sjáið sjálfur! Hér er sá ágæti Triton!“ Jú, ekki bar á öðru. Eglinton og nokkrir aðrir starfsmenn flugvallar- ins, er höfðu komið á vettvang þegar þessi tíðindi spurðust, sáu hvar lítill, hvítur depill hreyfðist á skífunni í hérumbil áttatíu mílna fjarlægð og hélt beint i vestur. „Kannski einhver önnur flugvél?" sagði einhver í hópnum. „Algerlega útilokað. Engin önnur flugvél hefur tilkynnt för sína vest- ur. Auk þess myndi hún hafa lent hér og tekið eldsneyti. Og þar að auki hefði hver önnur flugvél sem væri haft loftskeytasamband við okk- ur þar sem allur ljósvakinn bókstaflega titrar af SOS-köllum vegna Tri- tons,“ svaraði Baker ákveðinn. Það var rætt um þetta fram og aftur og loks kömust menn að þeirri niðurstöðu, að loftskeytatæki Tritons mundu hafa bilað, flugstjórinn hefði ekki viljað seinka vesturförinni þess vegna, en loftskeytamaðurinn mundi ætla að reyna sjálfur að gera við tækin. „Eg þekki nú Viruly svo vel,“ sagði Baker, ,,að ég er viss um, að sá Nftt S O S >7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.