Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 7
Þ J Ó Ð I N 251 til starfa, og liafði lokið störfum og undirskrifað frumv. til sambands- laga 19. júlí s. á. Alþingi kom aftur saman 2. sepl. 1918. Samþykkti það sambandslaga- frumvarpfð 9. sept. Var það samþ. með öllum atkv. gegn einu i livorri deild. Þeir, sem greiddu atkv. gegn frv. voru: I nd. Benedikt Sveinsson, í e.d. Magnús Torfason. Var nú stofnað til þjóðaratkvæða- greiðslu um frumvarpið meðal ísl. alþingiskjósenda. Fór sú atkvæða- greiðsla fram 19. okt. 1918. Þátttak- an í atkvæðagreiðslunni var 43%. Sögðu 12411 já, en 999 nei. 22. nóv. s. á. samþ. Fólksþing Dana Sambandslagafrumvarpið. Og Landsþingið samþ. það 29. s. m. Ilægrimenn einir greiddu atkvæði gegn því. Daginn eftir, 30. nóv., voru lögin undirskrifuð af konungi, og' gengu i gildi 1. desember árið 1918. Helztu álwæði sambandslagcinna. Það leiðir af sjálfu sér, að þegar tveir aðilar deila um bagsmunamál og réttindi, muni að minnsta kosti ekki sá, sem er minni máttar, fá öllum sínum kröfum framgengt. Það fór og svo, að þótt sambands- lögin frá 1918 séu eflaust stærsta og merkasta sporið, sem stigið lief- ir verið i sjálfslæðisbaráttu íslend- inga, þá eru þar þó mörg atriði, sem íslendingar töldu ekki vel við unandi þá, og auðvitað bæfa enn ver vexti þjóðarinnar nú. Höfuðávinningur íslendinga með sambandslögunum felst i 1. gr. Hún er svo hljóðandi: „Danmörk og Island eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung, og um samning þann, er felst í þessum sambandslögum. Nafn beggja ríkja eru tekin i heiti konungs.“ Með þessari grein er fullnægt liöf- uðkröfunni, sem íslendingar böfðu allt af gert í sjálfstæðisbaráttunni. Annað liöfuðávinningur íslands við sambandslagasamninginn, felst i 18. gr. Skv. þeirri grein geta Is- lendingar, árið 1943, sagt upp sam- bandslagasamningnum og þar með orðið gjörsamlega óbáðir sam- bandsríkinu. — En beimild þessi er þó bundin mjög ströngum takmörk- unum, sem eg síðar skal rekja. 6. gr. sambandslaganna er svo- liljóðandi: „Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á Is- landi, sem íslenzkir ríkisborg- arar fæddir þar, og gagn- kvæmt. Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir berskýldu i liinu. Bæði danskir og íslenzkir rík- isborgarar bafa að jöfnu, bvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskveiða innan landbelgi bvors ríkis. Dönsk skijj njóta á Islandi sömu réttinda sem islenzk ski]) og gagnkvæmt. Danskar og islenzkar afurð- ir og afrek skulu gagnkvæmt eigi að neinu leyti sæta óbag- kvæmari kjörum en nokkurs annars lands.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.