Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Blaðsíða 29
Jóhann Hafstein :
Tvær stefnur.
Um reynslu Englendinga af
stefnu socialista og íhalds-
manna.
Það er óefað liægt að öðlast raun-
hæfari þekkingu á gildi hinna mis-
munandi þjóðfélagskenninga og
stjórnmálastefna, ef kostur er á að
bera saman árangur þeirra í niismun-
andi löndum. Ekki þó svo að skilja,
að ef ein stefna lánast vel á einum
stað, þá sé þar með gefið, að hún
blessist líka á öðrum. Því að sinn
jarðvegur kann að liæfa hverjum
gróðri. En eftir því sem aðstæður
eru líkari lundarfari þjóðanna og
skilyrði svipaðri, þeim mun líklegri
er samanhurðurinn til þess að geta
verið jákvæður og uþþlýsandi.
í eftirfarandi linum eru dregnar
fram nokkrar staðreyndir úr stjórn-
málarevnzlu Englendinga síðari ár-
in, síðan að „þjóðstjórnin“ tók við
völdum, og að nokkru frá tíma soci-
alista-stjórnarinnar, sem sat að völd-
um næst á undan. Auðvitað er ekki
um neina gagngerða rannsókn að
ræða. Aðeins er drepið á nokkur
dæmi, sem aðgengilegar upplýs-
ingar liggja fvrir um, en eru i sjálfu
sér svo veigamikil og grundvallandi
að af þeim má mikið ráða um liag
eða óhag rikisrekstrarins i lieild.
I maímánuði 1929 komust social-
istar til valda í Englandi.*) Ekkert
hafði frekar stutt að valdatöku
þeirra, en hin gullnú loforð um að
ráða algjörlega hug á hinu versla
þjóðfélagsmeini: atvinnuleysinu. Nú
er það afar táknandi í landi eins og
Englandi, liversu mikið eða lítið at-
vinnuleysið er, og afkoma þjóðarinn-
ar speglast mikið lil í tölu atvinnu-
leysingjanna.
Þegar socialista-stjórnin tók við,
var tala atvinnuleysingjanna 1,171,-
000. Eftir rúm 2 ár, þegar socialist-
ar voru aftur hraktir frá völdum af
vonsviknum kjósendum, var ástand-
ið þannig, að þeim hafði ekki lánast
að útrýma atvinnuleysinu, eins og
lofað var, ekki lánast að minnka
það, ekki lánast að sporna við að
það ykist, því að hinir atvinnulausu
voru nú orðnir samtals 2,807.000!
Tala þeirra hafði meira en tvö-
faldast á tveggja ára stjórnartíð
*) Socialistisk stjórn hafði aðeins
einu sinni áður setið að völdum í
Englandi, árið 1924, og þá aðeins
tæpt ár.