Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 18

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 18
I* J Ó 1) I N !2(>2 af sildinni, hún drepst í nótinni, oíí þá megnar enginn mannlegur mátt ur að ná henni upp. Er þá ekki um annað að ræða, en sleppa net- inu og blýteini'num niður, og láta hafið liirða það, sem í er. Fvrir getur komið, að síld leggist svo þungt í, að hún rífi nótina. Er það kallað að sprengja. Nótin getur líka rifnað, ])ó ekki sé um mjög stórt kast að ræða, ef öldugangur gerir átökin á henni mjög snögg og ójöfn. Þægilegust eru meðalköst, frá 200 —500 mál. Séu þau öllu stærri, fara þau að verða erfið, og með öllu óviðráðanleg, ef nokkuð er að veðri. Mikið er skeggrætt og liugsað um síldina og allar hennar nátlúrur og ónáttúrur. Oft herast fregnir um hana, og eru sumar varhugaverðar. Það kemur t. d. fvrir, að þeir sein flytja fregnir um sild, kunna ekki að gera greinarmun á síld og ufsa, en smáufsi veður ofansjávar í torfum, eins og sild. En það er afsakanlegt, þó að landkrahbar vilh ist á þessu, þegar þess er gætt, að vanir sildamenn og nótabassar eru stundum i vandræðum með að þekkja síld og ufsa í sundur. En það er óneitanlega ábyrgðarhluti að segja til síldar, nema öruggt sé, að rétt sé frá skýrt. I síldarlcysinu l'raman af í sumar, bárust t. d. loft- leiðis fegnir frá fiskiskipum, sem ollu því, að nokkrir togarar fóru flanferð, sem tók 20—30 stundir, en það er dýrt, að evða 6—10 tonn- um af kolum í ekki neitt, og verra en það, ef skipið skvldi, þess vegna, missa af síld, sem keinur upp ann- arstaðar. Eitt sinn sáust á Skjálf- anda 60—80 torfur af síld, að sagt var. Megnið af því reyndist ufsi. Oft eru farnar langar vegalengd- ir í síldarleit, og þegar svo síldin finnst, er ekkert til sparað að ná henni, hvorki menn eða veiðarfæri. Meðan björt nótt er, getur sildin vaðið allan sólarhringinn. Skips'tjór- inn, sem oft er jafnframt nótabassi, stendur nær alltaf og liyggur að síldinni, velur úr torfunum, athug- ar og afræður. Likamlega hefur hann það ef til vill belra en báset- arnir, en Iians er áhættan og ábyrgð in, og augnaraun mikil mun þelta starf vera. Hásetarnir mega e. I. v.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.