Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 40

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1938, Page 40
Þ J Ó Ð I N 284 Hann liefir varatennnr, 5 eða 7 rað- ir, sem laka við, hver röðin aí' ann- ari, er einhver þeirra gengur úr sér. Tennurnar eru hin ægilegustu vo])u. Þær læsa sig eins og sveðja í gegnuin skrápinn, þegar hákarl hítur annan hákarl. Lyktnæmi hákarlsins er honum þó jafnvel meira virði en tennurn- ar. Tvær stórar nasir eru á höfði hákarlins. Þær eru þaktar með hreyfanlegum skinnblöðkum. Þær gera hann færan um að þefa upp æli í ótrúlegri fjarlægð. Eskimóum er kunnugt um, að ef selsblóð renn- ur í hafið, gela hákarlar fundið lyktina af því, þó að þeir séu i mjög mikilli fjarlægð. Hafstraum- arnir flytja þefinn til þeirra. — Og þá koma þeir með ægilegum liraða. Vei þeim fiskum, er eigi geta falið sig fyrir hákarlinum, þegar liann hefir fundið lyktina af þeim, þvi að hákarlinn ellir liann, eins og fálkinn rjúpuna. Og eltingarleikn- um lýkur tíðast á sama veg. Allir stærri fiskar af hákarlaætt- inni eru með beinplötur utan á skrápnum. Þær eru sá skjöldur, sem verja hann árásum. Þetta efni er ákaflega hart. Nú á timum eru ])löt- urnar oftast losaðar frá skinninu með efnablöndu, þegar skinnið er notað til iðnaðar. Skinnið er mjög seigt og fallegt, miklu sterkara en nautshúðir. Þegar við ])elta l)æt- ist, að hákarlar eru ákaflega fljót- ir i förum, — margir telja, að liann geti synt vfir 7(1 km. á klukkustund — þá má öllum vera ljóst, að hann er ægilegur andstæðingur. Það er ef til vill heppilegt, að hákarlinn er tilfinningasljór, því að sjómenn allra landa beita hann bin- um mesta fantaskap. Hatrið, sem sjómenn bera til bans, svo og þeir. er búa nálægt sjó þar sem mikið er um hákarl, birtist í því miskunn- arleysi, sem þeir sýna honum. Hákarl, sem eigi er hættulega særður, berst gegn því að verða handlekinn, þar til liann deyr af blóðmissi eða af því, að maki hans ræðst á harin og rífur liann i sund- ur. Það hefir komið fyrir, að liá- karl, sem hefir verið „húkkaður“,. síðan skotinn með mörgum blýkúl- um og þar á eftir skutlaður, drep- inn upp á þilfar og skorinn upp, hafi lifað lengi eftir alll þetta, bar- izt um á hæl og lmakka, og glefs- að eftir öllu, sem var i námunda við liann. Menn hafa séð hákarl, sem búið var að særa liroðalega með hvala spjóti, snúa aftur að æti sínu með hinum mesta ákafa. Hann liélt áfram að verjast, þar lil bann var dauður. Grænlendingar veiða liákarla. Þeir draga þá upp á kajaka sína og taka úr þeim lifrina. Ef Eski- móarnir eru ekki nægilega aðgætn- ir, eta hákarlarnir lifrina úr sjálf- um sér. Margar tegundir af skinni eru unnar úr skráp liákarlsins, olía er unnin úr lifrinni, lím úr höfðinu og úr litlu uggunum. Stóru uggarn- ir eru þurkaðir í sólinni og seldir til Kina, þar sem þeir eru etnir. í lö feta löngum hákarl eru 200 ensk pund af lifur. (Lauslega þýtt úr amerisku sjómanna-tima-riti).

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.