Innsýn - 01.09.1977, Page 42

Innsýn - 01.09.1977, Page 42
HÁTÍÐASTEIK 34 úr eldhúsrinu Frá Lilju Guðsteinsdóttur Bókaforlagið okkar er ný- búið að fá jurtakjötgerðar- mjöl og jurtakjöt í þurrk- uðum kögglum. Mér fannst því vel við eiga að koma með eina uppskrift þar sem jurtakjöt er notað. Þessi Hátíðasteik er alltaf á borðum hjá okkur á jóladag, og við önnur hátíðleg tækifæri. Hún er ekki höfð mikið krydduð. Bökuð í fati sem hægt er að bera beint á borðið. Má gjarnan skreyta hana í fat- inu, t.d. með ananas sneið- um eða eftir geðþótta. Með henni er gott að hafa rauðkál og margs konar grænmeti eða salöt. 4 bollar af hökkuðu jurta- kjöti 1 bolli malaðar hnetur 1 meðalstór laukur, saxað- ur. 1 bolli brauðmylsna 3 matsk.matarolía eða feiti salt, sage og annað krydd eftir smekk 3 egg 1 bolli af frugola soði. Blandið öllu saman, eggin sett síðust, dálítið af soðinu geymt til að smyrja yfir steikina meðan hún bakast. (Soðið er gert þannið að 1 tsk.Frugola er leyst upp í 1 bolla af volgu vatni.) Bakað 1 klst. í meðalheitum ofni, lok yfir forminu fyrri hálftím- ann, en lokið síðan tekið af. Soðinu smurt yfir eftir þörftim. Brún sósa er notuð með. Uppskriftin ætti að duga fyrir 6 manns. Hér er tillaga imi hvíldar- dagsmáltíð sem er ágæt og hægt er að undirbúa að mestu leyti á föstudeginum. "Laxa" búðingur m/grænum

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.