Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 12

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 12
f Prófessor Guðjón Samúelsson húsameislari ríkisins Fœddur 16. apríl 1887 . Dáinn 25. apríl 1950 Stórt skarð var höggvið í hina fámennu stétt íslenzkra húsameistara 25. apríl sl. ár er prófessor Guðjón Samú- elsson andaðist eftir langt og merkilegt æfistarf. Guðjón Samúelsson var fæddur að Hunkurbökkum í Vestur-Skaptafellssýslu. Foreldrar hans voru Samúel Jónsson, trésmíðameistari, og kona hans Margrét Jóns- dóttir. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hóf þar gagnfræða- og trésmíðanám. Að því loknu fór hann utan til náms í byggingarlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar námi í þeirri grein fyrstur íslendinga árið 1919. Guðjón Samú- elsson hvarf heirn til íslands að námi loknu og var þá stofnað embætti húsameistara ríkisins og honum veitt það, og gegndi hann því til æviloka. Er Guðjón Samúelsson hefur starf sitt, sem húsameist- ar ríkisins, voru mörg og erfið verkefni framundan. Arf- leifð íslenzkrar byggingarlistar var mjög fátækleg. Bygg- ingar úr varanlegu efni fáar og smáar og flestar stærri byggingar eftir erlenda húsameistara. Fyrstu byggingar Guðjóns Samúelssonar voru því eðlilega í anda þeirra stíltegunda, er rikjandi voru meðal grannþjóðanna, t. d. Landsbankinn, hús Eimskipafélags Islands, Reykjavík- urapótek o. fl. En brátt fór Guðjón Samúelsson að fara sínar eigin götur og móta byggingar sínar þjóðlegum stíleinkenn- um, og leitaði þá stundum fyrirmynda í íslenzku sveita- bæjunum með þilin og burstirnar. Hin reisulega skóla- bygging að Laugarvatni og nokkur prestseturshús voru byggð í bæjarstíl. Fljótlega var honum þó ljóst, að þessi stíll var hvorki heppilegur hinu nýja byggingarefni, steinsteypunni, né kröfum tímans og leita varð annarra fyrirmynda, ef skapa skyldi byggingar með þjóðlegum stíleinkennum. í íslenzkri náttúru, stuðlabergshömrun- um, sá hann fyrirmyndina, og í þeirra anda og stílanda „gotikinnar“ rnótaði hann sumar sinna sérkennilegustu bygginga, t. d. Landakotskirkju, Akureyrarkirkju, vænt- anlega Hallgrímskirkju í Reykjavík og að nokkru Þjóð- leikhúsið. Allar þessar byggingar eru óbrotgjarn minnis- varði yfir hugmyndaauðgi Guðjóns Samúelssonar í byggingarlistinni. Guðjón Samúelsson var mikill starfsmaður, þrátt fyr- ir margra ára vanheilsu. Hann unni starfi húsameistar- ans, naut þess að móta og forma byggingar, enda ligg- ur mikið starf eftir hann. Á teiknistofu hans voru gerðir uppdrættir að flestum skólum, sjúkrahúsum, kirkjum, simahúsum, sundlaugum og prestssetrum landsins, auk ýmissa anarra bygginga. Byggingar þær er honum voru hugþekkastar voru: Háskólinn, Þjóðleikhúsið og vænt- anleg Hallgrímskirkja í Reykjavík, en hann hafði lokið við frumuppdrætti að henni. Við vígslu Háskólans var hann gerður að heiðursdoktor, fyrir vel unnið starf í þágu byggingarinnar. Þjóðleikhúsið átti hug hans allan, og þeirri byggingu helgaði hann síðustu krafta sína, og það þó þrotnir væru. En örlögin unnu honum ekki þess að sjá þá byggingu fullgerða, og er vígslan fór fram lá hann á banabeði, en byggingin mun bera vitni listfengi Guðjóns Samúelssonar um ókomna tíma. Samstarf Guðjóns Samúelssonar og undirmanna hans var yfirleitt gott. Hann var þægilegur í umgengni og skipti sjaldan skapi að óþörfu. Hann hélt fast á málum sínum og lét hlut sinn hvergi að óreyndu. Ég hygg þó, að flestir þeir, sem átt hafa að sækja til hans einhverja fyrirgreiðslu muni minnast hans sem hins ágæta embætt- ismanns, er hvers manns vandræði vildi leysa. íslenzkir húsameistarar mun ávallt minnast hans sem brautryðjandans í byggingarlistinni hér á landi, og verk hans munu halda nafni hans á lofti á komandi tímum. Bárður ísleifsson. 10 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.