Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 30

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 30
fær við það steypu, sem að styrkleika er ekki nema brot af því, sem hún á að vera. Hin nýja steinsteypustöð í Reykjavík get- ur haft geysimikla þýðingu fyrir Reykja- víkurbæ, þar sem mest er byggt úr stein- steypu, vegna þess að þar á að vera auðvelt að „standardiséra" steinsteypuna og fá hana bæði ódýrari og sterkari en nú er völ á. Steypustöðin ætti að framleiða ýmsar stein steyputegundir af mismunandi gæðum og ábyrgjast minnsta þrýstiþol hverrar tegund- ar. Rannsóknir á steypu frá steypustöðinni færu fram í samráði við Atvinnudeild Há- skólans. Innréttingar Standardiséring og fjöldaframleiðsla á ekki hvað sízt við um trésmíði, enda hafa trésmiðjur ekki að öllu komist hjá því í rekstri sínum, en það sem einkum vantar er skipulagning á grundvelli standardisér- ingar. HurSir: Hurðir er sjálfsagt að framleiða í standardmálunum, þrjár mismunandi hreiddir nægja allri venjulegri húsagerð. Járning hurða (lamir og skrár) ætti að fara fram á verkstæðinu og val járna og stað- setning skráar á miðri hæð lnirðar, fækkar gerðum um helming. Þegar hús verða al- mennt steypt í standardmótum, geta verk- stæðin haft hurðir járnaðar á körmum til ísetningar í heilu lagi. Gluggar. Sérstakar gerðir glugga má auð- veldlega standardiséra og framleiða í nokkr- um aðalstærðum. Hæðir venjulegra glugga og gluggagrindur er auðvelt að búa undir fjöldaframleiðslu á standard grundvelli. Skápar og eldhúsinnréttingar. Ein tré- smiðja hér í bæ hefur hafið framleiðslu eld- húsinnréttinga á einingar grundvelli (sam- ansetjanlegar smástærðir). Ef þetta á að koma að fullu gagni, verður slík framleiðsla að byggjast á opinberum standardstærðum og ákvæðum, svo önnur framleiðsla, svo sem vaskar, stálplötur o. m. fl. frá öðrum verk- smiðjum falli þar inn í á öruggan hátt, og eins og áður getur — að arkitektarnir geti hagað sínum stærðum svo að allt falli sam- an á réttan hátt að Jokum. Málun og veggfóSrun. Innanhúsmálun er hér meira notuð að tiltölu en víðast hvar annarsstaðar, og alltaf miklar kröfur gerðar til áferðar, svo að algengt er að eldhús og baðherbergi séu fjór spörtluð þótt veggir séu fínhúðaðir fyrir. Verulegum sparnaði mætti ná með notkun góðs veggfóðurs. Islenzkar málningavörur virðast ekki samkeppnisfærar við samskonar erlenda vöru. Þá þykir oss rétt að benda á sprautumál- un, sem notuð er víða erlendis með góðum árangri og gæti orðið til sparnaðar, sér í lagi í stærri byggingum. Raflagning. Full ástæða væri til að tak- marka ljósastæðafjölda í íbúðum, eftir stærð þeirra, því óhóf á þessu sviði er al- gengt. * Af ofanskráðu má sjá að tillögur vorar eru ekki síður um vinnuaðferðir, enda skilj- anlegt þar sem vinnan mun nú vera nálægt 60% af húsverðinu, en þessar breyttu vinnu- aðferðir ættu þá einnig að verða drýgstar á efnissparnaði. Tillögur 1. Fjárhagsráð beiti sér fyrir samvinnu verkfræðinga, húsameistara og iðnaðar- manna í því skyni að standardiséringsmál- in verði tekin föstum tökum og leyst hið bráðasta. 2. Stuðlað verði að útvegun og notkun standard-móta við húsagerð, en vali móta hagað svo að losna megi sem mest við stein- húðun. 3. Atvinnudeild Iláskólans (rannsóknar- deild byggingarefna) verði falin víðtæk rannsókn á steinsteypu og á niðurstöðum þessara rannsókna verði í samráði við Verk- fræðingafélag Islands gerð styrkleikaákvæði (normur) um notkun steinsteypu. Iðnskólar taki upp fyllri fræðslu um steinsteypugerð og eiginleika liennar. Strangar kröfur verði gerðar til þeirra, er bera ábyrgð á gæðum steypunnar. 4. Víðtækri standardiséringu verði komið á verkstæðisframleiðslu í þágu húsbygginga (samanber atriði 1) í samráði við stand- ardiséringsnefnd Húsameistarafélags Is- lands og þá aðra er sinnt hafa þessum efnum. 5. Spornað verði gegn óhófseyðslu með takmörkun á efnisúthlutun til húsa eftir stærð þeirra og gerð, svo að séð verði við því að byggð verði lítt hugsuð og efnisfrek hús. 6. Leitast verði við að fá meistaralaunum breytt þannig að þeir hljóti laun eftir stærð verkefnisins t. d. ákveðið gjald á rúmmetra; rafvirkjameistarar fái ákveðið gjald af hverju ljósastæði og pípulagningameistarar af hverju tæki, svo þessir aðilar sjái sér hag í að flýta verkum sínum. 7. Innflutningur byggingarefnis verði skipulagður og lögð áherzla á að honum sé svo hagað að á hverjum tíma sé til í landinu það nauðsynlegasta í öllum greinum, sem þarf til venjulegra bygginga. Nauðsyn þessa viljum vér undirstrika, því mjög liefur borið á því að skortur á hinum ýmsu byggingar- efnum, sem þarf til húsbygginga hefur or- sakað vinnutafir, og jafnvel valdið stöðvun á byggingu íbúðarhúsa um lengri tíma. Ilér er einkum átt við að réttu hlutfalli sé haldið milli einstakra tegunda innflutningsins. Hinn óbeini sparnaður og byggingahættir síðustu ára íbúðarhúsabyggingum okkar má í stór- um dráttum skipta í þrennt: I. fjölbýlishús, II. tví- ifg fjórbýlishús og III. einbýlishús. I. Fjölbýlishús eru einungis í kaupstöðum. I þessum flokki eru flestjr verkamannabú- staðir, sem byggðir hafa verið, þá bygging- ar á vegum bæjanna, einkum Reykjavíkur- bæjar, og loks byggingar. byggðar í gróða- skyni af einstaklingum. II. I þessum flokki er allmikið af bygg- ingum byggingasamvinnufélaga og nokkuð af verkamannabústöðum, en langmest af byggingum einstaklinga. IIL í þessum flokki er nokkuð af tvílyft- um „villum", en „einnarhæðar" byggð lang mest. I. fl. Ibúar þessa byggingaflokks hafa sáralítil eða engin áhrif á gerð né stærð þessara íbúða. Lög um verkamannabústaði nr. 3 frá 9. jan. 1935, mæla svo fyrir að íbúð- inar séu 2 eða 3 herbergi. Um byggingar bæjarstjórna gildir einu og þeirra er byggja í hagnaðarskyni, íbúðirnar er tvö til þrjú herbergi og nokkuð af einsherbergjaíbúð- um. Hýbýli verkamanna, þeirra er njóta hlunn- inda laga nr. 3 frá 9. jan. 1935, á ekki að takmarka við tvö eða þrjú herbergi. Ef marka á þeim bás, ætti að miða þau tak- mörk við stærð þ. e. flatarmál eða rúmmál. Lítum nú á íbúðir þessar og notagildi þeirra fyrir 5 manna fjölskyldu, sem er meðalfjölskylda í landinu. Vegna úreltra venja er íbúðin gerð lakari en þyrfti að vera. Þó aðeins sé um 3 her- bergi að ræða, er mjög algengt að láta mis- skilda gestrisni ráða íbúðarnotum, þannig að auk dagstofu er reynt að hafa uppbúna borðstofu, þó enginn komi þar í þeim erind- um utan stórhátíða, því aðra daga ársins matast menn í eldhúsunum. Lítum nú á hagi barnanna í þessum al- gengustu íbúðum Islendinga því mjög ríð- ur á að vel sé að þeim búið, því þau eiga að erfa landið. Athafnasvæði eru þeim jafn nauðsynleg og atvinnan er okkur eldra fólk- inu, svo vér getuni aflað lífsviðurværis. Eng- um dylst hugur um að þessu er mjög ábóta- vant utan íbúðarinnar, en hvernig gegnir íbúðin þá þessu hlutverki sínu. Alkunna er, eins og áður getur, að um of er gætt ytra hyrðis, en því lítt gaumur gefinn, sem hent- ar börnunum. Næði til heimilisstarfa vegna skólanáms getur vart verið sem skyldi. Næði til svefns fyrir börn, sem eiga að sofa í stofunum, er ekki til að dreifa, fyrr en gestir, foreldrar og útvarp er þagnað. Oft- ast situr þá eftir í stofunum illt loft og tóbaksreykur. Eins og áður segir stafar þetta að nokkru í þriggja hebergja íbúðun- um af úreltum venjum, en í minni íbúðun- um verður því ekki viðbjargað á sómasam- legan hátt fyrir barnafjölskyldu, og þá ber að hafa það í huga að með auknum barna- fjölda rýrist tekjuafgangurinn til húsaleig- unnar. 28 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.