Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 38
í tryggingarstiganum, ef ekki tekst með við-
ræðum við aðra lánveitendur að fá þá til að
breyta mati sínu.
Eftirfarandi tafla gefur yfirlit um heildar-
lánveitingar til íbúðarhúsa, upphæð úti-
standandi lána, á árunum 1930 og 1946 og
hvernig þær skiptust á þá aðila, sem slík
lán veita.
1930 1946
Lán til íbúðarh. Lánveitandi milj. kr. % milj. kr. %
Bankar 750 20.2 2.622 24.5
Sparisjóðir 1.360 36.5 3.100 29.0
Póstbankinn .... 110 3.0 125 1.2
Tryggingarfélög . 582 15.7 1.440 13.5
Veðb. ríkisins .. 635 17.1 1.472 13.6
Bostadskreditk. . 13 0.3 213 2.0
Einkaveðbankar 210 5.6 619 5.7
Ríkið 59 1.6 1.104 10.5
Alls 3.719 100.0 10.695 100.0
Fyrir utan þessar lánveitingar kveður að
sjálfsögðu nokkuð að lánveitingum einka-
aðila, er ekki fara í gegnum þessar né aðrar
stofnanir, en ekki er hægt að segja neitt um
hversu mikið kveður að slíku. Það er at-
hyglisvert um hversu gífurlega aukningu
lánveitinga til byggingar íbúðarhúsa hefur
verið að ræða á þessu tímabili. Aukning rík-
islánanna er hlutfallslega mest, sem eðlilegt
er, þar sem þau voru nálega óþekkt í byrjun
tímabilsins, en þessi lán nema þó ekki meir
en um 10% allra lána í lok tímabilsins. Lán
hinna tveggja ríkisveðbanka eru þá ekki tal-
in með lánum ríkisins, þar sem þar er um
sjálfstæðar stofnanir að ræða. Af öðrum
lánveitingum hafa bankarnir aukið lán sín
til íbúðarhúsa hlutfallslega lang mest.
Það er ekki vitað með vissu, hve mikill
hluti þeirra íbúða, sem nú eru byggðar ár-
lega, fá hin opinberu lán, „tertiarlán", eða
„egnahemslán“, en talið er, að það sé 85 til
90% íbúðanna.
Hið ríkjandi fyrirkomulag á lánveiting-
um til byggingar íbúðarhúsa að veitt séu tvö,
eða oftast nær þrjú, mismunandi lán, tekin
sitt hjá hvorri stofnuninni með mismunandi
kjörum, er að mörgu leyti óhentugt. Þetta
fyrirkomulag er ávöxtur langrar þróunar.
Þegar lánsstofnanirnar smám saman hafa
hætt sér lengra í lánveitingum til húsbygg-
inga og hið opinbera hefur skorizt í leikinn
á þessu sviði, hafa myndazt nýjar tegundir
lána og nýjar lánsstofnanir til viðbótar þeim,
sem fyrir voru. Um samræmingu við eldri
lánategundir og lánsstofnanir hefur hins
vegar síður verið að ræða. Afleiðingin er sú,
að kerfið hefur í för með sér mikinn óþarf-
an tví- eða þríverknað. Umsóknir verða að
sendast til tveggja eða þriggja aðila.'athug-
un umsóknar, athugun byggingar, ákvörðun
um lánveitingu og eftirlit með byggingunni
meðan lánið sfendur fer fram á tveimur eða
þremur stöðum. Til þess að bæta úr þess-
um göllum kerfisins stakk nefnd, er hafði
bankamál til athugunar (1945 Srs bank-
kommité), upp á því, að öllu fyrirkomulag-
inu yrði breytt á þá lund, að í stað ríkislána
kæmi ríkisábyrgð á lánum, sem tekin væru
í þeim stofnunum, er við lánveitingar til
fasteigna fást. Með þessu móti mundi það
vinnast, að aðeins þyrfti að taka eitt lán til
byggingarinnar, og þetta lán væri hægt að
taka hjá hvaða stofnun sem væri, sem við
slíkar lánveitingar fengist, bönkum, spari-
sjóðum, veðbönkum og tryggingarfélögum.
Fé til þessara útlána kæmi eingöngu frá
þessum stofnunum sjálfum, hverri um sig,
en með núverandi fyrirkomulagi lánar ríkið
og veðbankarnir iðulega fé hjá öðrum stofn-
unum, sem svo er lánað út aftur. Einnig í
þessu felst talsverður sparnaður. Ríkis-
ábyrgðin á að ná til % hluta lánsins fyrir
fjölbýlishús og % lánsins fyrir einbýlishús
og tvíbýlishús. Þegar þessi hluti lánsins hef-
ur verið greiddur, fellur ábyrgðin niður.
Ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum
á lánskjörunum í heild frá því, sem nú er.
Þessi breyting á fyrirkomulagi lánveiting-
anna mundi ekki hafa í för með sér veru-
lega breytingu á starfsemi Bostadsstyrelsen.
Umsóknir um lán myndu fyrst ganga þang-
að, og eftir sams konar athugun og nú fer
fram myndi verða ákveðið, hvort hægt væri
að veita ríkisábyrgðina eða ekki. Að því
loknu færi umsóknin til hlutaðeigandi láns-
stofnunar og væri afgreidd þar.
Þessar tillögur bankanefndarinnar hafa
ekki leitt til neinna aðgerða á þessu sviði.
Ilins vegar hefur sams konar fyrirkomulagi
nú verið komið á lánveitingar til landbúnað-
arframkvæmda, annarra en byggingar íbúð-
arhúsa, og veitingu rekstrarlána til land-
búnaðarins. Ríkisstjómin vildi fresta nánari
athugun þessa máls, þangað til bankanefnd-
in befði skilað áliti varðandi stofnun ríkis-
banka, er fengist við venjulega bankastarf-
semi (statlig affarsbank). Þessu áliti hefur
nú nýlega verið skilað, en frekari aðgerða á
þessu sviði mun samt sem áður ekki vera
að vænta á næstunni. Tillögur bankanefnd-
arinnar munu hafa sætt nokkurri gagnrýni
innan þeirra ríkisstofnana og ráðuneyta,
sem við byggingarmál fást, enda þótt sú
gagnrýni hafi enn ekki komið fram opinber-
lega. Einkum mun hafa verið lögð áherzla
á það, að þær stofnanir, sem samkvæmt
hinni nýju tilhögun ættu að sjá um lánveit-
ingarnar, mundu ekki á sama hátt og ríkis-
stofnanirnar geta fylgt fram þeim félags-
legu sjónarmiðum, sem eru svo mikilvæg
í núverandi stefnu í byggingarmálum, að
mikilla erfiðleika væri að vænta með hinu
nýja fyrirkomulagi, þegar bankarnir lentu
í greiðsluerfiðleikum, og að eftirlit með lán-
veitingunum, af hálfu þess opinbera myndi
verða svo mikið, að það að miklu leyti
myndi vega á móti þeim spamaði, sem
myndaðist að öðru leyti. Þýðingarmesta
sjónarmiðið mun þó vera, að kerfið nú er
byggt að miklu leyti á starfi sveitarfélag-
anna, og ætlunin er, að þróunin gangi æ
HÚSAMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS
F élagatal:
Aðalsteinn Richter, Ægissíðu 105, Rv.
Ágúst Pálsson, Bergstaðastræti 28A, Rv.
Bárður Isleifsson, Reynimel 25, Rv.
Einar Erlendsson, Skólastræti 5B, Rv.
Einar Sveinsson, Bergþórugötu 55, Rv.
Eiríkur Einarsson, Laufásvegi 72, Rv.
Gísli Halldórsson, Barmahlíð 14, Rv.
Guðmundur Guðjónsson, Djúpuv., Strandas.
Gunnar Olafsson, Skúlagötu 64, Rv.
Gunnlaugur Halldórsson, Laufásvegi 24, Rv.
Gunnlaugur Pálsson, Njálsgötu 6, Rv.
Guttormur Andrésson, Stýrimannastíg 3, Rv.
Halldór H. Jónsson, Ægissíðu 88, Rv.
Hannes Davíðsson, Þórukoti, Álftanesi.
Hörður Bjarnason, Laufásvegi 68, Rv.
Jóhann Fr. Kristjánsson, Fjólugötu 25, Rv.
Kjartan Sigurðsson, Kaupmannahöfn.
Sigmundur Halldórsson, Víðimel 41, Rv.
Sigurður Guðmundsson, Lækjartorgi 1, Rv.
Sigurður Pétursson, Fjölnisvegi 18, Rv.
Sigvaldi Thordarson, Barmahlíð 14, Rv.
Þór Sandholt, Reynimel 31, Rv.
Þórir Baldvinsson, Grenimel 7, Rv.
Þorleifur Eyjólfsson, Hjallalandi, Rv.
*
HÚSLESTUR
Hvar er í heimi hæli tryggt? Stormar
geysa, eldar geysa, skriður falla og jörðin
gengur í skykkjum.
Hvernig skal gera hús, að það fái staðizt
slíkar þolraunir?
Forsjálir menn munu spyrja um þessa
hluti. Öðrum gleymist að spyrja — eða þyk-
ir lítil von um svör sem duga, því að hér
verður ógreitt um svör, jafnvel þeim, er bezt
vita. Til eru þó svör við þessu, sem eru betri
en engin.
Enn mætti spyrja: Hvernig skal verjast
fúa og ryði, raka og kulda? Hvernig skal
verjast óhljóðum og illum skarkala verald-
arinnar, svo að friður haldist og rósemi
hugans verði ekki fyrir áföllum?
Leitið og þér munuð finna!
*
Fátæki maður! Hvenær auðnast þér að
eignast hús og heimili? Hér er nóg af grjóti.
En enginn gerir hús af einu saman grjóti.
Og jafnvel grjótið verður þér of dýrt.
*
Vitrir menn hugsa, áður en þeir tala. —
Heimskir menn reisa hús, áður en uppdrætt-
irnir eru gerðir.
meira í þá átt. Með því að fela bönkunum
Jánveitingarnar væri nýr og óþarfur þriðji
•aðili dreginn inn í málið, segja gagnrýnend-
urnir.
Þessi gagnrýni er það veigamikil, að bú-
ast má við, að tillögur bankanefndarinnar í
iþessu efni nái ekki fram að ganga.
Framh. í nœsta hefti.
36
1951,1 B YG GI’NG ARLISTIN