Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 24

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 24
B-ílokkur. 40—45 m~. 3. verSlaun kr. 350.00: Skúli Norðdahl stud. arch. Góður lítill sumarbústaður. Kostur er hvað gólffleti er lítið skipt. Gluggar á stofu mættu vera færri, en stærri. 11 Ed 1? II ö 1 B rrrrrr iS i u. C-flokkur. 25—30 m2. 1. verSlaun kr. 700.00: Gunnlaugur Halldórsson, Skaphéðinn Jóhannsson arkitektar. Tillagan sýnir að það er hægt að fá mikið út úr litlu. 65 ÁRA: SIGURÐUR GUÐMUNDSSON arkitekt Framh. af 18. bls. . Meðfædd listhneigð Sigurðar, dómgreind og gáfur, hafa mótað starf hans, og eiga enn eftir að færa honum heim marga unna sigra. * Frá því 1935 hefir Sigurður Guðmundsson rekið teiknistofu í félagi við Eirík Einarsson arkitekt. Hafa þeir félagar notið mikils trausts í starfi og fengið til úrlausnar mörg og vandamikil verkefni. Helztu byggingar Sigurðar, sem hann ýmist hefur unnið einn sem húsameistari, eða í félagi við Eirík Einarsson síðar, eru þessar: Barnaskóli Austurbæjar (fyrsta byggingin eftir heimkomu frá námi), Landakotsspítalinn nýi, Elliheimilið, Stúdentagarðarnir, Sjómannaskól- inn, I'jóðminjasafnið, Bálstofan, Rafstöðin við Sog, Stykkishólmssjúkra- hús, turnbygging Hólakirkju, fjöldi íbúðarhúsa svo og verzlunarhús. Sigurður hefir mjög látið sig skipta skipulagsmálin. Ritað um þau fjölda greina og haldið erindi. Enn í dag eru þessi mál honum stöðugt viðfangsefni, og hefir jafnan lagt þeim gott til af víðsýni og smekkvísi, enda fjölmenntaður í flestum greinum er snerta byggingarlistina. Hann hefir einnig látið sig skipta samtök listamanna ahnennt. For- maður Bandalags ísl. listamanna var hann um skeið, og hefur átt sæti í dómnefndum um val listaverka á erlendar og innlendar listsýningar. * Vonandi er þess langt að bíða að niðurlagsorð verði skráð um störf Sigurðar Guðmundssonar. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru á merkum tímamótum, því Sigurður er enn jafn ötull í starfi og hann er frár á fæti. Hvítu hárin villa þar heimildir, og eiga ekkert skylt við kerlingu Elli annað en litinn. Við starfsbræður hans og félagar árnum honum allra heilla á þessum tímamótum, og þökkum það sem af er. Hörður Bjarnason. C-flokkur. 25—30 m2. 2. verSlaun kr. 350.00: Gunnlaugur Halldórsson, Skarpliéðinn Jóhannsson arkitektar. Verðlaunin eru veitt tillögu B, er sýnir mjög skemmtilega innréttingu á litlum sumarbú- stað. C-flokkur. 25—30 m2. 3. verSlaun kr. 200.00: Skúli Norðdahl stud. arch. Tillagan er mjög einföld og ódýr í byggingu, en hreinleg og lát- laus. 22 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.