Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 28
skyldi gera grein fyrir stærð hússins og útliti í höfuð-
atriðum og umhverfi þess.
Þetta var spor í þá átt, að glöggva sig á verkefninu.
Þó er allt enn á hverfanda hveli um þetta hús. Það hef-
ur til þessa verið bundið við miðbæinn gamla, þótt
hann sé í rauninni ekki miðbær lengur, ef miðað er við
núverandi flatarmál bæjarins og íbúatölu. -— Miðbær-
inn á sína sögu og sínar minjar, svo að þetta er skiljan-
leg fastheldni og ræktarsemi við fornar slóðir.
Það kann að eiga langt í land, að bærinn byggi ráð-
hús. Kreppan svokallaða verður þó líklega ekki eilíf,
heldur en önnur mannanna verk. Kreppan líður hjá. Og
þá koma dagar og þá koma ráð og þá kemur ráðhús.
Því vil ég biðja ráðamenn bæjarins, að hrapa ekki
að slíkum framkvæmdum -—- þær þurfa mikinn og góð-
an undirbúning og ráðlegast er, að byrja á þeim í tæka
tíð. Sums staðar hefur það reynzt margra ára verk að
teikna ráðhús. Ekki er víst að svo mundi reynast hér, en
hitt er víst, að hér hefur sjaldan unnizt nægilegur tími
til þess að ganga sæmilega frá uppdráttum af meirihátt-
ar byggingum og öllum undirbúningi hefur oft verið
svo áfátt, vegna óðagotsins að byrja að byggja, að stór-
tjón hefur hlotizt af og margt farið miður en skyldi, af
þeim sökum.
Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og hefja
undirbúning í tæka tíð. Uppdrættirnir éta ekki mat, þótt
þeir séu ekki notaðir undir eins. -—- Það er haft eftir
einhverjum Rómverja, að bók eigi að liggja í níu mán- t
uði, áður en hún er gefin út. Eg hygg, að uppdrættir
hefðu stundum gott af að meltast í nokkra mánuði, áð-
ur en farið er að móta þá í steinsteypu.
Undirbúningurinn er undirstaðan og hann gerir
gæfumuninn. Og þegar vinna skal vandasamt verk af
list og hugviti, þá verður sköpunarmáttur höfundarins
ekki æfinlega mældur í dagsverkum.
NEFNDARÁLIT UM BYGGINGARMÁL
Að tilhlutun FjárhagsráSs var nefnd
skipuð haustið 1947 til þess að gera athug-
anir og tillögur um hagkvæmari nýtingu er-
lends byggingarefnis. I nefnd þessa til-
nefndi Verkfrœðingajélag Islands, Lands-
samband iðnaðarmanna og Húsameistara-
félag Islands einn mann hvert. Nefndina
skipiðu Arni Daníelsson verkfrœðingur (d.
1948), Guðmundur Ilalldórsson húsasmíða-
meistari og Gunnlaugur Halldórsson arki-
tekt, og sömdu þeir all ýtarlegt nefndarálit.
Ritstjórn „Byggingarlistarinnar“ þykir
rétt að birta meginatriði þessa nefndarálits.
Þótt það sé ekki alveg nýtt af nálinni og
sumt af því horfi öðruvísi við nú, eru þar
margvíslegar athuganir og tillögur, sem enn
eru í fullu gildi og erindi eiga til allra, er
stunda húsagerð, eða hagsmuna eiga að
gœta á því sviði.
Eftir að við undirritaðir höfðum verið til-
nefndir, til þess að taka sæti í þessari nefnd,
mættum við á fundi hjá Fjárhagsráði og
kynntumst þar skoðunum þess um tilgang-
inn með skipun þessarar nefndar. Nefndin
hefur síðan haldið marga fundi þar sem hin-
ar’ýmsu tillögur nefndarmanha voru ræddar
og verkefnum skipt milli nefndarmanna.
Nokkur dráttur hefur orðið á því að nefndin
skilaði þessu nefndaráliti vegna þess að
nefndarmenn hafa haft öðrum störfum að
sinna, verið fjarverandi úr bænum o. s. frv.,
einnig kom í Ijós þegar nefndin fór að kynn-
ast málinu nánar, að verkefnið var miklu
víðtækara en liún hafði gert sér grein fyrir
í upphafi.
Nefndinni varð fljótlega ljóst að verkefn-
ið er afar víðtækt og að ekki verða tilnefnd-
ar sparnaðarráðstafanir á aðfluttu efni, né
önnur ráð til hagsbóta, án þess að fara að
verulegu leyti inn á svið einstakra stétta og
rótgróinnar vinnutækni þeirra. Þá er oss og
ljóst að ef leysa á þetta víðtæka vandamál,
sem snertir alla þá er við byggingar vinna á
einn eða annan hátt, verður trauðla komizt
hjá að breyta ýmsum lögum og reglugerðum
og setja reglur um atriði sem oss er eigi
vansalaust að framkvæma að geðþótta hvers
og eins.
Vér liöfum því valið þann kostinn að
beina athygli Fjárhagsráðs að ýmsum þeim
atriðum og vandamálum byggingariðnaðar-
ins, er brýna þörf ber til að leyst verði sem
allra fyrst, þó að til þess þurfi ýmist laga-
setningu eða starfsemi nýrra nefnda, og ætl-
umst til þess, að hver einstök af aðalatrið-
um, er nefndin fjallar um, verði tekin til
ítarlegrar athugunar af þar til kvöddum
mönnum.
Nefndin gerði sér þegar grein fyrir að
verkefnið væri tvískipt. Annarsvegar hinn
beini sparnaður, sem að verulegu leyti er
framkvæmanlegur í náinni framtíð, en þar
undir heyra fyrst og fremst efnissparandi
aðferðir og ákvæði, svo og betri nýting
vinnuaflsins. Hinsvegar hinn óbeini sparn-
aður, sem felst í undirbúningi framkvæmda,
hagkvæmari húsagerðum og öðru því, er
veltur á þroskuðu samstarfi almennings og
húsameistaranna. Þýðingarmestu atriði í
þessum flokki eru: Að vekja almenning til
umhugsunar og ábyrgðar á þessum málum,
og að hvetja húsameistarana til nýtni og ná-
kvæmari undirbúnings hverju byggingar-
verkefni.
Viðvíkjandi hinum beina sparnaði
Segja má með sanni að flestir gallar á
byggingarframkvæmdum okkar verði ekki
lagfærðir án víðtækrar standardiséringar
(samliæfingar). Standardiséring byggist á
mælieind „modul“, sem iðngreinasérfræð-
ingar verða ásáttir um að leggja til grund-
vallar standardiséringu í landinu. A miklu
veltur, hver eind yrði valin, en þar ber þó
einkum að taka tillit til eindar viðskipta-
þjóða okkar, en flestar menningarþjóðir
hafa nú tekið upp standardiséringu (modul
kerfi).
Framleiðsla byggingarefna verður því
meir og meir háð standardiséringu, og nýt-
ing aðflutts efnis fyrst og fremst undir því
komin að standardiséring í voru landi verði
ávöxtur þroskaðs samstarfs milli þeirra er
ákveða gerð hlutanna og þeira er fram-
kvæma vinnuna.
Þá er standardiséring í fám orðum sagt
grundvallarskilyrði þess, að byggingariðjan
geti gengt hlutverki sínu í nútíma þjóðfé-
lagi, að sú breyting geti orðið á að bygging
26
1951,1 BYGGINGARLISTIN