Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 16
■BB
Gunnlaugur Halldórsson: BúnaSarbankinn
Innri hluti „almennings“, að neðan sjást spjald-
skrárgeymslur í afgreiðsluborði.
úr bronce, þakið er og klætt eirþynnum.
Gluggar á skrifstofuhæðum eru af „per-
spektiva" gerð, en smíðaðir hér á landi.
1 kjallara eru hólfageymslur viðskipta-
manna, fjárhirslur og skj alageymslur
bankans, eldhús og borðsalur starfs-
manna, fatageymslur þeirra og snyrti-
klefar. Þar eru einnig varavélar, lyftu-
vélar o. fl. Þá eru í kjallara hitunartæki,
en kerfið er að mestu leyti venjulegt
vatnskerfi, en lofthitun í kjallara og 1.
hæð.
Kjaliaragólf er 2,80 m. neðar Austur-
stræti, en 3,80 m neÖar Hafnarstræti og
er neðsta gólf í Reykjavík til þessa. Mestu
flóð ná allt að því upp í götubrún Austur-
strætis. Hættan á því að byggingin „færi
á flot“ hefði því verið yfirvofandi þang-
að til steypu annarar hæðar var lokið, ef
kjallarinn hefði ekki verið fylltur af
vatni.
Vegna hins mikla þrýstings varð gólf
og veggir að vera samfellt, en frárennslis-
kerfi allt ofar neðstu plötu, og þannig
tæpum tveim metrum undir frárennslis-
kerfi bæjarins í Austurstræti, en það er í
1 m dýpt. A kerfi hússins er því komið
fyrir sjálfvirkri frárennslisdælu. Þessi
ráðstöfun hefir aukið mjög notagildi
kjallarans, gert kleift að koma þar fyrir
eldhúsi, snyrtiklefum og öðrum salar-
kynnum, þar sem hættunni af miklum
flóðum var bægt frá, en ella hefði þurft
að ætla þessu rúm annarsstaöar, þar sem
meiri þörf var húsrýmisins.
Á fyrstu hæð er afgreiðslusalurinn og
bókhald bankans, en það skyldi standa
í nánu sambandi við starfslið annarsveg-
ar en viðskiptamenn hinsvegar, því þar
fara fram ýmsar beinar afgreiðslur og
annað fleira, er frábrugðið er öðrum
bönkum. Stærð salarins var í upphafi á-
kveðin með því að hann skyldi rúma 25
manna starfslið, auk 5 manns í bókhalds-
deild, og var þá þegar ráðgert að taka
upp vélfærslu á lausblaða spjaldskrá, en
fram að þessu hafði allt veriö handfært í
bækur.
Allar aðalspjaldskrár eru innbyggðar í
afgreiðsluborði, en þar er einnig komið