Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 2
30G ALÞÝÐUHELGIN maðurinn gat að henni lokinni horf- ið til fyrri starfa. Var það cinnig til hagsmuna fyrir þjóðfélagið, einkum cf hann hafði fyrir öðrum að sjá. Aftur á móti þótti hýðing alltaf mjög niðrandi refsing fyrir þann, sem fyrir varð, og átti hýddur mað- ur sér naumast viðreisnarvon í al- menningsálitinu. Af þessum sökum snerust æ fleiri hugsandi menn önd- verið gegn hýðingum, en þó voru þær eigi afundar fyrr en árið 1870. „SVARTIIOLID“. Árið 1820, eftir að tukthúsið á Arnarhólstúni hafði vérið gert að stiftamtmannssetri, keypti stjórnin hús það neðan við lækinn, sem stift- amtmenn liöfðu áður búið í, og lét innrétta þar vistarverur handa lands- yfirrétti og bæjarþingi. í húsi þessu átti og heima annar lögregluþjónu bæjarins, því hann var jafnframt landsýfirréttarþjónn. Árið 1828 var hið svoncfnda „Svarthol“ útbúið í þessu sama húsi, í tveimur klefum uppi á lofti. Var stungið þar inn drukknum mönnum og hávaðaseggj- um. Árið 1323 var gerð sú bréyting á hegningarlöggjöfinni, að dæma mátti menn til fangelsisvistar „upp á vatn og brauð“. Var þá eitthvað Jappað upp á svartholið og klefar þcss notaðir í því skyni. Klefar þess- ir voru þó mjög lélegir og ofnlausir, þar snjóaði inn og lak, svo að hætta var búin þeim föngum, sem urðu að liýrast þar lengi. Loks fengust nokkrar endurbætur gcrðar á klef- unum, eftir að rnaður einn, er sat þar í gæzluvarðhaldi, varð fárveik- ur af kulda og illum aðbúnaði. NÝ LÖGGJÖF. Árið 1866 var nefnd skipuð til að endurskoöa gildandi hegningarlög og' bera fram breytingartillögur við þau. Komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að hýðing sé ótilhlýðileg refsiaðferð, Jrins vegar verði óhjá- kvæmilegt að laka upp hegningar- vist í betrunarhúsum, og þurfi því að byggja" fangelsi í a. m. Jr. þrern Jtaupstöðum landsins, Keykjavík, Stykkishólmi og Akureyri, og auk þcss sérstakt hegningarhús í Reykja- vík. Þó taldi nefndin lieppilcgast, að þetta hegningarhús væri byggt. áfast við amtsfangclsi suðuramtsins. Stjóniin túk vcl tillöguni uefndar- innar. Lagði hún fyrir þingið 1869 frumvai'p um byggingu hegningar- húss og fangelsa á íslandi. Réði þing- ið tiJ, að fangelsi vrðu byggð á sjö stöðum í stað þriggja: í Styklris- Jiólmi, á ísafii'ði, Akureyri, Húsa- vík, Eskifirði, Vestmannaeyjum, og hið sjöunda í sambandi við hegning- arhúsið í Reykjavík. 1 samræmi við þetta var síðan gefin út tilskipun 4. marz 1871 um byggingu hegningar- húss og fangelsa á íslandi. BYGGING IIAFIN VID SKÓLAVÖBÐUSTÍG. Vorið 1872 var hafizt handa um liegningarliússbygginguna í Reykja- vík. Vai' byrjað að nota hlut.a af luis- inu sumarið 1873, en hegningar- vinna hófst þar ckld fyrr en í árs- byrjun 1874. AJlmikil óánægja varð meðal ým- issa Reylrvíkinga vegna sumra á- kvarðana í sambandi \nð tugthús- byggingu þessa. Kemur það glöggt fram í langri grein í ,,Þjóðólfi“ 24. maí 1872, skömmu eftir að verkið var liafið. Greinin hefst á þessum orðunx: „Tugthúsbyggingin, sem nú er af- ráðið að reisa í Reykjavík, og þeg- ar er bypjað á undirstöðunni, á að setja (svo) norðvestantil í Arnar- lrólsholtinu, meðfram aðalveginum eður „Skólavörðuveginum", að norð- anverðu, fyrir ofan og norðaustur af byggðinni, sem enn er kornin þar vestan í lroltinu. Þctta hið mikla Jxús á að verða 62 álnir á lengd og 181 í> álna breitt, allt úr múruðum grá- steini þvcrt og cndilangt; 24-—26 ciga að vera lierbergi alls og fanga- kompur, milligangur eður ranghali eftir miðju húsinu endiíöngu. Eru kompur þessar og herbergi ætluð til fangahaldsins, öll nema þrjú, er ætluð eru Jianda fangaverði og heim- ilisfólki hans. Þett.a er allt á gólfi og undir loftinu. En svo á að koma yf- irbygging þar á ofan, yfir mitt húsið yfrum þvert, 28 álnir á lengd; þar er ætlað til að séu þrír miklir salir auk uppgöngu-forsals; skal einn vera dómsalur Landsyfirréttar- ins, og hliðarherbergi fyrir skjala- safnið o. fl., annar bæjarþingsalur og' að Jíkindum þingsalur Seltjarn- arneshrepps, en borgarafundarsalur og staðarráðsins hinn þriðji“. Þessu næst kemur í Þjóðúlíi liarð- orð ádeila á hendur stjórnarvalda fyrir það, að ráðinn hafði verið danskur bvggingameistari, KJciu að nafni, til að haía yfirumsjón með tugthússmíðinni. Telur blaðið óþarfa, eítir danskri liugsun, dönsku sniði um, trésmiðum og steinsmiðúm, sem surnir liverjir séu fuJlt svo vel til stai'fsins færir sem hinn danski maður. Segir blaðið, að sú sé jafn- an skoðun stjórnarinnar, ,,að hér verði ekki fvrir neinu séð nema með dönskum augum, ekkert hugsað, niðui'lagt né afráðið nema það sé cftir danskri liugsun, dönsku smiði og dönskum tillögum“. Spyr blaðið síðan, livort liér eigi að ríkja sama danska fyrirliyggjan og við stækk- un dómkirlcjunnar, þar sem ófært þótti að nota íslenzkan grástein, eins og var fyrir í kirkjunni, en sá múr reyndist svo traustur, að naum- lega varð unninn með beztu verk- fæi'um, — „lieldur var afráðið, að flytja hingað frá Danmörku með feyki-kostnaði danskan múrstein, og meira að segja danskan sand með; en skífuþakið svo Sviksamlega Jagt af þessum dönsku og útJendu verkamönnum, að það hélt hvorki regni né foksnjó og varð svo innan skamms að rífa það burt og ónýta með öllu“. Síðan er þess getið, að veggirnir hafi revnzt liinar mestu ómyndir og sífellt sé verið að lappa við þá. „Fer svo jafnan, þegar með engu rnóti má byggja nema „a sandi“; það kemur fyrir ekki þ° liann sé danskur“. „ALLT Á NÚ AD FAHA í TUGT- IIÚSID!“ Síðan heldur Þjóöólfur áfram að ræða um tugthúsbygginguna og finnur margt að. Meðal annars gagn- rýnir hann staðarvalið. „Tugthúsið nýja á að byggja úr eintómum gi'a' steini eður lioltagrjóti innan sem utan, en af því cr nægða nóg í Arn- arhólsholti. Og víst er um það, að heföu menn hér látið staðar nema við og verið höfð í áforrni tugthus- bygging eingöngu, og eigi mikil- fenglegri en svona við vort hæfþ Þa yrði ekki ncitt með rökum fundið að tugtliússtæðinu sjálfu þarna 1 grjótholtinu fyrir ofan aJla kaup- staðarbyggðina, en sjálfsagður liagn- aður að því hvað grjótaðflutningur' inn í bygginguna verður þar údvr-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.