Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUHELGIN 315 á eftir, ást á landinu og ættbyggð- inni. Koma hér fyrst tvser vísur úr kvæðinu um Mjóafjörð: Mjög er hann Mjóifjörður, menn það allir sjó, þröngur af guði gjörður með geysi fjöliin há. Fjöldinn fiskigöngu fer honum samt í gin, flyðran veltir vöngum, villisela kyn, háki, lýsa, liamar og reyð hvölunum vísa þangað leið, þar með hnísan bægslabreið og beitusílin hin. Lystug landsins gæði leyfa hann Mjóafjörð; þar er um holt og hæðir hrísið um fagra jörð, lifandi liljublómi, nær leikur sumarið á, margur að mínum dómi mun þar berin sjá. Eng' og töður öldin sker, inn í hlöður þetta ber, fuglavöður um sjóinn sér synda til og frá. Landskostakvæði séra Bjarna er svo langt, að þess er naumast kostur að birta það allt hér í blaðinu, en nokkurt sýnishorn þess fer hér á eftir. ' Úr kvæ'ði um góða landsins kosti. Sumar kveður, sól fer úr hlíðum, vér höfum fengið lausn og lið, lífs og sálar yndi og’frið, það skulum allir þakka drottni blíðum. Oss hefur gefið sumarið sætt sjálfur skaparinn þjóða, allt vort ráð með blessan bætt betur en ég ég kann ljóða, himin, jörð og hauðrið klætt með hýrri náð, það sjáum vér. Sumar kveður, sól fer. Stöðvað synda straffið hætt með strauminum ástar þýðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Sæt er horfin sumartíð, sjáum vér allir þetta, hún hefur verið harla þýð og hagað oss vel til létta; þennan auma íslands lýð enn hefur drottinn tekið að sér, sumar kveður, sól fer, alls kyns láni ár og síð ausið að báðúm síðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Þó Indíalönd hafi ærinn plóg og auðinn veraldar bezta, safalaskinn með silfurdróg og soddan gripina flesta, sízt það dugir sáium nóg, segi ég betra í landi hér, sumar kveður, sól fer, vér höfum æðra aldinplóg á öllum lífsins tíðum. / Það skulum allir þakka drottni blíðum. Mjólkurbrunnurinn margur hýr mettar börnin smáu, eðla skepnur, ær og kýr, úða í grasinu háu; þessi gófan drjúg og dýr • drottins fólk í nauðum ver. Sumar kveður, sól fer. Þetta og annað að oss snýr, ef orði guðs vér trýðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Sumar og vetur fiskifeng fyrðar bera að landi, hinir á vötn með veiðistreng og veifa silungsbandi. Margan hylur horskan dreng hamurinn sá, er rollan ber. Sumar kveður, sól fer. Töðuvöllur og útieng er æðsta björg hjá lýðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Framandi þjóðir einatt á ægisdýrum hlaupa hér til lands með hlutina þá, sem helzt er þörf að kaupa. Vænt er líta vöruna smá, vín og járnið þurfum vér. Sumar kveður, sól fer. Guðs eru þessi gæðin há, sem gefur hann fyrr og síðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Úti í löndum eldur og stríð eyðir byggðum víða og kvistar niður kristinn lýð í kvölina andans stríða. Af þessu full er veröld víð, vér höfum betri náða kjör. Sumar kveður, sól fer. Enginn stofnar orustuhríð af íslands frómum lýðum. Það skulum allir þakka drottni ’blíðum. Vór eigum harðan hildarleik við haröan vetur og snjóa, frostin grimm og fjúka reik, þá fellur inn Þorri og Góa. Fátækr’a er vörnin veik, þá vantar hey og kostinn þver, sumar kveður. sól fer, skepna liver sem skorpin eik er skekin af snjó og hríðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Fyrir það skelfist fávís þjóð, að felliveturnir koma, og læðist héðan í löndin góð að lifa í sældarblóma; orðið guðs úr sálarsjóð selur þá burtu margur hver, sumar kveður, sól fer, fyrir það dapra dalanna hljóð, sem dvínar á seinni tíðum. Það skulum aljir þakka drottni blíðum. Vér skulum heldur una við allt með ást í móðurlandi, hvort sem gefur heitt eða kalt heilagur drottins andi; þetta, kristinn, þenkja skalt, þó nú veturinn hreyfi sér, sumar kveður, sól fer; þú hittir lánið hundraðfalt í himninum dýrðarvíðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. HRINGHENDUK. Vindar falla í veðrahöll. vorar allan bæinn. Birtan kallar okkur öll út í fjallablæinn. Annir ryðjast heim í hlað, hvar sem iðju getur. Sumargyðjan setzt er að sjálf um miðjan vetur. (Jón Magnússon.) LJÓÐADÍSIN. Ljóðadísin leikur þýtt lögin öllum stundum þeim, sem vefja hana hlýtt hreinum listarmundum. (Jón S. Bergmann.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.