Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 5

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 5
heimspekilegum rökum. Þess þarf aðeins að gæta, að hafa hæfilega hugsunarvillu í fovsendunni. Við höfum sömu hugsjónir og á- rásarmaðurinn, munu einhverjir segja — auðvitað með varfærnis- legra orðalagi. Hvað var það, sem rak þá til þess að velja sér slíkar hugsjónir? Það var trú okkar, sem rak okkur til þess ... Hvernig gátu þeir leitað hafnar í svo dapurlegri trú? Nei, ég tek orðið föðurlandssvik gilt, þó að ég viti það vel, að það skýrir ekki neitt, að það hylur alltof margt, eins og alltof stór yfirhöfn. En með því orði er það þó að minnsta kosti sagt, að þessir menn voru orðn- ir fjarlægir sínum nánustu. Hvernig þá og hvers vegna? Ég held ég verði að athuga þessa sjö menn nokkru nánar. Ég hef rætt við þá, setið með þeim á ódýru matarstöðunum okkar, rif- izt við þá, hlégið að þeim. Með tveim þeirra hef ég lent í drykkjusvalli, og með einum hef ég gengið fram og aftur um göturnar, til þess að reyna að snuðra uppi eitthvert ævintýri, sem okkur þyrsti í. Mér þótti ekkert sérstaklega varið í eina þrjá eða fjóra af þeim, en einn þeirra mat ég mjög mikils. Við félagarnir höfðúm tvo þeirra að athlægi, okkur fannst þeir kátbroslegir. Og nú eru þeir glataðir. Svo finnst mér, og ég hygg, að þeim finnist það líka. Guð veit, að við erum ekki i neinu himnaríki heldur eins og stendur. En þegar mér verður hugs- að til þessara sjö manna, þá er það eins og að sitja á barmi jarðarinnar og horfa niður í helvíti. Þar hafast þeir við — hneigja sig og beygja, stjana undir húsbændur sína, skríða á 'maganum fyrir þeim og cru not- aðir sem gólfþurrkur, eða hjálpar- sveinar við yfirheyrslurnar og pynd- ingarnar — rétta fram fótaklípur, eistnaklípur og glóandi nálar. Við skulum athuga þá hvern um sig. Lars Slaten og ívar Tennfjord sóttu hermannaskólann. Því næst urðu þeir liðsforingjar. Báðir gengu þeir á hönd fjandmönnum okkar — Ivar Tennfjord þegar í stað, Lars Slaten missiri síðar. Grunur leikur á því, að ívar Tennfjord hafi verið njósnari. Ég lield liann liafi veriö ALÞÝÐUHELGIN það. Maður, sem var honum ná- kunnugur, sagði eitt sinn um hann, áður en hann gerðist föðurlands- svikari: Hann er fæddur of norðarlega á hnettinum. Hann hefði átt að fæð- ast í einhverju ferðamannalandinu suður í álíu. Þar hefði hami getað staðið fyrir utan dyrnar að heimili sínu og selt aðgöngumiða að móður sinni. Lars Slaten var frá Foten. Hann var hár, gildur og sterkur, en ótrú- lega einfaldur. Hann skildi aldrei gamanyrði, en var hláturmildur og hló oft, og stundum á skökkum stöð- um, svo að þögn sló á þá, sem með honum voru. Það bar við, að stúlkur sóttust eftir félagsskap hans — vegna einkennisbúningsins og hvað það nú var. En þær yfirgáfu hann aftur, eins og þær hefðu brennt sig. Ég held hann hafi gert þær dauð- leiðar á svipstundu. „Hvað segirðu við stúlkurnar þín- ar?“ spurði hann mig einu sinni. Mér fannst það oft geta verið ful!- erfitt að tala við stúlkur og átti enga uppskrift handa honum. „Það fer eftir aðstæðum,“ sagði ég- „Já. —■ En hvað segirðu?“ Ég held hann hafi viljað fá ein- hverja romsu. Hann átti auðvelt með að læra utanbókar. Hinir nemendurnir í hermánna- skólanum höfðu hann að ginningar- fífli. Einu sinni töldu þeir honum trú um, að til væri rússneskur ostur, sem héti Raskolnikov og gerði menn svo fjöruga, að þeir þyrftu ekki einu sinni 'að tala við stúlkurnar, ef þeir hefðu bragðað hann. í marga daga á eftir fór hann búð úr búð og spurði eftir þessum osti, Raskolnikov. Þegar hann gerði tilburði til þess að hugsa, skældi hann sig og gretti ógurlega. Hann hélt víst að það myndi duga, en — því miður — dugði það ekki. Einu sinni rökræddi hann citt- hvert málefni við Hans Berg. Hans Berg gafst að lokum upp og sagði ruddalega: „Segðu mér — þykir þér ekki fyr- ir því að vera svona heimskur?“ Ég hafði fyrir löngu misst sjónar á honum — hann var ekki einn þeirra manna, sem menn leitast eftir , að vera með. Svo frétti ég, að hann hefði gengið í flokkinn. 309 Honum hefur þá eí til vill þótt íyrir því að vera svona heiínskur. Alla ævi hans höfðu þeir, setn vóru samvistum við hann, rétt aðeins þol- að hann. Ég get hugsað mér, að nazistárnir hafi ef til vill verið vingjarnlcgri við hann. Sú vinscmd var meira en hann gat þolað, cins og liahn var gerður. ívar Tennfjord var af annarri teg- und. Hann var Vcstlendingur, lág- vaxinn og dökkur yfirlitum, iðinn, fremur fálátur, þótti gáfnaljós í skóla. Hann var framgjarn og ætl- aði sér að komast í herforingjaráðið. En mönnum féll hann ekki í geð. Það gat stafað af því, að hann var svo ótrúlega nízkur. Það var sjúk- leiki hjá honum. Hann var ekki fá- tækari en við hinir, en ég held, að ekki hafi liðið svo dagur, að hann hafi ekki komið sér hjá að borga tíu eða tuttugu aura, sem við hinir urð- um að greiða. Það gat verið strætis- vagnamiði eða skóreimar, eða hálft andvirði kaffibolla í þessum dapur- legu bindindis-kaffihúsum, sem við sóttum að staðaldri. Hann hafði gleymt buddunni sinni heima, eða var með of stóran seðil, sem hann vildi síður skipta. Við skyldum fá peningana daginn eftir. Hann var reglusamur maður. Ég held, að hann hafi safnað þessum peningum í sérstakan sparibauk. Hann tímdi ekki að éta og várð tvisvar að leggjast sjúkur í rúmið af þeirri ástæðu. Hann sagði einu sinni írá konu i átthögum sínum, og var ekki trútt um, að hann dáðist að henni. Hún sat berrössuð í vefstól allan vetur- inn til þess að spara pilsið. Hún varð innkulsa og veiktist. ívar Tennfjord sagði: Þctta var of langt gengið. Hún hefði getað lagt lítils háttar í ofninn. Hann vár aldrei með stúlkum. Það var ekki vegna þess, að honum félli ekki við þær. En þær voru dýr- ar — kostuðu jafnvel heilt tertu- stykki í kökubúð. Auk þess fannst honum það eyðsla á orku. „Maður á að halda utan um sitt!“ sagði hann. En á sama tíma svipaðist hann um eftir ríku kvonfangi. „Liðsforingi á að ganga að eiga ríka konu,“ sagði hann. „Þaö er skylda hans gagnvart föðurlaudinu.“

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.