Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 317 Guð hafði lagt á hann þungar raun- ir og látið hann bíða lengi. En nú var fylling tímans komin! Hann gekk í flokkinn. Og svo gerðist í rauninni ekkert meira. Hann hafði hugsað sig of lengi um, eða hvað það nú var. Hafði barizt of lengi við guð sinn. Sú aðalritstjórastaða, sem hann áleit sig sjálfkjörinn í, var veitt öðrum. Næsta aðalritstjórastaðan sömuleið- is. Bókmenntaritstjórastaðan einnig. Honum farnaðist líkt og áður. Hann varð að skrifa blaðagreinar fyrir línuborgun og þýða skáldsögur fyrir lága greiðslu á örk. Hann fékk greinar endursendar engu síður en áður. Gölluð frá hugtaksfræðilegu sjónarmiði! var sagt. Það voru nokkrar blaðagreinar um endur- fæðinguna. Harmleikurinn varð jafnvel enn- þá stórkostlegri en fyrr. Þarna settu forlögin, náttúrulögmálið, sjálfur drottinn allsherjar af stað uppreisn og heimsstyrjöld í þeim tilgangi ein- um, að gefa honum tækifæri — og svo var hann prettaður um árangur- inn. Fyrir skömmu, þegar hann var farinn að linast, sagði hann við síð- asta vin sinn: „Áður fyrr líktust örlög mín sjón- leik eftir Ibsen. Nú minna þau mig á sorgarleik eftir Shakespeare.“ * * Sværrir Hamran varð föðurlands- svikari af því, að hann elskaði land sitt svo héitt. Eða var það einstök sveit, sem hann elskaði? Við sóttum sama skóla. Hann var bekkjarbróðir minn, en. var í B- bekknum. Við vorum í fötum, sem sveita- klæðskerar höfðu sniðið. Þau litu út eins og þau væru telgd með öxi og saumuð saman með skóaraþræði. Stúlkurnar hnipptu hver í aðra, þegar þær mættu okkur á götu, og ílissuðu: Líttu á sveitamanninn! Þær flissuðu mest að Sverri Hamran. Við hinir sáum ekkert at- hugavert við fötin okkar, við áttum ekki öðrum fötum að venjast. En fötin hans voru langtum ljótari en okkar föt. Það hefur hlotið að vera aumi klæðskerinn, sem þeir höfðu þar í sveit. Ef til vill hexur hann bæði verið klæðskeri og skósmiður. því að stígvél Sverris Hamran voru jafnfurðuleg og klæðnaðurinn. Þau voru honum allt of stór — flöt og breið trog, ágætlega til þess fallin að ganga á í mýri. Seinna — mörgum árum seinna — þegar hann hafði efni á að kaupa sér ódýr tilbúin föt í borginni, kom það í ljós, að hann var óvenjulega vel vaxinn og laglegur piltur. En það var líka eitthvað athuga- vert við mállýzkuna, sem hann tal- aði. Hann var einhvers staðar af Mæri. Hann talaði að minnsta icosti óvenjulega og einkennilega mál- lýzku, og hann dró ekki úr henni. Sumum kennaranna fannst hún hlægileg, og sama var að seg.ja um marga pilta í bekknum. Hann lét sem hann yrði þess ekki var. Hann myndaði sig til að brosa lítið eitt. Það var allt og sumt. Smátt og smátt fóru þeir að sætta sig við málfar hans. Einu sinni — við vorum þá orðnir stúdentar — stóð ég af tilviljun við hlið honum á götu. Gamall bekkjar- bróðir hans gekk fram hjá okkur og kinkaði kolíi í kveðjuskyni. Sverrir Frá Lófót.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.