Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 311 málsmaður. Alltaf landsmálsmaður. Svo kom hernámið, og hann varð Quislings-maður og landsmálsmað- ur. Hann vildi komast á Stórþingið, en hann komst ekki einu sinni í sveitarstjórn. Nú er hann orðinn rektor og hef- ur á hendi fjölmörg trúnaðarstörf. Hann er farinn að stilla til friðar — hefur í raun og veru aldrei átt heima í þessum flokki, en til þess að koma á ró í málefnum skólans . . . Það er aðeins eitt atriði, sem er ljóst að því er hann varðar. Alltaf var hann, eins og ég sagði, lands- málsmaður í öllu þessu hringli milli flokka. Var ástæðan sú, að honum hefur verið það raunverulega iijart- ans mál, eða var það vegna þess, að hann heíur komizt að þeirri niður- stöðu, að norskum stjórnmálamanni væri alltaf hagur að því að vera landsmálsmaður? í sumarleyfum var hann alltaf í átthögum sínum. Þá fór hann í heimsókn til allra, sem tekið höfðu þátt í að greiða námskostnað hans, og setti sér að vera viðkunnanlegur. Fann hann til einhvers konar þakklátssemi við þetta fólk, eða var þetta gert til þess að sýna því, hve mikill maður hann væri orðinn? Námsskuldir sínar hafði hann fyrir löngu greitt — flestar þeirra áður en hann lauk embættisprófi. „Það borgar sig að vera skuld- laus,“ sagði hann. Nú er hann hættur að ferðast til átthaga sinna. Sumarið, sem hann varð nazisti, sneru gömlu sveitung- arnir baki við honum allir sem einn. Örlögin höguðu því þannig, að hann og ívar Tennfjord voru einu nazistarnir úr þeirri sveit. Þarna geturðu séð, til hvers það leiðir að vera að kosta menn í skóla, sögðu fátæku fiskimennirnir. * * * Óli Gundersen lauk lögfræðiprófi, en notfærði sér það aldrei til neins. Hann gerðist blaðamaður. Það kom meðal annars til af því, að hann kvæntist snemma og va^ð að afla sér nokkru meiri tekna en ungir lög- fræðingar fengu í byrjunarlaun. Og ástæðan til þess, að hann kvæntist, var sú, að hann var svo Ijótur og klunnalegur. Hann gat ekki komizt yfir kvenmann með öðru móti. Frá Álasundi í Noregi. Þetta var honum sjálfum ekki ljóst. Hann hélt, að þetta ætti að vera svona. Stúlkan, sem hann átti, var allt annað eh lagleg og illfygli í tilbót og sjúklega virðingagjörn. Hann hélt líka, að þettá ætti svona að vera, hélt, að kvenlegt eðli væri svona. Hann elskaði hana og velti stólnum hennar eða hellti ofan á hana kaffi í kærleiksríkum ákafa. Hann var alveg ótrúlega klunna- legur. Hann orkaði á menn eins og risi og var þó ekki stórvaxinn. Hann var rammskakkur í andlitinu og hafði elcki stjórn á líkama sínum. Hann var einn þeirra manna, sem í sífellu hrasa um fæturna á sjálfum sér, draga með sér borðdúkinn, gleyma að hneppa að sér, velta um blómaglösum og stíga á rófuna á an- góraketti húsmóðurinnar. Hann varð líka fyrir hinum ótrúlegustu óhöppum — í eitt skipti réðst kan- ína á hann og beit hann til blóðs. Konan hans hafði ógurlega skap raun af honum. Ilann svitnaði og þótti mikið fyrir, þegar hún þusað- ist og setti í hann skæting í návist annarra. Það kom fyrir, að hann rauk á dyr og hrasaði um fæturna á sjálfum sér, eins og vant var. Hann varð að hlaupa ógæfuna af sér. En alltaf kom hann aftur eftir svo sem klukkutíma. Hann hafði þá komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri hann, sem hefði haft á röngu að standa, og bað ákaflega fvrirgefn- ingar. Honum var fyrirgefið. „Hann er svo heimskur“, sagði hún hon- um til afsökunar. „Hann getur ekki að því gert!“ Hann hélt, að djúpstæðar tilfinn- ingar brytust út á þennan hátt. Hann var miðdepill veraldarinnar. Jæja, sumum okkar hinna fannst víst á þeim tímum, að við værum miðdepill Veraldarinnar. En Óli , Gundersen var miðdepill veraldar- innar. Sól og tungl lutu honum eins og Jósef forðum. Hann sá það, en hafði sjaldan orð á því og ekki nema við nánustu vini sína. Hann fór dá- lítið hjá sér, þegar hann sagði þeim það. Þó að lionum væri bláköld al- vara, fann hann, að öðrum mönnum myndi geta þótt þetta broslegt. Hann sagði mér frá þessu. Ég var vinur hans á þessum fyrstu árum. Þá var hann í rauninni bezti piltur, og Frh. á 316. síðu. I

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.