Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 12

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 12
316 ALÞÝÐUHELGIN Glataðar Frh. aí 311. síðu. mönnum var hlýtt til hans, því að hann hafði ýmsa kosti, þó að hann væri illa gefinn. Mikilmennskuhugmyndirnar áttu, eftir því sem ég gat fylgzt með þró- uninni, rót sína að rekja til þess, hve mikil raun honum var að því að vera svona ólánlega skapaður. Hann sagði mér frá því í einlægni, hvenær hann hefði fyrst uppgötvað, hvernig hann var sjálfur gerður í raun og veru. Móðir hans var að baka brauð í eldhúsinu, og við hliðina á brauð- deiginu stóðu trog með mjöli í. Óli hafði þar ekkert að gera, en samt sem áður tókst honum að reka fót- inn í mjöltrogið. Á eftir, þegar hann hafði skriðið inn í dimmt skot uppi á lofti, gerðist það, að hann áttaði sig á því, að þessi líkami var ekki hann. Hann, — sá raunverulegi Óli Gundersen, var allt öðruvísi. Já, beinlínis andstæða. Hann samsvar- aði sér vel, var laglegur, glæsilegur, fótviss og léttur í spori. Já, í raun og veru hafði hann vængi, eins og guð. Eftir því sem árin liðu, hafði hann skapað þessa persónu út í yztu æsar. Hann varð að lokum svo glæsilegur, að ljóminn af honum varpaði geisl- um sínum alla leið á hinn Ólann. Þegar ég kynntist Óla Gundersen, var honum hætt að finnast hann vei’a Ijótur. Hitt var honum ljóst, að hann var ekki laglegur í venju- legri merkingu þess orðs. En þetta hylki var þó umbúðirnar um þann raunverulega Óla Gundersen og fékk við það nýja, djúpa og sér- kennilega fegurð. Þetta gat orðið dálítið þreytandi. En það var konan, sem varð þess valdandi, að ekki gat verið um sam- vistir við hann að ræða. Vafalaust hefur hún verið ógæfusöm kona, en óhamingja hennar lýsti sér á ein- kennilegan hátt. Hún krafðist þess, að vinir manns hennar leituðu sam- fara við sig, sem hún svo gac-ti hafn- að — hún var sem sé manni sínum trú. Ef þeir gerðu það, jós hún yfir þá fyrirlitningu. Ef þeir gerðu það ekki, hataðist liún við þá. Það var happ lians eða óhapp, að sálir ... hann gat aldrei lesið hana ofan í kjölinn. Á þennan hátt missti hann smátt og smátt, eftir því sem árin liðu, hvern kunningjann á fætur öðrum. En hann rnissti líka stöður sínar. Konan hans var nefnilega smám saman orðin virðingagjörn fyrir hans hönd. í fyrstu hafði hún sjálf hugsað sér að verða blaðamaður og hafði búið sig undir það með því að láta klippa á sig drengjakoll og með því að þvo sér sjaldnar en aðrir. En svo fór, að hún gifti sig í þess stað. En fyrst hún gerði það, mátt.i það vera hverjum manni augljóst, að hún, sem var ekki ættsmærri en svo, að hún var borin Lunde frá Heið- mörk, hlaut að minnsta kosti að eiga tilkomumikinn mann. Maðurinn liennar var tilkomumikill maður. Það var ekki komið fram við hann eins og hann átti skilið. Þegar liún var komin að þessari niðurstöðu, gerði hún sér alltíðar ferðir upp í ritstjórnarskrifstofuna og skammaði ritstjórann. Óli Gun- dersen var göfugur riddari og varði hana. Þegar til lengdar lætur, verð- ur ritstjóri leiður á þess háttar. Óli Gundersen varð nokkrum sinnum að skipta um blöð. Að lokum liafði liann ekki fast starf hjá neinu blaði og varð að hafa ofan af fyrir sér sem frce lance. En Noregur er erfitt land þeim, sem vinna andlega vinnu í lausamennsku. Gundersen gek illa, hann varð að vinna margs konar skítverk fyrir lélega borgun. Hann þýddi bækur fyrir lægri þóknun en aðrir tóku, skril'aði g.reinar um margvísleg efni gegn smánarborgun, og allar hans miklu fyrirætlanir þok- uðust lengra og lengra út í sjón- deildarhringinn, — skáldsögurr.ar og leikritin, sem hann ætiaði sér að semja, stói'a dagblaðið, sem hann ætlaði að setja á stofn, nýja andiega endurfæðingin, sem hann ætlaði aö koma af stað. Já, ég hef víst gleyint að geta þess: hann ætlaði sér að skapa and- lega endurfæðingu í Noregi. En ekki hafði hann gert sér nákvæma grein fyrir því, í hverju hún ætti að vera íólgin og hvernig hún ætti að fara fram. Stefnuskrárnar skipta ekki svo miklu máli, sagði hann. En end- urfæðing átti það að verða. Þetta var á liinum hamingjuríku æskudögum. Endurfæðirigin fjar- lægðist, eftir því sem stundir liðu fram, býsna langt út í sjóndeildar- hringinn. Já, fleiri og' fleiri atvik komu í ljós, sem bentu til þess, að öll þjóðin væri'glötuð. .Allt var eintómur klíkuskapur, kamorrafélög, spilling og glæpa- mannaveldi. Svo var að sjá, að myndað hefði verið allsherjar sam- særi, sem náði yfir allt landið, til þess að koma í veg fyrir, að Óli Gundersen gæti notið sín. Kona hans var á sama máli. Eftir því sem þau urðu meir og meir ein- mana, og allt gekk erfiðar, varð hún æ metorðagjarnari fyrir hans hönd. „Óli Gundersen ,minnstu þess, að þú ert snillingur!“ sagði hún. Að lokum endurtók hún þetta á hverj- um degi. Við þess háttar hátíðleg tækifæri ávarpaði hún hann alltaf íullu nafni. Þegar hún skammaði hann og kall- aði hann heimskingja, nefndi hún hann aðeins Óla. Til þess að róa æstar taugar sínar tók liún að drekka bokköl og varð smám saman töluvert jússuleg cg kvapholda. Honum fannst hún fög- ur. Líf þeirra var mikill harmleikur, einn af mörgum. Þegar landið var liernumið, gekk hann ekki í flokkinn þegar í stað. Hann hugsaði sig um í nokkra mán- uði. í stefnuskrá Hitlers og Quisl- ings voru ýmis atriði, sem hann gat ekki fallizt á viðstöðulaust. Honum þótti líka framkoma sumra manna athugaverð. ... Ilann barðist í raun og veru Jak- obs-baráttu við drottin sinn, baráttu í nokkrum þáttum. En hann varð sigurvegari að lokum. Stefnuskrárn- ar skiptu ekki svo miklu máli. Þessi nýi tími var sú endurfæðing, sem hann hafði dreymt um — eða gat orðið það með hans aðstoð. Já, guð má vita, hvort þessi skálmöld var ekki beinlínis til þess ætluð — að veita honum um síðir byr undir £>áða vængi, setja undir hann stökk- pall til að hefja endurlausn allrar veraldarinnar, en spámannsköllun sína fann hann nú greinilegar en nokkru sinni áður. Jú, það var vegna hans, að allt þetta var látið gerast.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.