Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 15

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUHELGIN 319 an, það var nú eitthvað annað. Hann var stríðsmaður guðs fyrir því mál- efni, sem helgast var af öllu — i- endingunni í fæðingarsvei.t sinni. Bygdi átti það að vera, ekki li.vgda, Svo sá ég hann aftur síðla hausts árið 1940. „Svo þú ert í bænum,“ t'agði ég. Já, hann var í bænum. Við skiptumst á nokkrum orðum, sem ég man nú ekki, hver voru. Svo spurði ég hann, hvernig honum litist á fréttirnar frá London. Milda dýrlingsbrosið hans gleikk- aði lítið eitt. Hann horfði beint í augu mér, og ég skildi, að í þetta skipti var það að minnsta kosti ég, sem liann brosti að. „Ég hiusta ekki á útvarp,1' Ég skildi ekki, hvað hann átti vvð, cnda spurði ég hann ekki að því. Það hefði mér sízt af öilu dottið í hug, að hann gæti hala gengið í flokkinn. En það var einmitt það, sem iiapn hafði gert. Þegar liinn svonefndi mcnnta- mála- og útbreiðsliunálaráðherra Quisiings-stjórnarinnar tók v;ð emb- ætti, hélt hann ræðu og sagði, að nú skyldi endir bundinn á allan lands- málshégómann. En ekki liðu nema fáar vikur, þangað ti) hann fór í gegnuni sjálfan sig og sneri við blaðinu. Landsmálið átti að hefja til vegs og virðingar. Og hann sleppti ekki heldur hendi af i-endingunni. Þessi ræða var haldin í þeim til- gangi einum að véla landsmálsmenn- ina. Það heppnaðist vfirleitt ekki. En Sverrir Hamran gekk í flokkinn. Hann seldi land sitt fyrir einn bókstaf og iiafði með því, eins og einn af sæförunum miklu, ferðast Hmhverfis hnöttinn eftir sínum eig- in áttavita. Ég held, að hann sitji nú í ein- hverri ráðuneytisskrifstofunni og skrifi i-in sín. Ógrynni af i-um. Skyldi hann brosa, á meðan hann er að því? (Niðurlag næst.). -----------«----------- JÓNAS HALLGRÍMSSON. Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabarn (Jóhann ógæfumiar. Sigurjónssou). JÓN A ÞINGEYRUM. Jón Ásgeirsson á Þingeyrum átti gráan hest, sem hann keypti ungan og gaf Signýju Hallgrímsdóttur, barnsmóður sinni. Þennan hest ól hann og tamdi, og kallaði hann Sig- nýjar-Grána, og festist það nafn við hestinn. Ekki var Gráni mjög íjör- harður, en prýðilega vakur. Það var oft háttur Jóns að ríða vötnin á veikum ísum. Til da;mis rcið bann eitt sinn á næturgömlum ís. Oft hleypti bann ofan í fyrir dirfsku sakir, en ætíð dró hann einn upp úr, og það þó stórir hestar væru. Svo bar við citt sinn, að Jón reið vcstur á Þingeyrasand, og var á Signýjar-Grána. Hópið var nýlagt, cn þó sneri hann á vatnið. Ekki hafði hann lengi farið, er ísinn brast og hestm'inn fór ofan í. Bráðlega náði hann Grána upp úr og komst með hann upp á Þingeyrarif. Fór hann þá á bak vestast á rifinu og hieypti eftir því endilöngu á skeiði, og svo á Hópið. Ekki linaði liann á sprettinum, fyrr en landi var náð. Vatnaði þá víða upp úr sporurn. Þá varð þessi vísa til: Heyra brak og bresti má, ■— broddur klaka smýgur — hófa- vakur haukur þá hrannarþakið flýgur. Ekki hefur lieyrzt, að aðrir en Jón riðu Þingeyrarif. (Sagnaþ. úr Húnaþingi.) SJÁLFSLÝSING BÓLU-HJÁLMARS. Þekki eg mann í Þjófahlíð, — þykir að slíku gaman, — hans er brúnin blökk og síð, bjartur ekki í framan. Herðalotinn, limamjór, lítið kann til verka, hálslangur og höfuðstór, mcð höndina cigi sterka. Hefur tíðum hósta og kvcf, hann þó róli á fclli, axlahár með íbjúgt nef, aulalegur á velli. Reiðigjarn og þykkjuþrár, þegninn kann að blóta, lastyrðin og lygaspár lætur af vörum fljóta. Mjög er tungan rnálaóð, masið lítt þótt skorði, skáldar tíðum skothent ljóð, skökk í hverju orði. Vættir tvær að vigt cr sá, — vitni rétt skal bera. Aldrei nærri meyjum má maðurinn þcssi vcra. Elskar jafnan stykkjasteik strákurinn ólánssamur. Hnútukasti og hráskinnsleik hann er allvel tamur. Oft í hrösun fcllur flatt, friðnum má svo glata, en það líka eins er satt, allir manninn hata. Sjaldan á við kicrka kært kauðinn nauð'agrófur, hefur aila hrckki lært, nema’ hann er ekki þjófur. Nú vill þjóðin fréttir fá, hver fagra lýsing eigi: Hjálmar Jónsson heitir sá, af honum rétt eg segi. # * GÖMUL BIAHAGREIN. Hinn 22. júní 1821 kom grein í ensku fréltablaði, er þannig hljóðar: „Stjórnari skips nokkurs, er nýlega strandaði við ísland, hefur af oss mælzt til, sem skylduskatts þakli- látssemi sinnar og farmanna sinna, hér opinberlega að minnast góð- semdar þeirrar, er þeim var sýnd af íbúum eyjar þessarar í viðtöku og breytni við þá. Skipið hafði hrakizt fyrir mótvindum norður á bóginn og strandaði í ofsastormi og myrkviðri við suðurströnd íslands, gegnt Vest- mannaeyjum. Fórst það með öllu og aðcins nokkrum liluta farms þess

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.