Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 10
314 ALÞÝÐUHELGIN inni að fæða og forsorga. hver marg- myndazt og tímgvast hafa af villtu óeðli villudýranna og samblandi teg- undanna, bæði amphibia og supp- osititia, er aðgreinast breyti- lega með mislík horn og hnífla, hófa, hramma, klær og klaufir, ull og hár, loðin og snögg, egg og unga, lit og líking, art og eðli, æt og óæt. „Seinustu 11 kapítularnir eru ein- tómt samsull af allskonar létmeti og sérvizku. Þar er ýmislegt heim- spekisrugl óskiljanlegt, um vald- stjóraina, um „mahometiskan höfuð- Tyrkja“ og um Tyrkjasoldána, um upphaf og myndun bókrúna, um „engillega íbúð stjarna“, um höf- und skúrgoða og römmu rúna, um ýmsa galdra og töfralist, hebreskt stafrof, vigt og mál, um faðirvor og margt fleira. Höfundinum þykir' auðsjáanlega gaman að því, að fvlla allt með myrkum talsháttum, til- gerð og sérvizku, en slíkt þótti í þá daga bera vott um lærdóm og djúp- sæi, enda þótti „Gandreið" í þá daga mjög merkileg bók, og framan við hana eru latnesk og íslenzk loí- kvæði um höfundinn og ritið, eftir ýmsa íslenzka fræðimenn. Minnismerki yfir danska stjórn- málamanninn Christmas Möller. Gamalt œttj Bjarna Gissurarson okti. Skáld 17. og 18. aldar ortu ekki margt ættjarðarljóða. Á þeim tímum var algengara að skáldin settu sam- ,^n „Heimsósóma11 sína og „Aldar- hætti“, þar sem þau hörmuðu aum- legt ástand þjóðarinnar, lýstu með á- takanlegum orðum hrörnun landsins og landgæöa allra og báru saman við það, sem fyrr hafði verið. Var það eðlilegt mjög, eins og högum öll- um var háttaö á þessum eymdartim- um. Það var eigi fyrr en Eggert Ólafsson kom fram á sjónarsviðið, sem verulega kvað við annan tón. Þó finnast undantekningar, og eru þær því eftirtektarverðari, sem þær eru færri. Ein hin merkasta þeirra er kvæði séra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla, „um góða landsins kosti“. Er þar litið mjög öðrum augum á landgæði öU en algengt var meðal samtíöarmanna höfundar. Kostar BjaJ-ni kapps um að draga fram það, sem landinu má til gæða telja, sam- anborið við önnur lönd. Er fróðlegt að bera saman viðhorf það, sem fram kemur í þessu kvæði og hina dapurlegu landlýsingu séra Jóns Daðasonar í „Gandreið“ hans, sem nokkuð er frá sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Séra Bjarni Gissurarson var af hinu mikla austfirzka skáldakyni, sem komið var af séra Einari Sig- urðssyni í Eydölum. Var séra Einar afi hans. Er í því sambandi vert að minnast þess, að séra Einar í Ey- dölum orti og á sínum tíma athyglis- vert kvæði um „Gæði íslands", þar sem hann að vísu talar nokkuð um hörku landsins og „óáran í mann- fólkinu“, en kveðst þó heldur vilja draga hitt fram, sem vel sé um land- ið, því eins og hann kemst að orði: „ . . oftlega hefur mig angrað hitt, að ísland margir hæða, en móðurjörð er mér svo kær, að mig hefur langað, guð minn skær, að geta þess allra gæða. Liggur hér að baki svipuð hugsun og hjá dóttursyni hans, séra Bjarna; báðum blöskrar það, hve margir níða landið og finna því margt til ar öarkvœði. foráttu, og vilja því cinkum bregða hinu, sem betra er. Séra Bjarni Gissurarson var son- ur séra Gissurar Gíslasonar í Þing múla og Guðrúnar Einarsdóttur prests að Eydölum. Séra Gissur var skáldmæltur og átti Bjarni því skammt að sækja skáldskapargáf- una, þar eð séra Stefán í Vallanesi var náfrækndi hans og Einar Ey- dalaklerkur afi hans. Mun og eigi ofmælt, þótt séra Bjarni sé talinn í röð beztu skálda sinnar kynslóðar. Fremri honum eru eigi aðrir en höf- uðskáldin tvö, Hallgrímur Pétursson og Stefán Ólafsson. Bjarni Gissurarson er fæddur um 1621, lærði í Skálholtsskóla og mun haía útskrifazt þaðan árið 1643. Eftir það gekk hann í þjónustu Bryn- jólfs biskups Sveinssonar og var hjá honura til 1647. Þá gerðist hann prestur í Þingmúla og þjónaði því brauöi í meira en hálfa öld. Sagði hann af sér prestskap 1702, en gegndi þó preststörfum 1702—1703 á Hajlormsstað. Iiann andaðist á Hallorsstað, hjá séra Eiríki syni sín- um, árið 1712, 91 árs að aldrei. Séra Bjarni hefur verið maður vel gefinn, ágætlega skáldmæltur og gaman- samur í kveðskap, eigi óáþekkur séra Stefáni frænda sínum. Eru til heilar lrvæðabækur eftir hann í handritum, en fjöldi kvæða víðs vegar um hand- ritasöfn. Bera þær afskriftir vott um miklar vinsældir kvæða hans. Einna mestri hylli náði kvæðið „Hrakfalla- bálkur“, enda lipurt og skemmtilegt. Hefur það til skamms tíma verið al- kunnugt meðal alþýðu manna. Var það fyrst prentað í kveri, sem nefnd- ist „Nokkur gamankvæði“, og út kom í Kaupmannahöfn 1832. Af öðr- um kvæðum hans má nefna hið fallega „Kvæði um samlíking sól- arinnar“, þar sem þetta er viðlag: Hvað er betra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu rann? Hún vermir, hún skín og hýrt gleður mann. Þá kvað hann einmg fallega „Um Mjóafjarðar kosti“, og bærast þar hinir sömu strengir og í ættjarðar- kvæði því, sem prentað verður hér

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.