Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 9

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUHELGIN 313 chrystallus, í Skólmshellir á Arnar- stakksheiði drýpur steinn sumtíðis litur sem ís, og úr bergi fyrir ofan Indriðastaði í Flasskógsá og við Hvalfjörð sést silfurrönd í berginu. Gullkista kallast hjá Brautarholti og málmslitur sýnist í Hólmsbergi. í Flatey segjast gagnsærir steinar og í Rauðsey með silfurlit. I Kalmans- tungu íinnast hvítir steinar blautir, sem meinast af marmara kyni, og á Steinadalsheiði finnast mislitir steinar, og víða er finnanlegt nokkuð lítið slæmt járn, sem kallast rauði etc. En þetta gjörvallt hefur svo ó- frjóasama sandjörð, frosna og for- brennda og þar með óblíðan himin og óþýtt loft undir zona frigida í ná- lægð við polum arcticum, að hér virð ist vaxa einungis lítill, leiður og léttvægur samanrunninn sori slíkra tegunda, en engin fullkomin species til gagnsmuna, og verður því allt með armóð og erfiði út að kaupa, sem enginn má án vera. Samt fóstrar guðleg náð margan örbyrgan árlega ævinlega í þessu landi, til lífs og sál- ar vel andlega og líkamlega, sem ísraelslýð í eyðimörkinni, með mjólk og ¥iski“. „Landið fannst anno Christi 872 og byggðist af norsku stórmenni af tígulegu kyni, sem ekki þoldi stjórn Haralds konungs hárfagra, bæði vissú að sá og planta og líka útsigldu og herjuðu til annara landa og héldu þarmeð lengi sínum sóma og mikil- mcnnsku í langan tíma. Anno Christi 1350 gekk sú mikla landplága um alla veröldina, sem kallast svarti- dauði, síðan hafa flest . landgæði fölnað og ávextir uppvisnað, auk- ist harðindi, hugleysi, vesöld og vandræði, ckki sízt í aflabrögðum og höndlaninni“. „Ptolemeus setur sunnlendinga- fjórðung allan af íslandi norðast í clymatc zonæ temperatæ móts við Noreg, Lappland, Bjarmaland, ltysland norðast og Tartariam undir circulo arctico og norðanverðum vagnhringi og þykir sumum líkast tilhneigist signo scorpionis. Sunn- lendingafjórðung prýðir mest eldri dómkirkjan, skólinn, landslögréttan, alþingisbókin og kóngsgarðurinn, skansinn í Vestmannaeyjum, fjórar sýslur, 100 kirkjur, 15 fiskiver, 7 kaupstaðir, hefur íagrar hafnir í sjó- kortinu og er helzt aðsóttur til fiski- afla og aðdráttar. Hér finnst íorgift lítil í landinu, nemá' öfugugginn, snöggur og loðinn, hrökkállinn, fjöruskerinn, vatnsköttur, brún- klukka, jötunoxi, sníglar (aranea og lymax).“ Þetta er nú aöallýsing íslands, en auk þess eru hingað og þangað smá- greinar í ritinu, er snerta ísland. Þar sem Jón Daðason talar um dags- mörk, segir hann: „Þeir spönsku og þýzku compassar hlýða ekki þessu lofti á slíku halllendi jarðríkis, hvar fyrir orsakast röng dagsmörk“. Hér á hann líklega við skekkju segul- nálarinnar (declination). í 34. kajr. talar hann um „hveri, laugar og varmt vatn“. Þar segir hann: „Sum vönt eru góð og heilsusamleg, sum vond, sum eru heiðin herbergi nykra, vatnsdrauga og illra anda, nokkur bölvuð og gagnlaus, einung- is hús hornsíla, hrökkála, oi'ma og eitraðra öfugugga, sum eru banvæn af brennisteini í hvörjum ætir fisk- ar deyja, og þykir líkast margt mis- jafnt muni ei síður innvortis en út- vortis í jörðinni tímgvast og til vei’a. Af slíkum x’ökum glacerast jörðin af ofui’hita kx’ingum brunavötn undir- djúpsins, og gerir þeim þi’öngvan út- gang og andarteppu, hvar af orsak- ast gjósandi hverir, samanrunnir sandsteinar og marglitur leir og mó- ar, sem tekst og tíðkast breytilega“. í 28. kap. telur Jón Daðason „íslands grös og ávexti“ og ei’u þar 74 nöfn tegunda. Um blómin segir hann: „Blómsturin prísast helzt og bezt, sem hæst vaxa í háfjöllum og sólin skrælir og loftið kælir, veðurin mest hrekja og skekja, og takist í hi’einviðri á nætur fyrir sólai’upp- komu með fullu tungli, meinar Paracelsus“. Á öðrum stað lýsir hann því hvernig lita xxiegi ýmsa liti úr íslenzkum grösum. Töluvert er af ís- lenzkum dýranöfnum hér og hvar í bókinni. Höfundurinn talar allmik- ið um fugla og telur þó undir þann ílokk ýmislegt óskylt, t, d. „býflugu, di’eka, grashoppu og flæðai’mús11. Um farfugla segir hann: „Sumir fuglar flýja í önnur lönd, æðurin, lundinn og tjaldurinn í Barbariam, nxargæs, grágæs, helsingjar í Eng- land og Frankaríki, spóinn, jarðrek- an, stclkurinn og lóan í Orkncyjar, svalan í sjóinn, andarfuglar í vötn- in“. Um örnina segir hann: „Örnin kölluð fuglakongur og keisaramerki, það er haldið hún verði 100 ára og kasti svo cllibelgnum, sé frí fyrir öllum eldingum og í’eiðarslögum, beri lausnarstein í hreiður sitt nær hún vill egg eiga, fljúgi fugla hæst og sjái skarpast, prófi sína unga að sjá í sólina, hún skal vera forspá fyr- ir að vita hrævonir verða og er mjög heilnæm til lækninga. Af henni eru margar líkingar dregnar í heilagri ritningu. Jehóva ber ísrael á arnai’- vængjum. Örnin ber á sínum vængj- unx sína unga. Það er víst, örnin sem aðrir fuglar fellir fjai’ðrir, krabbinn skálir, slangan húðir, dýrin hárin, þó yngist engin skepna upp aftui* eða kastar ellibelgnum og þó örnin allra sízt.“ í „Gandx’eið“ eru talin um 100 fiskanöfn. Með fiskum telur séra Jón öll sjódýr, t. d. öðu, krabba, brim- bút, ígul, seli, miðgarðsorm o. fl. Svo menn fái dálitla hugmynd um fitsmíði þetta, hnýti ég hér aftan við örstuttu yfirliti yfir efni „Gandxæið- ar“. Þó getur það aðeins orðið mjög ófullkomið, því þar kennir svo mai’gra gi’asa. Fyrstu 24 kapítularn- ir eru nokkurs konar guðfræðis- heimspeki. Þar er talað um sköpun- ina, guðdóminn, tímann, frumverur náttúrunnar, ljósið, dag og nótt, um engla eða sólai’börn, og þá kemur alllangur kafli um hina föllnu enga, um það „hvaðan þeir röinbuðu og hvert þeir tumbuðu“, um þeii’ra „art og eðli“, um þeirra höfuðból, Hver- gemli, um vald þeirra og nöfn o. s. fi’v. Eru allar þessar greinir fullar af biblíutilvitnunum. Þá talar sé’.’a Jón um festinguna, himininn, loft og vinda og um dagsmöi’k. í 25. kapítula kemst prestur niður á jörð- ina, talar um jörðina almennt, um sjóinn og eldinn, um grös og tré, um gimsteina, hveri og uppspi’ettur, um liti, og um flóð og fjöru. Kapítularn- ir 35—45 eru allir urn almenna landa- fræði. Þá talar hann um mislengd daga, unx jarðmælingu, um lærdóms- listirnar og um reikningslistina. 50 til 61. kap. eru allir um stjörnufræði og ýmsa hjátrú, sem bundin er við stjörnumerki og innbyrðis stöður stjarnanna. I 62. — 67. kap. talar séra Jón um fugla, fiska, orma og önnur dýr. Segist hann í dýrafræð- inni fara eftir ritum Janus Janstoni- us, Aldrovandus og Plinius. Meðal annars segir hann: „Nokkrir meist- arar meina einungis 30 aðalkyn allra villudýra í öndverðu verið hafa, sem íormaðurinn Nói átti forðum í örk- t

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.