Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 3

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN 307 ari heldur en ef neðar hefði byggt vcrið. Aftur er enn eigi séð hvað gott yerður til vatns þar upp í há- holtinu, og er þegar búið að kosta til ærnu fé og dagsvcrkafjölda til að grafa þar brunn, en árangurslaust; en langsótt mun þykja að verða að sækja neyzlú- og þvottavatn þaðan ofan í þakarapóst handa jafnmörgu fóllki. auk þess að verða nú að kjaga öllu vatni þangað, sem þarf í kalk og sand og hvað annað á meðan byggingin stendur yfir; að þessu leyti munu hagsmunirnir og hægðin við grjótaðdrættina vinna sig upp sem næst, einkum ef ekki tekst að ná þar vatni. En svo kemur nú til skoðunar þesSi 28 álna ráðhúsbygging ofan á tugthúsið; hver á þetta innfall? mik- ið ósköp! Allt á nú að fara í tugt- húsið, — það var naumast, að við fengum tugthús! ,,Svartholið“ í yfir- réttarhúsinu verður nú sjálfsagt lagt niður og það hús selt; héðan af verð- ur ekkert svarthol annað en tugt- húsið; hvern strák, cða slæping. eða cnda hciðvirðan mann. sem verður það aö hittast blckaður á strætun- um. -— já. hvað á að gera af honurn annað en ..látann í lugthúsið“? Fárra cða /lciri daga hegning við vatn og brauð. eður og cinfalt fangelsi (en livorntveggja sú hegning er í lög- unum mótsett betrunarhúsvinnu og þrælkun í tugthúsi), er aldrei út tekið í þeim hegningarhúsum, held- ur í sérskildum fangelsum, sem til þcss eru ætluð, eins og nú verður líka alstaðar annarsstaðar hér á landi, en hér skal það allt fara fram „í tugthúsinu“. Ef lagt er skulda- liald á hvað heiðvirðan mann, sem er, eða ef t. d. blaðamaður cða ann- ar hciðvirður maður er dæmdur í fangelsi fyrir bi’ot á móti prent- frelsislögunum hér í Reykjavík, — þeir verða allir settir „í tugthúsið“. Allt ,.í tugthúsið“, allt í tugthús- ið! Landsyfirrétturinn, æðsti dóm- stóU landsins og stjórnarvöld staðar- ins, lögrcglustjórn og bæjarstjórn: allt þctta skal hncppt langt úr fvrir borgina og í tugthúsið. Hver hefur scð cður heyrt getið, nokkurs stað- ar vun víða veröld, um ráð- og dóm- hús langt fyrir utan alla borgar- byggðina, eitt sér, auk heldur „í tugthúsinu“ eður ofan á því?“ I16r er eigi rúm lil að birta meira af þestiari skemuitUegu grein Þjóð- ólfs. — Húsið komst upp, eins og stjórnarvöldin höfðu ákveðið, og hluti þess var tekinn til afnota í júlí- mánuði 1873. Lýsir Þjóðólfur kát- lega þeirri „vígsluathöfn", sem þá fór íram, og má vera að frásögn hans af þeirn atburöi vcrði birt hcr síðar. G. G. STAKA. Staka þessi hefúr áður verið birt, cn þá var ekki rétt með haha farið. Rétt er hún svona: Hannes vill það, höfðinginn, helzt án litlrar tafar, að aliir sýni ætllið sinn ef oss er fylgt tii graíar.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.