Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 9
DV Fréttir þriðjudagur 14. ágúst 2007 9
HRYÐJUVERK VIÐ HÖFNINA
Hluti af HB Granda er þó að sjálf-
sögðu útgerðin Haraldur Böðvarsson
á Akranesi. Sturla Böðvarsson, fyrrver-
andi samgönguráðherra, sagðist í út-
varpsfréttum í gær fagna ákvörðun um
flutning á vinnslu HB Granda til Akra-
ness. Hann segir að nauðsynlegt sé að
bregðast við breyttri stöðu eftir niður-
skurð á þorskkvóta. Stjórnvöld verði
þarna að leggja sitt af mörkum með því
að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Birgir segir að nú sé tímabært að
koma á laggirnar nokkurs konar holl-
vinafélagi Reykjavíkurhafnar, til þess að
vinna að því að vernda hafnarsvæðið.
Landfylling við Grandagarð Hér
gefur að líta landfyllingu sem gerð
hefur verið norðaustan við núverandi
vinnslustöð HB granda í reykjavík. HB
grandi hefur sóst eftir því að fá þessa
lóð leigða af Faxaflóahöfnum, með það
að markmiði að auðvelda fyrirtækinu
flutninginn til akraness.
Kaffivagninn Birgir segir ferðamenn mun fremur sækjast eftir því að sjá
athafnalíf við höfnina en að sækja listasöfn og skoða blómaskreytingar, eins og
hann lýsir því.
Birgir Hólm Björgvinsson
Birgir segir það hryðjuverkum
líkast ef reykjavíkurhöfn
hættir að sinna hlutverki sínu í
útgerð og fiskvinnslu. Hér
stendur Birgir framan við
gullborg frá Ólafsvík.
gullborgin stendur nú á þurru
á landfyllingu þar sem gamli
daníelsslippur var.