Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 2
Stækkun Bláa lónsins var að stórum
hluta greidd með opinberu fé úr ríkis-
sjóði. Upphæðin kom í gegnum Eign-
arhaldsfélag Suðurnesja og nýttist til
byggingar lækningalindar fyrir húð-
sjúklinga. Ríkið lagði fram nærri 200
milljónir í verkefnið, tæpan helming
þeirrar fjárhæðar sem til þurfti. Krist-
inn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, segir Geir H. Haarde
forsætisráðherra hafa notað ríkisfé til
að hjálpa vinum sínum. Lækningalind-
in var formlega opnuð 10. júní 2005
og þar er náttúruleg meðferð við húð-
sjúkdómnum psoriasis þar sem stein-
efni, kísill og þörungar eru mikilvæg-
asti þáttur meðferðarinnar. Glæsilega
aðstöðu er að finna í Lækningalind-
inni. Þar eru 15 vel út búin herbergi
fyrir gesti, veitingasalur, setustofa, af-
þreyingarherbergi, matstofa, tækja-
salur, hvíldarherbergi, nuddherbergi,
læknisaðstaða og garður til útivistar.
Fyrr á þessu ári keypti Bláa lónið aft-
ur hlut Eignarhaldsfélags Suðurnesja
fyrir sömu upphæð og lögð var fram í
upphafi, tæpar 200 milljónir sem rík-
ið lánaði í raun vaxtalaust í nokkur ár.
Lánið jafngildir þeirri upphæð sem rík-
isstjórnin samþykkti nýverið að setja
í atvinnuþróunarsjóð á næstu tveim-
ur árum og á að nota til að aðstoða at-
vinnulíf í sjávarbyggðum.
Öllum til sóma
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins, staðfestir
að Lækningalindin hafi kostað rúmar
500 milljónir og að tæpar 200 milljónir
hafi fengist frá Eignarhaldsfélagi Suð-
urnesja. Hann bendir á að fyrirtækið
hafi nýverið keypt til baka hlut Eign-
arhaldsfélagsins fyrir sömu upphæð
og lögð var fram í upphafi. „Eignar-
haldsfélagið kom að uppbyggingunni
sem hluthafi á móti okkur. Stofnað
var sérstakt hlutafélag utan um sjálfa
framkvæmdina og kom ríkið að því
að styðja þennan þátt í starfsemi Bláa
lónsins. Aðkoman á sínum tíma var
einskorðuð við uppbyggingu lækn-
ingaþjónustu okkar,“ segir Grímur.
„Við höfum keypt aftur hlut fé-
lagsins og því hefur það lokið
sínu hlutverki í þessu sam-
hengi. Það var hið besta
mál að byggja upp Lækn-
ingalindina og hún hefur
verið gríðarleg lyftistöng
fyrir okkar starfsemi. Nú
höfum við þróað okkur út
í alþjóðlega markaðsstarf-
semi sem er nokkuð sem
við gátum ekki áður sökum
frumstæðrar aðstöðu.
Framtakið var því
alveg frábært
og er öllum til
sóma sem að
því komu.“
Hjálpaði vinum sínum
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sakar
forsætisráðherra um að hafa lagt lín-
urnar með lánveitingu ríkissjóðs til
Bláa lónsins. Hann undrast þetta ein-
staka framlag ríkisins í samanburði
við framlag þess til atvinnuuppbygg-
ingar í sjávarbyggðum. „Geir Haar-
de beitti sér fyrir því sem fjármála-
ráðherra að vinir hans í Bláa lóninu
fengju tæpar 200 milljónir til að
stækka hjá sér. Farið var með þessa
peninga í gegnum sérstakt eign-
arhaldsfélag til að fela slóðina.
Þarna var fjármálaráðherr-
ann að koma fjárveitingu
inn á fjárlög og ákvað
sjálfur í hvað upphæð-
in átti að fara. Stjórn
Eignarhaldsfélagsins
hafði ekkert um það að
segja og henni var bara
sagt að kaupa í Bláa
lóninu,“ segir Kristinn.
„Það getur alveg
þurft
pólitík til þess að ná góðum árangri
og ég er ekki að gagnrýna þetta ein-
staka verkefni sem slíkt. Ég er ekki
að segja að verkefnið sé slæmt en ég
gagnrýni að ríkið hafi lagt fram stór-
an hluta fjárins sem til þurfti í þessa
einkaframkvæmd. Sú upphæð sem
Geir setti í þetta eina fyrirtæki er
sama og ríkisstjórnin hreykir sér af í
atvinnuþróunarsjóði núna þar sem
allt er að fara undir brot og slit. Það
var bara af því fjármálaráðherrann
tók málið upp á sína arma fyrir vini
sína.“ Þegar leitað var eftir svörum
frá Geir H. Haar-
de forsætis-
ráðherra
fengust
þau svör
að hann
veitti
ekki
viðtal.
þriðjudagur 14. ágúst 20072 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
„Það var á föstudagskvöldið fyrir
rúmri viku sem hvítur bíll keyrði fram
hjá húsinu. Eftir stutta stund kom
hann til baka og út stukku nokkrir
grímuklæddir menn sem úðuðu alla
framhliðina. Að svo búnu flýttu þeir
sér inn í bílinn og óku á brott.“ Þetta
segir Jón Pétursson, eigandi Grill-
hallarinnar, sem hefur undanfarin
tvö föstudagskvöld orðið fyrir barð-
inu á veggjakroturum.
„Viku síðar gerðist nákvæmlega
það sama aftur. Þetta var rétt eftir
miðnætti í bæði skiptin en eftirlits-
myndavélar staðfesta að um sömu
menn var að ræða í báðum tilfellum,“
segir Jón. Það kostar töluverða vinnu
og fjármuni að koma veggjum, hurð
og rúðum í samt horf.
Lögreglan vinnur að rannsókn
málsins en talið er að þetta séu sömu
drengir og unnu svipuð skemmdar-
verk á Ingunnarskóla fyrr í sumar.
Jón segist nokkuð viss um að svo sé:
„Þeir skrifa alltaf sömu stafina og því
er auðvelt að sjá að þetta eru sömu
mennirnir sem stunda þessa iðju.
Þetta er alveg ótrúleg skemmdar-
fýsn,“ segir Jón en hann segist ekki
vita til þess að hann hafi gert nokk-
uð á hlut viðskiptavina sinna eða
annarra í hverfinu. „Þetta virðist
vera fullkomlega að ástæðulausu.“
Jón ætlar ekki að sitja auðum hönd-
um. „Ég er að vinna í því að koma
fyrir myndavélum utan á húsinu og
á bílaplaninu svo þeir munu ekki
komast upp með þetta lengi. Lög-
reglan leggur auk þess mikla áherslu
á að ná þessum drengjum því kostn-
aðurinn við þetta athæfi þeirra er
mikill.“
Grímuklæddir veggjakrotarar gera eiganda Grillhallarinnar lífið leitt:
Skemmdarvargar í Grafarholti
Grillhöllin í Grafarholti „Ótrúleg
skemmdarfýsn,“ segir eigandinn, jón
Pétursson.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslyndra, undrast takmörkuð fjárframlög ríkis-
ins til atvinnuppbyggingar sjávarbyggða í ljósi kvótaskerðingar. Hann bendir á að fram-
lögin nú séu álíka há og ríkið lánaði til stækkunar Bláa lónsins og segir Geir H. Haarde
forsætisráðherra hafa beitt sér fyrir því að stýra fé úr ríkissjóði til framkvæmdarinnar.
TrausTi HafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Geir H. Haarde Forsætisráðherra er sakaður um að hafa
beitt sér, í fjármálaráðherratíð sinni, fyrir því að vinir hans
fengju fé úr ríkissjóði til uppbyggingar Bláa lónsins.
Vinir ráðherra
fengu milljóna
lán frá ríkinu
Glæsileg aðstaða Lækningalind Bláa
lónsins býður gestum upp á glæsilega
aðstöðu og kostaði hálfan milljarð að
reisa hana. stór hluti fjárins kom með
framlagi ríkissjóðs en hlutur ríkisins
hefur að fullu verið keyptur til baka.
Kristinn H. Gunnarsson sakar forsætis-
ráðherra um að hafa hjálpað vinum sínum
með 200 milljóna króna framlagi.
kveikt í bílskúr
Lögreglu grunar að kveikt hafi
verið í bílskúr á Selfossi í fyrri-
nótt.
Bílskúrinn er við fasteigna-
söluna Bakka við Sigtún og kom
eldurinn upp um klukkan tvö
um nóttina. Bifhjól og tveir bílar
voru í bílskúrnum en tókst að ná
þeim út og forða frá skemmdum.
Talið er að eldsupptök hafi verið
við vesturgafl bílskúrsins þar sem
eldurinn hafði teygt sig í þak-
sperrur. Slökkvilið náði að koma
í veg fyrir að eldurinn næði inn í
skúrinn. Málið er í rannsókn og
biður lögregla þá sem veitt geta
upplýsingar um mannaferðir í og
við Sigtún aðfaranótt mánudags
að hafa samband í síma 480-1010.
Mótmæla her-
æfingum NATO
Samtök hernaðarandstæð-
inga standa fyrir mótmælum í
dag vegna heræfinga NATO-
ríkja hér á landi. Æfingarnar
hefjast í dag og hið sama á við
um mótmælastöðuna. Sam-
tökin eru mótfallin heimboði
íslensku ríkisstjórnarinnar og
vilja sýna andstöðu sína gegn
vopnabrölti Íslendinga í verki.
Gengið verður að sendiráðum
Bandaríkjanna og Danmerkur
ásamt Stjórnarráði Íslands.
Matur, ný rétt
og margar vélar
Landbúnaðarsýningin á
Sauðárkróki hefst á laugar-
dag og stendur alla helgina. Á
sýningunni verða margvísleg-
ar vélar til sýnis auk þess sem
mikið fer fyrir alls konar mat frá
framleiðendum í landbúnaði
að ógleymdu sveitaballi. Auk
þess verða kálfa- og hrútasýn-
ingar og landnámshænur og
smalahundar koma við sögu.
Sýningunni er ætlað að
vekja athygli á ýmsu því sem
er að gerast í landbúnaði. Af-
urðastöð KS verður með nýja
rétt til sýnis og hátæknifjósið í
Birkihlíð opnar dyr sínar fyrir
gestum.
Sýningin verður í og við
Reiðhöllina Svaðastaði.
atvinnuleysi með
minnsta móti
Atvinnuleysi hefur ekki mælst
jafnlítið hér á landi í sjö ár.
Atvinnuleysi minnkaði um
þrjú prósent á milli mánaða og
var skráð atvinnuleysi í júlí 0,9
prósent eða að meðaltali 1.578
manns. Á sama tíma í fyrra var
atvinnuleysi um 1,4 prósent eða
28 prósentum meira. 1,3 prósent
kvenna mældust atvinnulaus og
0,7 prósent karla. Atvinnuleysi á
höfuðborgarsvæðinu minnkaði
um 4 prósent en um 2,6 prósent
á landsbyggðinni frá síðasta
mánuði.