Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 16
þriðjudagur 14. ágúst 200716 Sport DV enski boltinn Mourinho bíður eftir essien Michael Essien meiddist gegn Birmingham og þátttaka hans í leiknum gegn reading á miðvikudag er í hættu. jose Mourinho stjóri Chelsea sagði í gær að Essien hefði verið sárþjáður inní búningsklefa. „þetta er eithvað sem snertir hnéð á honum. Hann þjáðist greinilega og þar sem ég var með tvo miðjumenn á bekknum beið ég ekki með skiptinguna. Ég veit ekkert hvort hann verður með gegn reading, það mun koma bara í ljós.“ Mourinho fékk þó einnig góðar fréttir um helgina því didier drogba, Paulo Ferreira og Claude Makalele snéru allir aftur eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Man. utd vill einnig alves Chelsea munu fá harða samkeppni um starfskrafta daniel alves því real Madrid og Manchester united eru einnig sögð hafa áhuga á honum. jose Mourinho stjóri Chelsea hefur lengi verið harður aðdáandi alves og Chelsea er sagt tilbúnið að borga þrjá milljarða fyrir kappann. Forseti sevilla jose Maria del Nido viðurkenndi að hann hefði neitað tilboðum í alves en bara útaf því að honum fannst þau of lág. alves sjálfur hefur sagt vilja prófa nýja hluti en del Nido segist ekki hlusta á boð sem eru minna en þrír og hálfur milljarður. sevilla keypti alves á 100 milljónir króna en hefur í gegnum tíðina selt leikmenn eins og josé antonio reyes, julio Baptista og sergio ramos fyrir um tíu milljarða króna. unsworth enn að david unsworth, fyrrum leikmaður Everton og Wigan, er á leið til Burnley í ensku fyrstu deildinni. Hann hefur verið samningslaus síðan í vor þegar Wigan lét hann fara á frjálsri sölu frá félaginu. samningurinn er til eins árs og segir steve Cotteril, stjóri Burnley, ástæðuna fyrir kaupunum vera þá að honum finnist liðið vanta meiri reynslu í hópinn. unsworth er markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og er orðinn 33 ára gamall. bolton kaupir o‘brien sammy Lee, framkvæmdastjóri Bolton, er ófeiminn við að sanka að sér leikmönnum en síðasti liðsaukinn, andy O´Brien, er tólfti leikmaðurinn sem hann fær til liðsins á þessu tímabili. O´Brien kemur frá Portsmouth fyrir óuppgefna upphæð en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Bolton. Hann er tuttugu og níu ára og getur spilað allar stöður í vörninni. „Hann eykur breiddina í hópnum og eykur dýptina í honum,“ segir sammy Lee, framkvæmdastjóri Bolton. rooney frá í tvo Mánuði Wayne rooney brákaði bein í leiknum gegn reading um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá Manchester united kemur fram að rooney verður frá í tvo mánuði en þetta er í þriðja skiptið á ferlinum sem hann brýtur bein í fæti. Meiðslin eru áfall fyrir enska landsliðið sem spilar tvo leiki í undankeppni Evrópukeppninnar á móti Ísrael 8. september og rússlandi 12. september. „þetta eru mikil vonbrigði fyrir hann og mikil vonbrigði fyrir steve Mac Claren,“ sagði alex Ferguson, stjóri Manchester united. FH-ingar komust í undanúrslit VISA-bikarkeppninnar með því að leggja Valsmenn að velli í hörku- leik. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson lífskúnstner var hetja Hafnfirðinga og skoraði sigurmarkið í uppbótar- tíma eftir dramatískar lokamínútur. Valsmenn spiluðu fast til að byrja með og gáfu FH-ingum engan tíma á boltanum. Byrjunin á leiknum ein- kenndist af baráttu á miðjunni. Sér- staklega var gaman að fylgjast með baráttu þeirra Tryggva Guðmunds- sonar og Pálma Rafns Pálmasonar en þar var ekkert gefið eftir. Barátta þeirra var hörð en heiðarleg. Helgi Sigurðsson framherji Vals átti tvö fyrstu færin en bæði skot hans voru varin af Daða Lárussyni markverði FH. Eftir stundarfjórðung átti Tryggvi góðan skalla sem fór yfir. Guðmund- ur Sævarsson átti þá góða sendingu fyrir og Tryggvi vann sér stöðu gegn Birki Sævarssyni en skallinn fór hár- fínt yfir. FH var komið á bragðið, færði sig framar á völlinn og settu aukna pressu á Valsmenn. Matthíasarnir í liði FH bjuggu til fínt færi tíu mín- útum síðar. Matthías Guðmundsson átti frábæra fyrirgjöf frá hægri inn á teig Vals þar sem Matthías Vilhjálms- son skallaði yfir. Þegar hálftími var liðinn leit stórkostleg sókn dagsins ljós. Undirritaður man varla eftir slíku samspili hér á landi, slíkt hefur aðeins sést í leikjum Arsenal. Tryggvi og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson tættu þá vörn Vals í spað. Tóku létta þrí- hyrninga út um allan völl og Ásgeir stimplaði glæsilega yfir á Matthías Guðmundsson en hann var of lengi að athafna sig og Kjartan varði slakt skot Matthíasar. Hægt er að setja spurningarmerki við sendingu Ás- geirs en hún hefði ef til vill mátt vera fastari. Staðan var því markalaus þegar menn gengu til búningsher- bergja í hálfleik. baráttan hélt áfram Síðari hálfleikur byrjaði rólega og fá færi litu dagsins ljós. Helst var áberandi hve liðunum gekk illa að halda knettinum innan liðs. Fyrsta færið sem kvað að var mjög gott en það féll í skaut Sigurvins Ólafsson- ar. Matthías Vilhjálmsson gaf eitr- aða sendingu fyrir markið þar sem Sigurvin skallaði framhjá af stuttu færi frá markteig. Stuttu síðar fengu Valsmenn fínt færi eftir horn þegar Gunnar Einarsson fékk skyndilega boltann í markteignum. Daði varði skot hans vel. Leikurinn einkenndist af baráttu á milli liðanna fram að lokamínút- unum þegar FH-ingar gerðu harða atlögu að marki Valsmanna í tví- gang. Fyrst skallaði Tommy Nielsen að marki eftir horn en Sigurbjörn Hreiðarsson bjargaði á línu. Strax úr horninu varði Kjartan meistara- lega eftir atgang í teignum. Eftir það brunuðu Valsmenn upp og Helgi Sigurðsson lagði upp dauðafæri fyr- ir Baldur Aðalsteinsson en Daði las skot Baldurs eins og opna bók. Þetta var lokafæri leiksins og því benti allt til þess að grípa þyrfti til framleng- ingar. FH-ingar voru hins vegar á öðru máli og í uppbótartíma komst Guð- mundur Sævarsson upp að enda- mörkum, sendi fyrir markið þar sem Tommy Nielsen skallaði í stöngina. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson var fljót- astur að átta sig í teignum og skor- aði úr frákastinu með góðu skoti. FH-ingar sýndu mikinn vilja til þess að klára leikinn og uppskáru eftir því. Valsmenn geta hins vegar nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki sýnt meiri einbeitingu á loka- kaflanum og því fór sem fór. svona er fótboltinn „Svona er fótboltinn,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði Vals dap- ur í bragði skömmu eftir að Kristinn Jakobsson hafði flautað til leiksloka. „Bæði lið fá náttúrulega hörkufæri síðustu þrjár eða fjórar mínúturnar, við einn á móti markmanni og svo björgum við tvisvar á marklínu og þetta féll þeirra megin í dag. FH hélt hreinu í þessum leik og því fór þetta svona. Við spiluðum bara illa í fyrri hálfleik, erum hreinlega ekki vaknaðir en spilum betur í þeim síðari og fáum sénsa en það er ekkert við þessu að segja, þeir skora og þess vegna er þetta sanngjarnt.“ svona leikir vinnast á einu marki Það er langt síðan undirritað- ur hefur séð Ólaf Jóhannesson jafn ánægðan eftir sigurleik. Hann hopp- aði hæð sína í loft upp þegar loka- flautið gall og var ótrúlega ánægður með sigurinn. „Þetta eru náttúrulega tvö áþekk lið og auðvitað verður leik- ur milli þannig liða alltaf spennandi. Þeir vinnast á einu marki, á örlitlum mistökum og ég er klár á því að við áttum sigurinn skilið, mér fannst við betri en þeir. Það er sætast að vinna svona og það er leiðinlegt að tapa svona og á meðan við erum réttu megin, þá er ég ánægður. Mér fannst við vera betri í þessum leik og fá fleiri færi og vera líklegri og sem betur fer kom markið því ég er ekki viss um að liðið hefði þolað mik- ið meira, ég er ekki viss um það. Við erum komnir núna í undan- úrslitin og ég er hrikalega sáttur með það því við komumst ekki svona langt í fyrra,“ sagði Ólafur og hélt áfram að fagna með sínu fólki. benni@dv.is, vidar@dv.is FH-ingar sterkari á loka ínútunum ásgeir gunnar ásgeirsson var hetja FH-inga þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni gegn Val í 8 liða úrslitum í VISA-bikarnum í gær. Valsmenn sitja eft- ir með sárt ennið því þeir fengu svo sannarlega færin til að skora í leiknum. 0 1 VALUR FH Mark: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (90.). allur lurkum laminn Valsmenn létu tryggva guð- mundsson oft finna til tevatnins. Jess! guðmundur sævarsson bakvörð- urinn knái fagnaði vel og innilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.