Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 4
þriðjudagur 14. ágúst 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill takmarka fjölda skemmtistaða í miðborginni:
Næturklúbbar í iðnaðarhverfum
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, segir nauð-
synlegt að gera átak í miðborg
Reykjavíkur. Hann veltir upp þeirri
hugmynd að takmarka fjölda næt-
urklúbba í miðborginni og beina
starfsemi þeirra frekar í önnur hverfi
borgarinnar. Ljóst sé að miðborg-
in taki ekki almennilega við þeim
fjölda sem sækir miðborgina um
helgar. Þá telur hann rétt að skoða
þann möguleika að breyta opnun-
artímum skemmtistaða. „Það er
nauðsynlegt að borgaryfirvöld setji
sér skýra stefnu um fjölda skemmti-
staða í miðborginni, opnunartíma
þeirra og hvers konar starfsemi þeir
stundi.“
Hann segist ekki hafa áhyggj-
ur af því að lögreglan missi yfir-
sýn með því að dreifa skemmti-
stöðum um borgina. „Það er fyrst
og fremst mannsöfnuðurinn sem
skapar þennan vanda og slíkar að-
gerðir myndu bæði gera störf lög-
reglunnar auðveldari og bæta ásýnd
miðborginnar,“ segir hann. Á árum
áður þekktist það fyrirkomulag að
skemmtistaðir voru frekar utan
miðborgarinnar og nefnir Stefán
Ármúla í því samhengi. Á Norður-
löndunum þekkist það víða að fjöldi
næturklúbba er takmarkaður í mið-
borginni með góðum árangri, seg-
ir Stefán. „Menn þekkja þetta fyr-
irkomulag í þeim borgum þar sem
menningabragur er á skemmtana-
lífinu. Skemmtistöðum í borginni
hefur fjölgað mikið á síðustu árum
og flestir eru þeir opnir fram undir
morgun.“
Stefán veltir einnig upp þeim
hugmyndum að koma á fót færan-
legri lögreglustöð þar sem þeim,
sem gerast sekir um minni mál í
miðborginni um helgar, gefst kostur
á að gangast undir lögreglustjóra-
sekt og reiða hana af hendi á staðn-
um. „Þessi aðferð hefur gefist mjög
vel í löndunum í kringum okkur og
myndi auka sýnileika lögreglunnar
enn frekar.“ valgeir@dv.is
Stefán Eiríksson „það er nauðsynlegt að borgaryfirvöld setji sér skýra stefnu um fjölda
skemmtistaða í miðborginni, opnunartíma þeirra og hvers konar starfsemi þeir stundi.“
Eldur logaði í olíu
Engin slys urðu á fólki og
ekkert tjón hlaust af þegar eldur
kviknaði í olíupolli við bifreið
sem lagt var á bílastæði við veit-
ingastaðinn Hafið Bláa við Þor-
lákshafnarveg um hádegi í gær.
Slökkvilið var kallað til og
slökkti eldinn sem logaði í poll-
inum, en þá hafði bifreiðinni
verið komið í öruggt skjól. Að
mati lögreglu var fólk á vettvangi
þó aldrei í raunverulegri hættu.
Eldsupptök eru ókunn.
Þrír greindust
með berkla
Þrír einstaklingar hafa greinst
með berkla hér á landi það sem
af er árinu, að því er fram kemur
í Farsóttafréttum Landlæknis-
embættisins.
Í tveimur tilfellum hafa farið
fram viðamiklar rannsóknir á
þeim sem höfðu umgengst hina
smituðu. Í fyrra tilvikinu greind-
ist erlendur starfsmaður við
Kárahnjúkavirkjun og í kjölfar-
ið var ákveðið að rannsaka 159
starfsmenn við virkjunina. Búið
er að útiloka 68 þeirra, 5 hafa
greinst með jákvæðum hætti en
án lungnaberkla og rannsókn er
ólokið með hina 86. Í síðara til-
vikinu greindist 84 ára vistmað-
ur á elliheimili á Norðurlandi.
Rannsaka þurfti 93 heilbrigðis-
starfsmenn, 39 aðstandendur
og 25 vistmenn til að útiloka að
nokkur annar hefði smitast.
Hraðakstur á
Reykjanesbraut
Ökumaður bifreiðar var
tekinn fyrir of hraðan akstur á
Reykjanesbrautinni rétt fyrir
miðnætti í fyrrakvöld. Lögregl-
an á Suðurnesjum mældi hann á
121 kílómeters hraða á brautinni
þar sem einungis er leyfilegt að
keyra á 90 kílómetra hraða.
Ökumaðurinn er 25 ára karl-
maður og var hann hvorki und-
ir áhrifum lyfja né áfengis. Nú
bíður hans myndarleg sekt fyrir
hraðaksturinn.
Óttast um
skólastarf
Þriðjungur kennara í Stóru-
Vogaskóla hefur sagt starfi sínu
lausu eða verða í leyfi á kom-
andi skólavetri.
Minnihluti bæjarstjórn-
ar í Vogum hefur verulegar
áhyggur af því að illa gengur
að ráða í stöðurnar þar sem
auglýsingar þess efnis hafi
ekki borið árangur, samkvæmt
bókun þeirra í bæjarráði. Fyrir
vikið er meirihlutinn sakað-
ur um slæleg vinnubrögð í að
viðhalda faglegu skólastarfi
í bænum. Meirihlutinn segir
áhyggjurnar tilhæfulausar þar
sem fræðslunefnd bæjarfé-
lagsins hafi skilað góðu starfi.
„Við hefðum betur haldið í dönsku
krónuna,“ segir Helgi Vilhjálmsson,
betur þekktur sem Helgi í Góu. Hann
segir íslensku krónuna óstöðugan
gjaldmiðil og hefur áhyggjur af því
að hún leiki landsmenn grátt. „Það
er ógjörningur að fylgjast með geng-
inu, það sveiflast svo hratt.“
Helgi segist ekkert skilja í Íslend-
ingum að vilja hafa eigin gjaldmiðil.
„Við erum allt of lítil. Grænlendingar
og Færeyingar láta sér nægja dönsku
krónuna. Við vorum áður undir
Dönum og ég skil ekki af hverju við
bjuggum til þessa íslensku krónu.“
Neyddur til að hækka verð
Sveiflur á genginu eru vissulega
miklar, að mati Helga, en hann tel-
ur þær þó hafa verið enn meiri hér
áður fyrr. „Það var nú bara einn dag-
inn sem tvö núll voru tekin af henni,“
segir hann og vísar til myntbreyting-
arinnar árið 1980.
Krónan hefur lækkað mikið að
undanförnu og má búast við að lækk-
unin muni brátt skila sér út í verðlag-
ið. Í DV í gær sagði Stefán Úlfarsson,
hagfræðingur Alþýðusambands-
ins, að hann væri þess fullviss að nú
drægi úr góðæri síðustu ára.
„Ég er tilneyddur til þess að
hækka verð ef fer sem horfir,“ segir
Eymundur Magnússon hjá Móður
jörð í Vallanesi. „Ég hef raunar ver-
ið skammaður fyrir hversu seinn ég
er að hækka verðið hjá mér,“ bend-
ir hann á og nefnir að sumar vörur
hjá honum kosti það sama og fyrir
sex árum. „Alvöru viðskiptamönn-
um finnst ekki mikið til þessa koma,“
segir Eymundur og hlær.
Hjá Móður jörð starfa um átta
manns þegar mest er en aðeins tveir
eða þrír á veturna. Eymundur seg-
ist hafa byrjað búskap og ræktun
um 1979. Tíu árum síðar hafi starf-
semin að Vallanesi farið að líkjast
litlum fyrirtækjarekstri. „Ég hef ver-
ið tregur til að hækka verð en það
verður víst að koma að því. Eins og
þetta hefur verið að undanförnu hef
ég nánast gefið vöruna. Það gengur
ekki til lengdar.“
Gengissveiflur ólíðandi
Helgi í Góu hefur litlar áhyggjur af
því að verð á hráefni hækki í kjölfar
gengislækkunar undanfarið. „Stund-
um hækkar hráefnið og stundum
lækkar það.“ Hann segist vera al-
inn upp við breytingar á gengi og
því kippi hann sér lítið upp við þær
dagsdaglega.
Í Góu má kaupa lakkrís, karamell-
ur og konfekt. „Þetta er nú ekki svo
dýr vara sem ég er að selja. Það verð-
ur að koma í ljós hvort fólk ákveður
að skera niður á þessu sviði.“ Að hans
mati er hefðbundin neysluvara hér á
landi orðin allt of dýr.
Móðir jörð er á Egilsstöðum.
„Flutningskostnaður er stór baggi
fyrir okkur sem erum úti á landi. Við
borgum bæði aðföngin og sömu-
leiðis fyrir vöruna þegar hún er send
suður, en þar eru flestir viðskipta-
vinirnir.“ Eymundur segir að aukinn
kostnaður við flutning muni skila sér
inn í vöruverð.
Grænmeti, korn og grænmetis-
buff eru meðal þess sem framleitt er
í Vallanesi. „Við finnum fyrir auknum
kostnaði í tengslum við millilanda-
siglingarnar,“ segir Eymundur. Hann
bendir á að bæði umbúðir og hráefni
sem hann noti komi frá útlöndum.
Að mati Helga er ólíðandi hvern-
ig verðlag hér á landi á það til að
sveiflast vegna breytinga á erlend-
um mörkuðum. „Það virðist vera
hagkvæmara fyrir sum fyrirtæki að
gera reksturinn upp í erlendri mynt.“
Hann segir þó ekki á dagskrá að Góa
fari þá leið. „Við seljum svo rammís-
lenska vöru. Hana þarf að verðleggja
í íslenskri mynt.“
Búast má við verðhækkunum á neysluvöru í kjölfar gengislækkunar. Helgi í Góu telur
að Íslendingum væri betur borgið með danska krónu sem gjaldmiðil. Eymundur í
Vallanesi gerir ráð fyrir að þurfa að hækka vöruverð eftir að hafa reynt að halda því í
lágmarki árum saman.
BETUR BORGIÐ MEÐ
DANSKRI KRÓNU
Erla HlyNSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Eymundur Magnússon „Ég er
tilneyddur til þess að hækka verð ef fer
sem horfir,“ segir Eymundur í Manni
lifandi.
Helgi í Góu að mati Helga
er ólíðandi hvernig verðlag
hér á landi á það til að
sveiflast vegna
breytinga á
erlendum
mörkuð-
um.
Sveiflur á genginu
eru vissulega mikl-
ar, að mati Helga, en
hann telur þær þó
hafa verið enn meiri
hér áður fyrr. „Það
var nú bara einn dag-
inn sem tvö núll voru
tekin af henni,“ seg-
ir hann og vísar til
myntbreytingarinnar
árið 1980.