Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 17
DV Sport þriðjudagur 14. ágúst 2007 17 enski boltinn Kitson er eKKi hættulegur steve Coppell stjóri reading hefur komið sínum manni dave Kitson til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk að líta rauða spjaldið gegn Manchester united. Kitson hafði verið inn á vellinum í aðeins 37 sekúndur og aldrei komið við boltann þegar hann straujaði Patrice Evra og fékk að líta rauða spjaldið. „Ég neita að trúa að þetta hafi verið beint rautt og ég hef beðið dómarann rob styles að kíkja á brotið á sjónvarpsupptökum. Ég fór í hann en var bara að passa að þeir myndu ekki ná að létta af pressunni. það síðasta sem ég sagði við sjálfan mig áður en ég fór út á völlinn var að sýna baráttu og virðingu við leikinn og ekki væri verra ef maður læddi inn einu marki. þetta var bara gult spjald ekki rautt. Ég er orðlaus,“ sagði Kitson. Coppell sagði að rauða spjaldið hefði verið strangur dómur. „Ég er búinn að skoða atvikið og fóturinn á honum var hátt uppi. Munurinn á góðri tæklingu og slæmri nemur einhverjum millisekúndum. Kitson er ekki hættulegur leikmaður, alls ekki.“ Malouda og Pizzaro ánægðir Nýir leikmenn Chelsea Florent Malouda og Claudio Pizzaro voru ánægðir með framlag sitt um helgina gegn Birmingham. Báðir skoruðu þegar Chelsea vann 3–2 í stór- skemmtilegum leik. „Liðið sýndi karakter og við erum ánægðir með að byrja tímabilið með sigri á stanford Bridge,“ sagði Malouda eftir leikinn á heimasíðu liðsins. Pizzaro skoraði eftir fallegan undirbúning frá shaun Wright-Phillips. „Ég var mjög sáttur eftir leikinn en stigin þrjú voru mikilvægust. Mér fannst við spila fínan fótbolta og vona að við spilum svona áfram í næstu leikjum. Ég er að reyna halda mér í liðinu og æfi vel og legg mikið á mig. Vonandi spila ég í næsta leik en samkeppnin um stöður er mikil hérna sem er skiljanlegt því við erum í mörgum keppnum en allir viljum við spila alla leiki,“ sagði Perúmaðurinn Pizarro. Fáir FraMherjar í Meistaradeildinni arsene Wenger hefur staðfest að hann verði líklega án framherjanna Eduardo og Emmanuel adebayor á miðvikudag þegar arsenal leikur í Meistara- deildinni gegn sparta Prag. Framherjaparið missti af leiknum við Fulham í deildinni á sunnudag og er líklegt að það missi af fleiri leikjum. adebayor er meiddur á nára en Eduardo er meiddur á hné. Kúlu fyrir kúlu verður byrjandinn að meistara Púlborð billiard.is Suðurlandsbraut 10 S. 568 3920 & 897 1715 Hágæða 8 feta púlborð á einstöku verði tiger Woods sigraði á PGA-meistaramótinu og tryggði sér þar með þrettánda sigur sinn á risamóti: Ég veit hvað til þarf Tiger Woods sigraði á PGA- meistaramótinu eftir örugga spila- mennsku á lokadaginn. Tiger var að vonum ánægður og sagði eft- ir mótið alltaf að hann hefði alltaf á tilfinningunni áður en lokadag- ur er spilaður á golfmóti á hvaða skori þurfi að spila til þess að sigra. „Ég veit hvað til þarf. Maður fær ákveðna tilfinningu fyrir lokadag- inn um á hvaða skori maður þarf að spila og oftar en ekki hef ég rétt fyrir mér,“ segir Tiger Woods eftir að hann spilaði á 69 höggum síð- asta daginn og tryggði sér sigur á mótinu. Ernie Els og Woody Austin sóttu hart að Woods á lokadeginum en hann var öryggið uppmálað og end- aði með því að spila á átta höggum undir pari, tveimur höggum á und- an Austin og þremur höggum á undan Els. Woods fékk 1,26 milljónir doll- ara eða rúmar 67 milljónir króna fyrir sigur sinn á mótinu og hef- ur nú sigrað á 13 risamótum á ferli sínum sem er einungis fimm mót- um færra en Jack Nicklaus sigraði á á sínum ferli sem er met. Þetta er fyrsti sigur Woods á stórmóti síðan hann vann PGA- meistaramótið í ágúst í fyrra eftir að hafa misst naumlega af sigri á Opna bandaríska og Masters-mótinu. vidar@dv.is sigurvegari Pga tiger var að vonum ánægður með sigurinn á Pga-mótinu. stórskemmtilegur sjö marka leikur Fjölnir er kominn í undanúrslit VISA-bikars í fyrsta sinn í sögu félagsins. Fjölnir vann Hauka 4–3 í átta liða úrslitum í stórskemmtilegum leik í Grafarvogi í gær. Fjölnir úr Grafarvogi tryggði sér í gær farseðilinn í undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu með því að leggja Hauka að velli 4–3. Eins og markatal- an gefur til kynna var leikurinn stór- skemmtilegur á að horfa, enda spil- uðu bæði liðin sóknarbolta. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Fjölnis sem félagið kemst svo langt í bikarkeppni í knatt- spyrnu. Liðið fær Landsbankadeild- arlið í undanúrslitum, en dregið verð- ur um hverjir mætast þar í dag. Haukar fengu tvö dauðafæri á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en Hilmar Eiðsson og Ómar Sigurðsson fóru illa að ráði sínu. Haukar komust svo yfir á 31. mín- útu. Eftir vandræðagang í vörn Fjölnis fékk Ómar Sigurðsson Haukamaður boltann, skaut að marki, boltinn fór í varnarmann Fjölnis og beint fyrir fæt- ur Ásgeirs Ingólfssonar sem skoraði með góðu skoti. 1–0 fyrir Hauka í hálf- leik og forysta þeirra verðskulduð. Markaregn Haukar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og eftir aðeins eina mínútu átti Ásgeir Ingólfsson skalla í stöng Fjölnismarksins. Haukar voru lík- legri til að bæta við marki í upphafi síðari hálfleiks en það voru hins veg- ar Fjölnismenn sem náðu að jafna, gegn gangi leiksins. Þar var að verki miðjumaður- inn Gunnar Már Guðmundsson á 52. mínútu. Fjölnir fékk dæmda hornspyrnu og upp úr henni skall- aði Gunnar Már í markið. 1–1 og við þetta hresstust Fjölnismenn svo um munaði. Á 60. mínútu átti Pétur Markan þrumuskot að marki Hauka. Amir Mehicca, markvörður Hauka, náði að slá boltann í stöngina, þaðan fór boltinn til Gunnars Más sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Skömmu síðar syrti enn í álinn hjá Haukum þegar Davíð Ellertsson fékk að líta sitt annað gula spjald og var því vísað af velli. Haukar voru skyndi- lega 2–1 undir og manni færri. Fjölnismenn gengu á lagið og á 64. mínútu bætti Pétur Markan við þriðja markinu. Tómas Leifsson átti hörkuskot í þverslá Haukamarksins og það var Pétur sem hirti frákast- ið og skallaði í netið. 3–1 og útlitið dökkt hjá Hafnfirðingum. Haukar neituðu þó að játa sig sigraða. Á 68. mínútu átti Ásgeir Ing- ólfsson skalla að marki Fjölnis, Ólaf- ur Johnson reyndi að koma í veg fyrir mark en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 3–2 og skyndilega var allt galopið að nýju. Fjölnir náði aftur tveggja marka forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir laglegan undirbúning Dav- íðs Þórs Rúnarssonar skoraði Tóm- as Leifsson og kom Fjölni í 4–2. Nú bjuggust flestir við að úrslitin væru ráðin en svo var ekki. Fimm mínútum fyrir leikslok náðu Haukar að klóra í bakkann. Hilmar Eiðsson skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig og minnkaði mun- inn í eitt mark, 4–3. Lengra komust Haukar ekki og það verða því Fjöln- ismenn sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í dag. getum verið stoltir Þrátt fyrir tapið var Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrirliði Hauka, sáttur í leikslok. „Mér fannst við sýna ótrú- legan karakter í þessum leik og við getum verið stoltir af þessum ungu mönnum sem spila í þessu Hauka- liði. Í fyrri hálfleik yfirspiluðum við Fjölnisliðið og svo lentum við í vandræðum í seinni hálfleiknum og þeir skoruðu fullt af mörkum og við misstum mann út af. Samt erum við inni í leiknum. Þetta er gríðarsterkt Fjölnislið og Haukarnir stóðu vel í þeim í dag,“ sagði Þórhallur. „Við fengum fullt af færum en nýttum þau ekki og um það snýst þetta. Það var kannski munurinn á þessum tveimur liðum, þeir fengu ekki mörg færi en þeir skoruðu úr þeim öllum held ég. Þetta er eitthvað sem við setjum í reynslubankann og menn læra og þroskast því þetta er ungt lið. Við gerðum vel í dag og ég er rosalega stoltur af mínum strákum,“ sagði Þórhallur, sem sagðist skilja sáttur við bikarkeppnina í ár. „Hvernig getum við annað? Við erum búnir að slá út tvö fyrstudeild- arlið, eitt úrvalsdeildarlið og Haukar geta borið höfuðið hátt. Við spiluð- um fótbolta hér í dag, við vorum ekk- ert að bakka, skora eitt og reyna að hanga á því. Við ætluðum að sækja til sigurs og mér fannst við ekkert sla- kari en þeir einum færri,“ sagði Þór- hallur að lokum. Ásmundur Arnarsson, þjálf- ari Fjölnis, var að vonum ánægður með úrslitin en hann var ekki alveg jafn sáttur við spilamennsku sinna manna. „Ég var skelfilega óánægð- ur með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Helstu grunnatriðin vor að klikka, út um allan völl. Menn gátu ekki sent boltann á milli sín. Haukar voru mun betri í fyrri hálfleik og við vor- um heppnir að vera ekki tveimur eða þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Ásmundur og hrósaði Haukum fyrir þeirra leik. „Haukar eru með hörkulið og hafa alltaf verið okkur erfiðir móth- erjar og við vissum það fyrirfram að þetta yrði hörkuleikur. Þess vegna er bara frábært að ná að klára þetta,“ sagði Ásmundur og bætti við að það væri tilhlökkunarefni að vera komnir í undanúrslit. „Bæði fyrir félagið, ungt félag, að vera komið þetta langt og líka fyrir stráka sem aldrei hafa komist svona langt áður. Þetta er bara mikil reynsla og ævintýri. Bara gaman. En þetta má ekki trufla einbeitingu okk- ar í því sem er meginmarkmið okkar, að klára fyrstu deildina. Það er núm- er eitt, tvö og þrjú,“ sagði Ásmundur. dagur sveinn dagbjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is 4 3 FJÖLNIR HAUKAR Mörk: Ásgeir Ingólfsson (31.), Ólafur Johnson, sjálfsmark (68.), Hilmar Eiðsson (85.). Mörk: Gunnar M. Guðmundsson (52.), Gunnar M. Guðmundsson (60.), Pétur Markan (64.) Tómas Leifs. (80.). ævintýrið heldur áfram Fjölnir úr grafarvogi er komið áfram í undanúrslitin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.