Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 22
Sigyn keyrði um þjóðvegi landsins um helgina og kom það henni skemmtilega á óvart að það virðist sem umferð- armenning landans hafi batnað til muna. Ökumenn héldu sig yfirleitt við 90 kílómetra hámarkshraða og kom það vart fyrir að einhver vitleysingurinn reyndi að taka fram úr bíl á þeim hraða - ólíkt því sem áður var. Hún varð vör við miklu meiri rólegheit í umferðinni - og var nú kominn tími til. Rólegheitin voru þó hófleg því Sigyn lenti heldur ekki í því að fest- ast á eftir sleðum á 70 eins og stund- um vill verða. Á um 100 km kafla mætti hún löggunni að minnsta kosti tvisvar, og alltaf sjálf á lögleg- um hraða, en fylltist við það öryggi um að hennar væri gætt gagnvart ökuníðingum þessa lands sem hlýtur að fara fækkandi við stór- aukið umferðareftirlit og hækkað- ar hraðasektir. Sigyn hef-ur til þessa bölsótast nóg út í ökuníð- ingana og hef- ur þess í stað al- veg gleymt öðrum hættuvöldum í umferðinni. Það er nefnilega örugglega næstum því jafnhættulegt umferðinni að keyra á 70 og að keyra á 120. Þeir sem keyra á 70 kílómetra hraða neyða þá sem á eft- ir þeim keyra til að taka fram úr – og það er ein- mitt við framúrakstur sem hætturnar skapast! Sigyn minn- ist þess að hafa ótal mörgum sinn- um lent í hægfara lest sem myndast hefur vegna ökumanns sem ým- ist kemst ekki yfir 70 eða áttar sig hreinlega ekki á hættunni við að hann keyri svona hægt. Því hefur verið haldið fram að sá sem er ann-ar í lestinni sé sá sem myndi hana, því erfiðara sé að taka fram úr tveimur bílum en einum. Sigyn er þessu alls- endis ósammála. Sá sem er fremst- ur í lestinni er og verður lestarstjóri. Sigyn er sjálf oft skíthrædd við að taka fram úr á þjóðvegi 1– sérstak- lega á miklum umferðarhelgum – og hefur oft pirrast mikið á sleðum á 70. Hún skilur ekki af hverju þeir keyra bara ekki út í kant – þegar þeir sjá að á eftir þeim hefur myndast röð bíla – til þess að hleypa fram úr sér röð- inni. Það hlýtur að vera hættuminna en framúrakstur allra þeirra sem á eftir eru! Þeir geta líka beygt út af á þægi-legum gatnamótum og beðið af sér röðina áður en þeir halda áfram. Þeim getur nú ekki legið lífið á hvort eð er fyrst þeir eru á annað borð að drolla þetta á 70. þriðjudagur 14. ágúst 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsíMi 512 7005, auglýsingar 512 70 40. Sleðarnir hættulegir sigyn Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. „Ef miklar sviptingar verða á fjármálamörkuðum hér er ástæða fyrir stærri aðila að halda að sér höndum.“ Íslendingar og góðærið Leiðari Hafa íslenskir auðmenn komið málum þannig fyrir að þær hræringar sem eru á fjármagnsmörkuðum um allan heim leiki okkur ekki eins illa og marg-ar aðrar þjóðir? Svo virðist vera, þeir tala þannig og virðast standa vel gagnvart því sem er að gerast og leikur mörg fyrirtæki illa. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að stóru íslensku fjármálafyrirtækin hafi freistast til að fjármagna tæpustu og verstu lánin. Það skiptir okkur verulega miklu máli að íslensku fyrirtækin geti staðið af sér það sem er að gerast á hlutabréfamörkuðum og gengisþróun um allan heim. Hvert og eitt þessara fyrirtækja er það stórt í okkar samfélagi að ef eitt þeirra fer illa út úr þeim hræringum sem nú eru, kann það að hafa mikil áhrif á hag mjög margra Íslendinga og á hag margra íslenskra fyrirtækja. Á fáum árum hafa íslensk fjármálafyrirtæki orðið stærstu og um leið helstu fyrirtæki landsins. Hlutur þeirra í heildinni er mikill og þess vegna er vonandi að þau standi sterk eftir það sem nú er að gerast. Hitt er annað, hvernig óróinn á alþjóða- mörkuðum kemur við almenning. Í DV í gær sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að breyt- ingar á krónunni snertu okkur öll. Hann segir krónuna hafa verið allt of háa og nú nálgast hún það jafnvægi sem er viðun- andi. „Fyrst og fremst held ég að fólk verði vart við sveiflurnar í gegnum hækkanir á innfluttum vörum, sér í lagi þeim sem eru viðkvæmar fyrir hækkunum.“ Vilhjálmur segir að einstakling- ar eigi eftir að taka meira af erlendum lánum á næstunni, þau verði hagstæðari. Næstu dagar og vikur verða prófraun á hvort okkar litla hag- kerfi sé betur undir óróann búið en mörg önnur, hvort þau sem fremst fara hafi haft varann á og hagað málum með þeim hætti að þjóðin komi ósærð frá þeim hræringum sem nú leika marga grátt í okkar heimshluta. Ekkert hefur verið sagt eða gert sem réttlætir eða styður að fram undan sé kreppa eða það alvarlegt ástand að það komi til með að hafa langvarandi neikvæð áhrif. „Það tíðkaðist að kolanámumenn tóku kanarífugl með sér í námurnar. Ástæðan var sú að ef gasleki kom fram var það fuglinn sem fyrst fann fyrir honum því hann var minnstur. Ef fuglinn varð fyrir eitrunaráhrifum drifu námumennirnir sig í burtu. Sumir hafa haldið því fram að Ísland sé eins og þessi kanarífugl. Ef miklar sviptingar verða á fjármálamörkuðum hér er ástæða fyrir stærri aðila að halda að sér höndum,“ sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður Greiningardeildar Kaupþings, í DV í gær. Ef rétt er skýrist á næstu dögum hversu miklar svipt- ingarnar verða hér á landi. DómstóLL götunnar Hvernig má bjarga landsbyggðinni? „Byggðakvótinn verður að koma til baka. ráðamenn þurfa að finna leiðir til þess. þrýstihópar einnig. Við þurfum líka að lækka íbúðaverð og vexti. það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. svo má efna til samkeppni um nýsköpun.“ Hrafnhildur Einarsdóttir, 56 ára ekki starfandi „Ætli það sé ekki með því að lækka íbúðaverð. Verðið á matvælum er líka of hátt á landsbyggðinni. þarf að finna jafnvægi þarna á milli. það er líka kominn tími á nýjar hugmyndir. landsbyggðin er ekki bara fiskimenn og bændur. svo má nýta ferðaiðnaðinn betur.“ Andri Þórhallsson, 17 ára nemi „það er helst hreinlega að ræna kvótanum einhvern veginn til baka. það er ein leið. annars er ég ekki mikið inni í landsbyggðarmálunum almennt.“ Jóhann Björnsson , 21 árs opinber starfsmaður „það þyrfti frekar að spyrja fólk á landinu hvaða lausnir það hefur og hvað það vill. Ég hef í rauninni ekki hugmynd hvernig má gera þetta. það verður að finna leið til þess að bjarga landsbyggðinni annars leggjast bara sjötíu prósent af landinu í eyði.“ Fanney Edda Pétursdóttir, 65 ára lífskúnstner sanDkorn n Grétar Mar Jónsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, fór mikinn í fréttum Ríkisútvarps- ins á dögunum þegar hann sagði að líklega þyrfti að tvö- falda það fé sem ætlað væri til hafnarfram- kvæmda í Bakkafjöru ef það ætti að vera óhætt að sigla ferju þangað inn, fullskipaðri farþegum. Sagði hann að rif út af ströndinni gerði að verkum að hætt væri við að ferðir féllu oft niður ef ferjusigl- ingar milli lands og eyja flyttust frá Þorlákshöfn. Spurning hvort ekki sé réttast að hlusta á gamla skipstjórann í þessum efnum. n Flugvallarmálið getur tekið á sig margar myndir. Því komst Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður, að á dögun- um þegar hann var í grillveislu. Þá vatt sér upp að hon- um maður og spurði Sigurð hvort hann gerði sér grein fyrir að hann væri þingmaður eina kjördæmis landsins sem státaði ekki af neinum flugvelli. Hvatti hinn mæti maður Sigurð Kára að lokum til að berjast fyrir úrbótum á þessu, þó hefur Sigurður Kári hingað til barist fyrir því að færa flugvöllinn úr Vatnsmýri fremur en að fjölga flugvöllum í borginni. n Egill Helgason slær taktinn fyrir væntanlega bókmennta- þætti sína í Sjónvarpinu með skrifum á bloggi sínu. Þar tekur hann fyrir tvær nýjar skáldsög- ur, aðra The Road eftir Cormac McCarthy sem sóp- aði að sér verðlaunum og góðum umsögn- um og hins vegar The Terrorist, nýjustu bók metsöluhöfundarins Johns Updike. Egill verður ekki mjög amerískur í þáttum sínum, alla- vega gefur hann þeim báðum falleinkunn. n Ásláttarvillurnar geta reynst mönnum dýrkeyptar. Það fengu aðstandendur Frétta í Vest- mannaeyjum, og ef til vill ekki síður Arnór Hermannsson bak- ari, að reyna á dögunum. Eins og svo margir fjölmiðlar glugguðu Fréttir í skattskrá Vestmannaeyja og gerðu skil í næsta tölublaði sínu eftir birtingu þeirra. Út frá því reiknuðu Frétta-menn laun Arnórs og birtu svo fréttina að hann hefði haft 24.771 krónu í mánaðarlaun, sem er ansi lítið. Þarna gleymdu þeir einni tölu, þeirri fremstu, því launin voru 224.771 og þurftu Frétta-menn því að biðjast afsökunar á mis- tökunum. Sá sem er fremstur í lestinni er og verður lestarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.